• No results found

Starfsreglur Norðurlandaráðs

N/A
N/A
Protected

Academic year: 2021

Share "Starfsreglur Norðurlandaráðs"

Copied!
28
0
0

Loading.... (view fulltext now)

Full text

(1)

2012

íslenska

Starfsreglur

(2)

Starfsreglur Norðurlandaráðs frá 1971 voru felldar úr gildi með nýjum starfsreglum sem samþykktar voru samkvæmt 59. gr. Helsingforssamningsins á þingi Norðurlandaráðs þann 13. nóvember 1996. Þær tóku gildi 1. febrúar 1997.

Starfsreglur Norðurlandaráðs voru endurskoðaðar og sam-þykktar á 53. þingi ráðsins þann 30. október 2001 og aftur á 57. þingi ráðsins þann 27. október 2005. Endurskoðaðar starfsreglur tóku þegar gildi.

73. grein var breytt eftir ákvörðun þingsins þann 29. október 2008. Breytingin tók gildi 1. janúar 2009.

Starfsreglur Norðurlandaráðs frá 2001 voru felldar úr gildi með nýjum starfsreglum sem samþykktar voru samkvæmt 59. gr. Helsingforssamningsins á þingi Norðurlandaráðs þann 2. nóvember 2011. Þær tóku gildi 1. janúar 2012.

(3)

Starfsreglur

Norðurlandaráðs

2012

íslenska

(4)

Starfsreglur Norðurlandaráðs

ISBN 978-92-893-2312-3

http://dx.doi.org/10.6027/ANP2012-707 ANP 2012:707

© Nordisk Råd

Kápumynd: Jette Koefoed Umbrot: Jette Koefoed

Prentun: Rosendahls-Schultz Grafisk A/S, Albertslund Upplag: 1000 Printed in Denmark Nordisk Råd Ved Stranden 18 DK-1061 København K Sími +45 3396 0400 www.norden.org Norrænt samstarf

Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðasamstarf í

heiminum. Samstarfið nær til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt

og skiptir miklu í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Í norrænu samstarfi er unnið að því að styrkja stöðu Norðurlanda í sterkri Evrópu.

Með norrænu samstarfi er unnið að því að efla norræna og

svæðisbundna hagsmuni í alþjóðlegu umhverfi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda og skipa þeim meðal þeirra svæða í heiminum þar sem nýsköpun og

(5)

samkeppnis-Efnisyfirlit

1

Skipulag ráðsins og þing

2

Þingið

3

Forsætisnefnd

4

Nefndir

5

Eftirlitsnefnd

6

Undirbúningur mála fyrir

lokaafgreiðslu

7

Umræður og ákvarðanir á þingi

8

Kosningar

(6)
(7)

1. KaFli

Skipulag ráðsins og þing

1. gr.

Stofnanir ráðsins

Stofnanir ráðsins samkvæmt Helsing-forssamningnum eru þing, forsætisnefnd og nefndir. Þingfundur kýs eftirlitsnefnd og kjörnefnd.

2. gr.

Þingfundir

Reglulegt þing er haldið a.m.k. einu sinni á ári. Þingið ákveður stað og stund fyrir næsta þing. Forsætisnefnd er heimilt að breyta þeirri ákvörðun ef sérstakar aðstæður koma upp.

Aukaþing eða þemaþing kemur saman ef forsætisnefnd ákveður slíkt‚ eða ef a.m.k. tvær ríkisstjórnir eða tuttugu og fimm fulltrúar óska eftir því. Forsætisnefnd ákveður þá stað og stund.

3. gr.

Þingið

Þingið fer með æðsta ákvörðunarvald ráðsins. Í Helsingforssamningnum er kveðið á um skipan þingsins‚ og ennfremur að þingið geti samþykkt tilmæli, tekið aðrar ákvarðanir og gefið álit‚ sem beint er til ríkis- stjórna‚ einnar eða fleiri‚ eða til ráðherranefndarinnar.

4. gr.

