• No results found

"Núpufellsbók" : Gömul prentuð lögbók án útgáfustaðar og árs

N/A
N/A
Protected

Academic year: 2021

Share ""Núpufellsbók" : Gömul prentuð lögbók án útgáfustaðar og árs"

Copied!
21
0
0

Loading.... (view fulltext now)

Full text

(1)

"Núpufellsbók": Gömul prentuð lögbók án

útgáfustaðar og árs

Steingrímur Jónsson

Linköping University Post Print

N.B.: When citing this work, cite the original article.

Original Publication:

Steingrímur Jónsson, "Núpufellsbók": Gömul prentuð lögbók án útgáfustaðar og árs, 1997,

Ritmennt, (2), 35-54.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000576072

Copyright: The Author.

http://landsbokasafn.is/

Postprint available at: Linköping University Electronic Press

http://urn.kb.se/resolve?urn=urn:nbn:se:liu:diva-90453

(2)

RITMENNT 2 (1997) 35-54 111111111« ílillllllliltlltlllj| l l l l l l l HWI

Steingrímur Jónsson

„Núpufellsbók"

Gömul, prentuð lögbók án útgáfustaðar og árs

Oft er vandkvæðum bundið að ákvarða útgáfustað og ár prentaðra bóka frá fyrstu öldum prentlistarinnar. Á þetta ekki síst við um margt erlent fornprent. Með rann-sóknum sínum hafa fræðimenn þróað ýmsar vinnuaðferðir til að leysa úr þessum vandamálum. í þessari grein er m.a. beitt einni slíkri aðferð, sem felst í því að athug-aðar eru leturgerðir í öllum þekktum bókum sem prentathug-aðar voru á Islandi fyrir 1650, þegar reynt er að svara því hvar og hvenær íslensk lögbók frá því einhvern tíma milli

1580 og 1624 var prentuð.

M

enn eru á einu máli um að upphaf bókaprentunar á íslandi megi rekja til þess er Jón Arason biskup á Hólum fékk prentsmiðju hingað til lands um 1530.' Um prentarann, }ón Matthíasson sænska, er fátt vitað, t.d. er ókunnugt hvaðan úr Svíþjóð hann kom, ellegar hvort hann kom um Þýskaland. Hið eina sem með vissu er um vitað að prentað hafi verið á Hólum þessi fyrstu ár prentverksins er latnesk handbók presta,

Breviari-um Holense, árið 1534. Við siðbótina 1550 voru til 17 eintök

bókarinnar á Hólum, og síðasta eintakið sem kunnugt er um eyðilagðist í Kaupmannahafnarbrunanum mikla 1728. í upphafi 20. aldar fundust í gömlu bókbandi í Konungsbókhlöðu í Stokk-hólmi tvö blöð úr gömlu brevíaríi, og eftir samanburð við þekkt brevíarí var því slegið föstu að blöðin tvö væru úr Breviarium Holense (Collijn, Isak (1914), bls. 14).

Árið 1535 fluttist Jón Matthíasson að Breiðabólstað í Vestur-hópi þar sem hann varð prestur. Ekkert er með vissu vitað um prentaðar bækur næstu áratugina, og það var ekki fyrr en eftir Um upphaf prentunar á íslandi má benda á Klemens Jónsson (1930) og tvö nýrri yfirlit sem annars vegar Steingrímur Jónsson (1989) og liins vegar Böðv-ar KvBöðv-aran (1995) hafa birt. Meðal veigamestu frumrannsókna á fyrstu áratug-um íslenskrar bókagerðar eru margar ritgerðir eftir Halldór Hermannsson, (1916), (1922), (1930), (1933) og (1942), og Jón Helgason (1936).

(3)

siðbótina 1550 að bókaprentun hófst að nýju á íslandi. Jón Matthíasson snerist til lúthersku og hélt áfram prestskap á Breiðabólstað. Árið 1559 var Passio eftir Antonius Corvinus prentuð og þremur árum síðar Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar biskups. Af bókum þessum er til sitt hvort eintakið í Konungs-bókhlöðu í Kaupmannahöfn, bæði óheil. Heimildir eru u m þriðju Breiðabólstaðarbókina en ekkert eintak hennar hefur varðveist.

Þegar Jón Matthíasson andaðist 1567 tók ungur prestur við Breiðabólstað. Það var Guðbrandur Þorláksson sem verið hafði við nám í Kaupmannahöfn og án efa kynnst prentsmiðjum og prentuðum bókum. Hvort prentverkið á Breiðabólstað olli ein-hverju u m að Guðbrandur tók staðinn er ekki vitað, en þegar Guðbrandur varð biskup á Hólum 1570 flutti hann með sér prentsmiðjuna til Hóla ásamt prentaranum Jóni Jónssyni, syni Jóns Matthíassonar, sem erft hafði prentsmiðjuna. Næstu árin og áratugina áttu þessir tveir menn eftir að vinna þrekvirki í íslenskri bókagerð.