Forsætisnefnd

Forsætisnefnd fer með æðsta ákvörðunar-vald ráðsins á milli þingfunda og hefur þá sömu heim-ildir og þingið hefur ella. Nefndin stjórnar starfsemi ráðsins og sér um að samræma hana starfi þjóðþinga og alþjóðastofnana.

(8)

5. gr.

Nefndir

Starf ráðsins fer fram í fimm nefndum, menningar- og menntamálanefnd, velferðarnefnd, borgara- og neytendanefnd, umhverfis- og náttúruauð-lindanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndirnar undirbúa mál hver á sínu sviði áður en þau eru tekin til lokaafgreiðslu á þingi.

6. gr.

Eftirlitsnefnd

Eftirlitsnefnd fer með þingbundið eftirlit með þeirri starfsemi sem kostuð er sameiginlega úr norrænum sjóðum‚ og sér einnig um aðrar úttektir sem þingið ákveður.

7. gr.

Kjörnefnd

Kjörnefnd undirbýr og gerir tillögur að kjöri sem fram fer á þingi.

8. gr.

Landsdeildir

Helsingforssamningurinn kveður á um hvaða landsdeildir starfi og skipan þeirra.

9. gr.

Flokkahópar

Fulltrúum er heimilt að mynda flokka-hópa. Hvern hóp skipi a.m.k. fjórir fulltrúar frá a.m.k. tveimur löndum.

(9)

2. KaFli

Þingið

10. gr.

Fulltrúar

Við upphaf þingfundar staðfestir þingheimur skrá yfir viðstadda fulltrúa og varamenn‚ sem koma í stað fulltrúa. Varamenn koma inn í þeirri röð sem ákveðin er í heimalandi þeirra. Þingheimur ákveður breytingar á skránni en þær eru þó ekki heim-ilar meðan á umræðum eða afgreiðslu stendur.

11. gr.

Sætaskipan í þingsal

Fulltrúar og fulltrúar ríkisstjórna, hvorir um sig, fá þau sæti í þingsalnum‚ sem forsætis-nefnd hefur ákveðið.

12. gr.

Forseti og varaforseti

Forseti og varaforseti næsta alman-aksárs eru kjörnir á reglulegu þingi úr röðum fulltrúa þess lands þar sem næsta reglulega þing fer fram.

13. gr.

Áheyrnarfulltrúar

Samaþingin í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa stöðu áheyrnarfulltrúa og hafa rétt til að tjá sig í almennum þingumræðum og að öðru leyti samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar.

14. gr.

Boðsgestir

Forsætisnefnd er heimilt að bjóða fulltrúum þjóðkjörinna stofnana og öðrum einstaklingum á þingið og ákveður þá hvort þeim skuli veitt málfrelsi.

15. gr.

Fundarstjórn

Forseti eða annar fulltrúi forsætis-nefndar stjórnar þingfundi. Þátttakendur í umræðu um tiltekið mál geta ekki gegnt fundarstjórn þegar málið er til umræðu.

(10)

16. gr.

Opnir fundir

Þingfundir eru opnir ákveði þing-heimur ekki annað af sérstökum ástæðum.

17. gr.

Dagskrá

Við upphaf þingfundar staðfestir þingheimur dagskrártillögu forsætisnefndar þar sem tilgreind eru þau mál sem verða til umfjöllunar á þinginu svo og tímasetningar þingfunda. Heimilt er að breyta henni síðar ef tveir þriðju þingheims ákveða slíkt. Á öðrum þingum en reglulegu þingi er einungis heimilt að fjalla um þau mál sem getið er í fundarboði‚ hafi tveir þriðju hlutar þingfulltrúa ekki ákveðið annað.

18. gr.

Ályktunarhæfi

Þingið er ákvörðunarbært ef a.m.k. fjörutíu og fjórir þingfulltrúar eða varamenn í þeirra stað eru viðstaddir. Komi aðeins nokkur landanna að ákvörðun í tilteknu máli‚ samkvæmt ákvæðum Hels-ingforssamningsins‚ skal minnst helmingur fulltrúa viðkomandi landa vera viðstaddur.

19. gr.

Krafa um undirbúning mála Fjalla ber um hvert mál í forsætis-nefnd, fagnefnd eða eftirlitsnefnd áður en það kemur til lokaafgreiðslu á þingfundi. Kjörnefnd undirbýr kosningar.

20. gr.

Fundargerð

Á hverju þingi er færð fundargerð yfir mál, ummæli og ákvarðanir þar sem tilgreindar eru tillögur, tilmæli, röð ákvarðana, niðurstöður atkvæða-greiðslu og nöfn ræðumanna. Á reglulegum þingum eru allar umræður færðar orðréttar í gerðabók. Á öðrum þingum gildi hið sama, hafi forsætisnefnd ákveðið slíkt.

(11)

21. gr.

Sérreglur

Við upphaf þingfundar staðfestir þingheimur tillögu forsætisnefndar um sérreglur fyrir þingfundinn. Heimilt er að breyta þeim síðar ef tveir þriðju þingheims ákveða slíkt að höfðu samráði við forsætisnefnd.

(12)

3. KaFli

Forsætisnefnd

22. gr.

Nefndarskipan

Forsætisnefnd er skipuð forseta, varaforseta og allt að ellefu fulltrúum. Öll lönd og allir flokkahópar skulu eiga þar fulltrúa.

23. gr.

Álandseyjar, Færeyjar og Grænland Við meðferð mála sem varða Álands-eyjar, Færeyjar eða Grænland er fulltrúa þeirra heimilt að sitja fund með málfrelsi og tillögurétt.

24. gr.

Fundarboð og fundardagskrá fyrir þingin

Forsætisnefnd sendir út fundarboð eigi síðar en mánuði fyrir byrjun þings með tillögu um hvaða mál verði þar til umfjöllunar. Við upphaf þingfundar á reglulegu þingi leggur forsætisnefnd fram tillögu að dagskrá þar sem sérstakt tillit er tekið til mála sem eru ofarlega á baugi. Öllum fulltrúum er heimilt að leggja fram tillögu til forsætisnefndar að málum sem skulu sett á dagskrá.

25. gr.

Verkaskipting og undirbúningur funda

Forsætisnefnd ákveður hvaða nefndir undirbúi tiltekin mál og stuðlar að tilhlýðilegum undirbúningi og sam-hæfingu fyrir fundi hinna ólíku nefnda.

26. gr.

Sérstök verkefni

Auk þess sem fram kemur í 4. gr. ber forsætisnefnd að fjalla um stefnumarkandi pólitísk og stjórnsýsluleg málefni, þar á meðal fjárhagsáætlanir ráðsins og Norrænu ráðherranefndarinnar, sem og utanríkis- og öryggismál.

(13)

27. gr.

Ákvarðanir

Forsætisnefnd er ákvörðunarbær ef minnst helmingur fulltrúa er viðstaddur. Komi aðeins nokkur landanna að ákvörðun í tilteknu máli‚ sam-kvæmt ákvæðum Helsingforssamningsins‚ skal a.m.k. helmingur fulltrúa viðkomandi landa vera viðstaddur. Þegar atkvæði falla jafnt hefur fundarstjóri oddaatkvæði. Við sérstakar aðstæður geta nefndarmenn tekið ákvörðun án þess að hittast á fundi. Forseti ráðsins ber ábyrgð á að færa slíkar ákvarðanir til bókar.

28. gr.

Fundir

Ákveði forsætisnefnd ekki annað eru fundir hennar ekki opnir. Fulltrúum frá skrifstofum landsdeilda og flokkahópa er heimilt að sitja fundi mæli sérstakar aðstæður ekki gegn því. Þá er forsætisnefnd heimilt að bjóða öðrum einstaklingum á fundi og veita þeim málfrelsi.

29. gr.

Verkaskipting

Forsætisnefnd er heimilt að fram-selja ákvörðunarrétt sinn í einu eða fleiri málum til ýmist annarra nefnda ráðsins, eins eða fleiri fulltrúa í forsætisnefnd eða framkvæmdastjóra ráðsins.

30. gr.