Árið 1573 ritaði Guðbrandur biskup bréf á latínu til kollega síns í Danmörku, Péturs Palladíusar Sjálandsbisl<ups.2 Þar segir

meðal annars í íslenskri þýðingu:

Þegar ég heyri að þér getið nú útvegað pappír myndi ég gjarnan vilja fá hann hingað. I síðasta bréfi (sem ég var nánast neyddur til að skrifa fyrir auman landa minn og prest, sem kvaðst myndu fara til Kaupmanna-hafnar og beiddist þess að ég talaði fyrir málstað hans hjá yður í engan veginn auðveldu máli) bað ég yðar ágæti að 12 búnt yrðu send mér á komandi ári, bæði til þarfa skólans sem og til að prenta nokkrar smá-bækur sem gagnlegar væru skólanum og kirkjunni hér, því ég hef prent-smiðju sem er farin að gefa sig sökum aldurs en má gera við. Hjá mér er auk þess maður sem lært hefur nokkuð til prentunar. Ekkert annað þarf því en pappír og prentfarva, sem ég bið að sendur verði mér tillagaður hálfur áttungur svartur litur. Nokkur skinn skulu einnig leggjast með, svonefnd þófaskinn.

Árið 1575 kom fyrsta bókin. Lífsins vegur, út og á næsta ári þrjár til viðbótar. En áður en þær voru tilbúnar bilaði prentpress-an. Þótt ekki verði annað skilið af orðum Guðbrands biskups í eftirgreindu bréfi en ómögulegt hafi verið að lagfæra pressuna, 2 Bréfabók Guðbrands, nr. 44, bls. 40-41.

(4)

RITMENNT NÚPUFELLSBÓK hefur það þó líklega verið gert og lokið við prentun bókanna. En

pressan hefur ekki verið til neinna stórræða, og þess vegna ákvað biskup að Jón Jónsson prentari skyldi fara utan til að útvega nýja pressu og jafnframt læra prentlist. Til kollega síns Péturs Pallad-íusar Sjálandsbiskups ritaði Guðbrandur árið 1576 meðal ann-ars:3

Hvað viðkemur prentsmiðjunni, þá hefi ég nú í nokkur ár orðið fyrir umtalsverðum útgjöldum, miðað við efni mín, við að koma henni í stand, og vil ég í stuttu máli gera grein fyrir stöðu málsins. Ég hef á þessu ári látið prenta nokkrar smábækur, en áður en prentarinn hafði lokið verkinu, brotnaði prentþröngin (eða pressan) vegna aldurs svo að ekki er unnt að gera við hana hjá oss. En þar sem ég hafði stofnað til þessara útgjalda til að útbreiða dýrð Guðs, er mér óljúft að láta þröngva mér til að hætta við hafið ætlunarverk. Þess vegna sendi ég prentarann minn til yðar til þess að hann dvelji einungis þetta ár hjá einhverjum prentara. Á þessum tíma á hann með ráði yðar og hjálp að sjá til þess að ný pressa verðí mér útveguð á minn kostnað og fyrir hæfilegt verð og á næsta ári koma með hana til vor. Vinur minn Níels bóksali hefur skrif-að mér og lofskrif-að skrif-að ef ég sendi drenginn skuli hann semja við prentara háskólans um að hann kenni honum þessa list. Prentarinn hefur sjálfur lofað honum því. í þeirri von fel ég yður þennan ungling Jón, sem ég myndi vilja að færi til fyrrnefnds prentara Andreasar þegar er hann kemur til yðar og dveldi hjá honum í vetur.

Þegar Jón prentari kom aftur til landsins hafði hann ekki ein-ungis hina nýju pressu með í farteski sínu heldur einnig nýtt letur, a.m.k. eina gerð og kannski fleiri, auk annars. Arið 1578 kom út fyrsta bókin sem prentuð var í hinni nýju pressu. Það var lögbókin Jónsbók, sem var prentuð með tveimur litum á titil-blaði, svörtum og rauðum, fyrsta íslenska bókin sem prentuð er með fleiri en einum lit. Ári síðar var ein bók prentuð, og því næst ný útgáfa lögbókarinnar 1580, en einungis var u m að ræða nýprentun nokkurs hluta bókarinnar þar sem villur höfðu slæðst inn - meginhluti bókarinnar var hins vegar óbreyttar arkir fyrstu útgáfunnar 1578.

Tvær bækur í viðbót voru prentaðar 1580ogein 1581. Þávarð nokkurt hlé þar til árið 1584 að Biblían, útlögð á norrænu eins og stendur á titilblaðinu, kom út í arkarbroti, titilblaðið prentað 3 Bréfabók Guðbrands, nr. 119, bls. 125.