Starfshópar og aðrar undirbúnings nefndir

Forsætisnefnd er heimilt að fela starfshópum að vinna tiltekin verkefni. Nefndin skipar starfshópinn og veitir honum umboð þar sem tilgreind eru viðfangsefni hans, heimildir og tímaáætlun. Það breytir ekki almennum undirbúningi mála sem kveðið er á um í 19. gr.

31. gr.

Ársskýrslur

Forsætisnefnd gefur þinginu árlega skýrslu um öll starfssvið ráðsins og framtíðaráætlun.

(14)

4. KaFli

Nefndir

32. gr.

Nefndaskipan

Hverja nefnd skipa 13–15 fulltrúar. Þing kýs nefndarmenn, formenn og varaformenn. Í for-föllum formanns og varaformanns velja nefndarmenn fundarstjóra.

33. gr.

Réttur til þátttöku

Fulltrúar ríkisstjórna‚ landsstjórna og Naalakkersuisat geta tekið þátt í umræðum nefnda en ekki ákvörðunum þeirra.

Eigi Álandseyjar, Færeyjar eða Grænland ekki fulltrúa í nefnd er fulltrúa þeirra heimilt að taka þátt í starfi. Að höfðu samráði við danska eða finnska nefndar-menn getur slíkur fulltrúi komið að ákvörðunum í stað þeirra.

34. gr.

Ákvarðanir

Ákvæði 27. gr. eiga hér við að breyttu breytanda.

35. gr.

Fundir og opinbert aðgengi að þeim Nefndirnar ákveða stað og stund fyrir fundi sína. Ef meðferð mála krefst þess að fleiri en ein nefnd fundi samtímis ákveður forsætisnefnd þó stað og stund. Nefndarformenn geta ákveðið að efna til aukafundar og skal boða til hans ef fjórðungur aðal-manna fer fram á það.

Fundir fara fram fyrir luktum dyrum ef nefndin hefur ekki ákveðið annað í sérstöku tilviki. Að öðru leyti eiga ákvæði í 28. gr. við að breyttu breytanda.

(15)

36. gr.

Fundargögn

Fundarboð ber að senda út með mánaðar fyrirvara. Fundardagskrá og fundargögn ber-ist öllum hlutaðeigandi aðilum eigi síðar en viku fyrir byrjun fundar.

37. gr.

Sendinefndir

Sendinefndum er heimilt að kynna sjónarmið sín á nefndarfundum í samræmi við reglur sem forsætisnefnd setur.

38. gr.

Verkefni

Nefndirnar undirbúa mál‚ sem forsætisnefnd felur þeim og fylgjast með þróun mála á sínu sviði, einkum hvort þörf sé á að fylgja skipulags-breytingum eftir eða gera úttekt á þeim. Öllum nefnd-um er skylt að hafa gildandi framkvæmdaáætlun.

39. gr.

Samstarf við þingnefndir og alþjóðlegar nefndir

Nefndirnar skulu leita eftir samstarfi við hliðstæðar nefndir þjóðþinga og hjá alþjóðastofnunum.

40. gr.

Viðbótarreglur

Forsætisnefnd er heimilt að setja starfsreglur fyrir nefndirnar.

(16)

5. KaFli

Eftirlitsnefnd

41. gr.

Nefndarskipan

Þingið kýs formann, varaformann og fimm almenna fulltrúa í eftirlitsnefnd auk fimm varafulltrúa þeirra. Enginn þeirra má hafa verið fulltrúi eða varamaður í forsætisnefnd á undangengnu alman-aksári. Öll lönd skulu eiga fulltrúa í nefndinni. Ákvæði 23. og 28. gr. eiga einnig við að breyttu breyt-anda. Formenn geta ákveðið að efna til aukafundar og skal boða til hans ef tveir nefndarmenn fara fram á það.

42. gr.

Ákvarðanir

Eftirlitsnefnd er ákvörðunarbær þegar þrír nefndarmanna eru viðstaddir. Ákvæði 2. mgr. 27. gr. eiga einnig við að breyttu breytanda.

43. gr.