(5)

með svörtum og rauðum lit; og bókin myndskreytt með 29

tré-skurðarmyndum af þýskum uppruna.

Á öftustu síðu Guðbrandsbiblíu stendur að „þessu biblíu-verki" hafi verið lokið á Hólum hinn sjötta dag júnímánaðar

1584. Það má ávallt deila u m hversu hárréttar dagsetningar af þessu tagi séu og hverju lauk nákvæmlega þennan dag, setning-unni, prentun fyrsta eintaks lokaarkarinnar eða prentun alls upplagsins. Hitt er staðreynd að það liðu fimm ár þangað til næsta rit var prentað. Það var Sálmabókin 1589 með svörtum og rauðum lit á titilblaði, og auk þess fyrsta íslenska bókin með prentuðum nótum. Prentun biblíunnar í stóru upplagi og arkar-broti var seinlegt verk, og svo var einnig u m setningu

sálmabók-arinnar og prófarkalestur af nótnaprentinu. Það má því geta sér

til að það hafi verið setningu biblíunnar sem lauk 6. júní 1584 og prentun hafi ekki lokið fyrr en nokkrum árum síðar. Þá tók við setning sálmabókarinnar og loks prentun hennar sem lauk eins og fyrr segir 1589.

Auk Sálmabókarinnar er til önnur prentuð bók með ártalinu 1589. Það er Summaria yfir það nýja testamentið, en prentstað-ur bókarinnar er Núpufell í Eyjafirði. Jón Jónsson hafði fengið konungsbréf fyrir ábúð á jörðinni þegar árið 1578 gegn því að starfrækja þar prentverk og prenta bækur fyrir biskup gegn hóf-legu verði. Líklega var það fyrst og fremst prentun Guðbrands-biblíu og setning sálmabókarinnar sem varð til þess að Jón prent-ari gat ekki flutt að Núpufelli fyrr en 1589, þótt ekki séu neinar beinar heimildir fyrir því. Ein bók í viðbót, Summaria yfir það

gamla testamentið, 1591, hefur Núpufell sem prentstað.

Frá árinu 1592 er Apologia, fyrsti bæklingurinn af þremur sem saman eru nefndir Morðbréfabæklingar - hinir voru prent-aðir á Hólum 1595 og 1608. Ekki er getið útgáfustaðar á bæk-lingnum 1592, og er hann því annaðhvort prentaður að Núpu-felli eða á Hólum. Frá árinu 1593 er ekki vitað u m neina aða bók, en frá 1594 er með vissu kunnugt u m tvær, báðar prent-aðar á Hólum, og önnur þeirra, Graduale eða Grallarinn eins og h ú n er jafnan nefnd, er jafnframt sú síðasta þar sem nafn Jóns Jónssonar prentara kemur fram. Hann hélt þó áfram prentara-störfum á Hólum allt til dauðadags árið 1616.

Frá 1594 til dauða Guðbrands biskups árið 1627 voru u m 60 bækur prentaðar á Hólum (Einar G. Pétursson (1986), bls. 5-26).

(6)

RITMENNT NÚPUFELLSBOK

STaittJa

»r'pu(í(ijba maDiir tlía piar Daffbj mabuf .bfte íogligur/oo ei vat |'u \húlt> (1,0 0f,

IJII ui|fc/ba furr þn pprer firt QjnCrt tjj

n þtne DauDa/3?u rfeuDiir ffu/fö rr c^f>

tur eDt íeingt/þa pprrrtfi fu ffttíto pp'rcr Q?o((iim/ <ánu l;n ma foma (inium n( íiiDa rp Díi uilí/þitiaf | rjeffii ficjq', fcf

fp <S«f«ito Duga/ 'X.SS.S^ft. @ín|í

inaDt |Ti a'bprgiaft uifui um ffuliba (pf(r,

ingar ffingi rim iij.2tr/fp ffnfío cr íiiini tiui o|.SJmi6rub/©nn cp ffullb cr mcu Habprgiff ei fcings SQitm ciin v. 2U

ffayi IX >

S3tn ffiarfofiicr vtcm gicrabt)

03 fifmt fa tna&t | S?irraD ér

ey> þn utlff foff bapa uni riífþurrf mo(/og a ougiiflii (grpmgia j fcui þirraDi/? uar ci fcar i)ía* fíuia þefgu/þa (S þfi íppna þn aD þeinuít

í'j'111/

<Sa(filt . _ .l K l l /« fB fifi ncpner fvimid R«/P« 1«

Itbi inaue/ «S'"sJ' mo» i M t°l ðlcP«

1 ouuaw1Si<-.. v

ffrtptX..