Sérstök verkefni

Eftirlitsnefnd getur lagt ályktun fyrir forsætisnefnd um túlkun Helsingforssamningsins og annarra samninga um norrænt samstarf, starfsreglur þessar og aðrar ákvarðanir um innri málefni.

(17)

6. KaFli

Undirbúningur mála fyrir

lokaafgreiðslu

44. gr.

Tillöguflutningur

Öll mál skulu flutt skriflega og inni-halda tillögugrein. Sú stofnun eða þeir fulltrúar‚ sem flytja tillögu‚ geta einnig afturkallað hana.

Varamanni‚ sem hefur ekki komið í stað aðalmanns‚ er heimilt að undirrita þingmannatillögu‚ en hann getur ekki sjálfur verið flutningsmaður hennar.

45. gr.

Samráð og álit

Varði mál fleiri en eina nefnd skulu nefndirnar hafa með sér samráð. Forsætisnefnd, fag- nefndir og eftirlitsnefnd geta leitað álits annarra nefnda ráðsins á málum sem eru til meðferðar.

46. gr.

Nefndarálit

Nefnd sem fjallar um ákveðið mál‚ semur nefndarálit með rökstuddri tillögu um ákvörðun þeirrar stofnunar ráðsins sem annast lokaafgreiðslu málsins.

Nefndarfulltrúa er heimilt að bóka fyrirvara við nefnd-arálit samkvæmt 45. gr. Feli fyrirvari í sér tillögur um ákvörðun skulu þær settar fram í sömu röð og í nefndarálitinu.

47. gr.

Tímasetning lokaafgreiðslu Óheimilt er að afgreiða nefndarálit á þingfundi fyrr en daginn eftir að það var lagt fyrir þingið‚ nema tveir þriðju þingheims samþykki slíkt.

(18)

48. gr.

Tóm til umræðna

Áður en þing tekur ákvörðun um mál ber að gefa þingheimi kost á umræðum.

49. gr.

Vísað aftur til nefndar

Þingi er heimilt að vísa áliti aftur til nefndar. Komi slík tillaga fram í umræðum skal gera hlé til að gefa fulltrúum kost á að tjá sig og taka ákvörðun um tillöguna. Hljóti hún samþykki er afgreiðsla málsins stöðvuð. Að öðrum kosti halda umræður áfram þar sem frá var horfið. Ný tillaga um hvort vísa beri tillögu aftur til nefndar er tekin fyrir að loknum umræðum.

50. gr.

Frestun máls

Þingið getur frestað afgreiðslu máls á sama þingi eða til síðara þings. Seinni kosturinn krefst tveggja þriðju atkvæða og að málið verði tekið til nýrrar meðferðar. Að öðru leyti gilda ákvæði 49. gr.

51. gr.

Ný tillögugrein

Óski fulltrúi eftir að leggja fram aðra tillögugrein á máli en þá sem fram kemur í nefndar-áliti skal gera það skriflega og dreifa til fulltrúa ef ekki er augljóst hvað í henni felst. Standi umræður yfir er fulltrúanum heimilt að fá orðið án tafar og leggja fram tillögu sína án rökstuðnings. Fresta ber málinu á þinginu ef þriðjungi viðstaddra fulltrúa ber saman um það.

(19)

7. KaFli

Umræður og ákvarðanir á þingi

52. gr.

Mælendaskrá

Forsætisnefnd er heimilt að setja reglur um röð ræðumanna á mælendaskrá. Liggi slíkar reglur ekki fyrir fá fulltrúar orðið í þeirri röð sem þeir tilkynna sig á mælendaskrá.

53. gr.

Réttur til andsvara

Fulltrúi‚ sem efni framsöguræðu varðar beint‚ á rétt á tveimur tækifærum til andsvara óháð mælendaskrá. Ef ekki er annað ákveðið samkvæmt reglum 21. gr. getur fundarstjóri einnig gefið öðrum fulltrúa tækifæri á andsvari í hæsta lagi tvisvar sinnum. Efni andsvars má eingöngu varða upplýsingar, leiðrétt-ingu eða svar og má það ekki vera lengra en tvær mín-útur‚ ef annað er ekki ákveðið samkvæmt reglum 21. gr.

54. gr.

Ræðutími

Þingið getur að tillögu forsætis- nefndar eða fundarstjóra takmarkað lengd ræðutíma við umræðu eða við hluta þingfundar. Heimilt er að ákveða slíkt á meðan umræður standa yfir.

55. gr.

Lok umræðu

Að tillögu fundarstjóra eða fimm fulltrúa geta tveir þriðju þingheims tekið ákvörðun um að ljúka umræðu um ákveðið mál. Óheimilt er að efna til umræðna um slíka tillögu.

(20)

56. gr.

Ákvarðanir

Að umræðum loknum tekur þing-heimur ákvörðun. Fundarstjóri skal leggja hverja tillögu fram á þann hátt að hægt sé að samþykkja hana eða synja, með já eða nei. Atkvæðagreiðsla skal fara fram ef fulltrúi eða fundarstjóri telja úrslitin óljós.

57. gr.

Atkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla er opinber og fer fram með nafnakalli eða rafeindabúnaði. Hægt er að greiða atkvæði með eða á móti ellegar sitja hjá. Falli atkvæði jöfn ræður hlutkesti.

Atkvæðagreiðsla hefst á því að greidd eru atkvæði um breytingatillögur sem eru ósamræmanlegar aðaltillög-unni þar til aðeins ein þeirra stendur eftir. Að lokum stendur valið um hana eða aðaltillöguna.

58. gr.

Fyrirspurnir

Fulltrúar geta lagt fram fyrirspurn-ir til ríkisstjórna, landsstjórna‚ Naalakkersuisut eða ráðherranefndarinnar. Munnleg fyrirspurn skal lögð fram og henni svarað í sérstökum fyrirspurnatíma‚ sem fram fer að tillögu forsætisnefndar‚ samkvæmt ákvæðum 21. gr. Skriflegri fyrirspurn ber að svara ekki síðar en sex vikum eftir að hún berst viðtakanda.

(21)

8. KaFl

Kosningar

59. gr.

Kjörnefnd

Kjörnefnd skipa sjö fulltrúar og velja þeir formann og varaformann úr eigin röðum.

60. gr.

Ákvarðanir

Ákvæði í 2. mgr. 27. gr. eiga einnig við að breyttu breytanda.

61. gr.

Útnefningar

Flokkahópar og fulltrúar sem standa utan flokkahópa fá frest‚ sem kjörnefnd ákveður‚ til að útnefna frambjóðendur til kosninga sem fram fara á þingfundi. Landsdeildirnar tilnefna þó frambjóðendur til forseta og varaforseta sem og fulltrúa í eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingarbankans, stjórn Norræna menn-ingarsjóðsins og Norræna ráðið um málefni fatlaðra. Við útnefningar ber að gæta jafnvægis milli landa og kynja.

62. gr.

Kjörtímabil

Kjörtímabil er næsta almanaksár ef ekki er kveðið á um annað.

63. gr.

Tillögur kjörnefndar

Kjörnefnd leggur fram tillögur að nöfnum og einnig fjölda fulltrúa ef þörf krefur. Í því sambandi ber að virða 2. mgr. 61. gr.

Þingfundurinn getur fellt tillögu nefndarinnar en ekki gert breytingar á henni. Verði tillagan felld fer fram leynileg kosning eins og kveðið er á um í 64. eða 65. gr.

(22)

64. gr.

Kjör einstaklings

Nú skal aðeins kjósa einn einstakling og fer þá fram leynilega kosning ef fulltrúi óskar þess.

65. gr.

Hlutfallskosning

Nú skal kjósa tvo einstaklinga eða fleiri og fer þá fram leynileg hlutfallskosning ef þess er óskað af fjölda fulltrúa sem samsvarar fjölda viðstaddra fulltrúa‚ deilt með fjölda þeirra sem kosnir eru‚ að viðbættum einum.

66. gr.

Framboðslistar

Við hlutfallskosningu ber að gera nauðsynlegt hlé á þingstörfum svo hægt verði að setja saman framboðslista. Nöfn á framboðslista skulu aldrei vera fleiri en fjöldi þeirra sem kjósa skal og skulu nöfn frambjóðenda standa í þeirri röð sem óskað er eftir að þeir verði kjörnir. Framboðslista undirriti ekki færri en tveir fulltrúar og skulu þeir afhentir skrifstofunni áður en sá frestur sem fundarstjóri ákveður rennur út. Listarnir eru tölusettir í þeirri röð sem þeir berast. Við atkvæðagreiðslu rita kjósendur tölu framboðslistans á kjörseðilinn.

67. gr.

Kosningaaðferð

Úrslit hlutfallskosningar ráðast af deilireglu sem kennd er við d’Hondt. Í hverri umferð atkvæðagreiðslu nær kjöri einstaklingur af þeim lista sem hlýtur hæsta tölu. Viðmiðunartala lista er sú sama og fjöldi atkvæða svo fremi sem enginn á listanum hefur enn verið kjörinn. Þegar einn nær kjöri er þeirri tölu deilt með tveimur, þegar tveir hafa náð kjöri er henni deilt með þremur og þar fram eftir götunum. Falli atkvæði jöfn eða viðmiðunartölur eru jafnar ræður hlutkesti. Frambjóðendur ná kjöri í þeirri röð sem þeim er stillt upp á framboðslista.

(23)

68. gr.

Aukakosning

Ef þörf er á aukakosningu á milli tveggja þinga efnir forsætisnefnd til hennar þegar borist hafa útnefningar skv. 61. gr. fyrir þann skilafrest sem forsætisnefnd ákveður og að fenginni tillögu kjör-nefndar.

69. gr.

Staðgenglar

Í forföllum fulltrúa á vettvangi annarrar stofnunar ráðsins en þingi eða eftirlitsnefnd velja flokkahóparnir staðgengil fulltrúa úr hópi fulltrúa eða staðgengla í ráðinu. Flokkar sem standa utan flok-kahópa tilnefna þó staðgengla fulltrúa sinna. Fulltrúar Álandseyja‚ Færeyja og Grænlands tilnefna varamann í forföllum aðalmanna. Um staðgengla gilda allar sömu reglur og um fulltrúa í öllum nefndum ráðsins.

(24)

9. KaFli

Önnur ákvæði

70. gr.

Tungumál

Tungumál norrænu ríkjanna eru talin jafngild á fundum Norðurlandaráðs. Vinnutungumálin eru danska, norska og sænska. Túlkað er á og úr finnsku og íslensku eftir þörfum. Þýða ber mikilvæg skjöl á tungu-mál norrænu ríkjanna.

71. gr.

Hlutverk í nefndum ráðsins

Fulltrúa er skylt ef sérstakar ástæður mæla ekki gegn því að eiga sæti í forsætisnefnd, fagnefnd eða eftirlitsnefnd.

72. gr.

Vanhæfi

Engum er heimilt að taka þátt í með-ferð mála sem beinlínis snerta hann eða hana eða nána venslamenn.

73. gr.

Reglur

Á fundum er engum heimilt að tala ótilhlýðilega um aðra, nota móðgandi orðbragð eða á annan hátt tjá sig með orðum og gerðum sem stríða gegn góðri reglu. Trufli áheyrendur fund með framkomu sinni er heimilt að vísa þeim á dyr. Myndist ókyrrð er fundar-stjóra heimilt að vísa öllum áheyrendum á dyr.

74. gr.

Skrifstofa ráðsins

Skrifstofa ráðsins sér um framkvæmd funda í samstarfi við skrifstofu landsdeildar í því landi sem fundir fara fram.

Forsætisnefnd ræður starfsfólk og setur starfsreglur fyrir skrifstofu ráðsins. Skrifstofan undirbýr mál sem eru til meðferðar á vettvangi stofnana ráðsins og skal það gert í samstarfi við skrifstofur landsdeilda og flokkahópa.

(25)

75. gr.

Landsdeildir

Landsdeildirnar velja sér formann og varaformann úr eigin röðum.

Hverri landsdeild ber að fylgjast með því að ákvörð-unum, einnig þeim sem teknar eru hjá ráðherranefnd-inni, verði fylgt eftir í heimalandi hennar.

76. gr.

Skráning flokkahópa

Forsætisnefnd setur reglur um skrán-ingu flokkahópa og fulltrúa þeirra.

77. gr.

Fjárveitingar til flokkahópa Flokkahópar fá fjárveitingu til starf-semi sinnar frá ráðinu að því tilskildu að þeir hafi skilað skýrslu til skrifstofunnar sem sýnir að þeir hafi uppfyllt ákvæði 9. gr. á undangengnu ári. Verði breytingar á flokkahópi‚ sem gera það að verkum að ákvæðunum er ekki fullnægt‚ fær hann á næsta ári aðeins fjárveitingu‚ sem samsvarar fjölda þeirra fulltrúa sem eftir sitja. Fjárveitingar miðast við sömu grunnupphæð fyrir alla hópana og ákveðna jafnaðargreiðslu á hvern fulltrúa. Forsætisnefnd ákveður upphæðina við gerð fjárhags-áætlunar fyrir tiltekið ár.

78. gr.

Fjárveiting til fulltrúa

Fulltrúi sem stendur utan við flokka-hópa fær sams konar jafnaðargreiðslu að því tilskildu að enginn flokkahópanna fái jafnaðargreiðslu fyrir sama fulltrúa skv. 77. gr.

79. gr.

Reikningsskil

Hafi fulltrúi fengið fjárveitingu skv. 77. eða 78. gr. ber honum‚ ekki síðar en 31. maí‚ að skila ársreikningum fyrir undangengið ár. Forsætisnefnd fer yfir reikningana á fyrsta fundi sínum eftir 31. maí og er henni þá heimilt að setja nánari reglur um reikningsskil.

(26)

80. gr.

Frávik frá starfsreglum

Þingið getur í sérstökum tilvikum vikið frá starfsreglum að tillögu forsætisnefndar og með tveimur þriðju atkvæða.

(27)
(28)

Ved Stranden 18 DK-1061 København K www.norden.org

Norðurlandaráð var stofnað 1952 sem

samstarfs-vettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna Danmerkur‚ Íslands‚ Noregs og Svíþjóðar. Finnland gerðust aðilar að samstarfinu 1955. Þegar Norræna ráðherranefndin var stofnuð 1971 var ráðinu breytt í samstarfsvettvang þjóðþinganna.

Norðurlandaráð skipa 87 þingmenn sem

þjóðþingin tilnefna. Sendinefndir Álandseyja‚ Færeyja og Grænlands eru hlutar af landsdeild-um Finnlands og Danmerkur. Norðurlandaráð tekur frumkvæði‚ veitir umsögn og hefur eftirlit með framgangi verkefna í norrænu samstarfi. Stofnanir Norðurlandaráðs eru allsherjarþingið, forsætisnefnd og nefndir.

References

Related documents

Method calls from synchronized blocks to other classes are not in- cluded in the call graph because the call graph would grow too big for the current implementation of Jlint..

Run−time Verification Static Analysis RV API Virtual Machine Bytecode Run−time verification algorithm Static Analysis algorithm Bytecode Control Flow Iterator

The overall objective is analysed with a focus on drivers and barriers behind interorganisational collaborations on excess heat utilisation, important components of

Citation for the original published paper: Artho, C., Drusinsky, D., Goldberg, A., Havelund, K., Lowry, M.. 2003 Experiments with Test Case Generation and

Linköping Studies in Science and Technology Dissertation

This article combines the theoretical field of Industrial Symbiosis (IS) with a business model perspective to increase the knowledge about drivers and barriers behind the emergence

In this paper, we additionally investigate positioning based on time series of Time Of Flight (TOF) and Time Difference of Arrival (TDOA) measurements gathered from two base

Mikilvægt er að hafa í huga að það getur verið erfitt að ganga á Hornströndum og því er ekki mælt með því að fólk fari þangað nema í hópum.. Nauðsynlegt er að hafa