SSm SiaríofuerVmaS ^i c r n t ,5

^5K 03 íftitu S2KrabS c°f',cr (!Í,ri

' f M u D a u m ' a i b i u g i / í uij. na,

! « ,^f.-r 1? u m uoa iwi <»«t"»s)v - - i , „

t u r p p t t í ' c v w / * « « ' * ? * * ,

Of lítið N neðst á vinstri blaðsíðu s e m upphafsstafur í kapítula IX í Kaupabálki á blaðsíðu Þ l v í Lögbókinni 1580. - Eintak Landsbóka-safns. ! Státipa

«f pll((fi|6a mabur ella piarþafíbj tttflbur þíií £«^li3ur/aD etuar fu |ku(lb|uo c,t ^S öiff<7þa fuer þS pprer fltt !£nc|t cH (i l>ma t>auoa/3íu ftftiDt fTtullBXX.i>rí ureDi letugi/þa pprntft j'u ffulio pprrr 533ttuiti/<£im þatí ma foma þi'ium fil <&tOa ep Dfi ut((/þtiiaf i fgatlfe" ligo,t fof

tji ©alenot Duga/ DÍ.9S j>,ít.®>ngí rtiiDi ,lt ab>r jia|Tuifue" 'fkt'illDa (pfcf

til,) w íelg! cS 11 í. 2lr/ep ff u((D er tnifi) «ni VI.'>}unor>iD/S£íi fp fkullD cr mci ti aöprgi.t cilemgi íQiftueii V . 2U

.firtp. IX

53 tt giarfofnrr pfan S'JicraDs <0 fiemt fa maDt | t^ieraD er

tt> þu uillf foff í;apa vm fifff;ufrt f* mtl/og a oiia.uan (irpmgia f

þui jjieraDi/? oar ei þar 37at tfina &((ju/b.i ffj &fi f pprlfl bfi ao peimiU P)nu/.

feaífnr

flintl/? ep biinepurr þeimi'iftíf/Jja'flí ^iíftepiia bonum þangat/ci ffi þftfctgia as 3a((Dj maite nema þar (If/e8 ep t;IJ oií(ei iVigia/þa'lí þin (pfa uiibrr ooffat 'cg ftcpua boiitim þurrf j $arD er þaiiti btö.netna fla(?um fter/ogfafia bn þar. fliD.tii!i/þj cr og Dficff fteput btifnuui 'mtnne er ftvpnt er a Sfluprciii þar n þeir feppfitjl uiD/fuo (ia( cg emplrppil ;mtutte beimilepna fem !5onDa þang«»

f( u Srpnrgí þris er jfiafi yjirraDí/rlfa 'jS bBfppriit bfi af þeimiíf fi|mt/þar iR

uera f:m þafi feiger/nema þarl feige a»

»a((oi mait6/(íf mtjt maM ffal fef gitpa Hlíivuy

ú annars gie.

Í8m Jiarfofncr jnmnm JjirraDj ,53 ffudi yjieraDs fofncr ftan»» - «m Wþmge/ og V I I.Ottr*

ef^J fnr pprcr ? r|)frr/í »m íang*

Of lítið N endurtekið í Núpu-fellsbók. - Eintak Landsbóka-safns.

(7)

1-Z»g

Vandamálið

Stjjftf

0jlín&maa,£utmfamaft

JptW ©tttífRagmií 5íowgí JSonji

Éofiigror iiuiiiiinriar, <3o fciu IJÍIIIO

23rtf og gormufe oorror

Xftrftfm í£pt«*tím ^itttttRn

ol tUfln fcýgbohim ftm til rjnja ftingift ■

Os pctnlub eplíi 35on 09 gorloge #<íb

fltltgo ITCono fjono Öoiiofoimr Aoginimo

iS8a.

Titilblað prentað fyrir Jón Eiríksson.

Auk hinna fyrrnefndu tveggja útgáfna lögbókarinnar 1578 og 1580 er til hin þriðja. Sú, sem jafnan er nefnd „Núpufellsbók", er án útgáfustaðar og árs. Verður þessari nafngift af hagkvæmn-isástæðum haldið hér á eftir. Bókin er eins og hinar fyrri lögbæk-ur í áttablaðabroti og er f jöldi arka 35 í öllum bókunum, merkt-ar A-Þ og Aa-Ll, síðasta örkin þó einungis fjögur blöð.

Um Núpufellsbók eru ýmsar spurningar sem ekki hefur ver-ið svarað. Titilblað bókarinnar, þ.e.a.s. Alr og Alv, er autt og jafnframt er aftasta síðan, Ll4v, líka auð, en einmitt á þessum síðum var prentsögn fyrri útgáfnanna. Að öðru leyti fylgir Núpu-fellsbók hinum fyrri mjög nákvæmlega hvað útlit snertir, til dæmis er of lítið N sem upphafsstafur á síðu Þlv prentað eins og í fyrri útgáfum, hins vegar þó ekki á síðu Þ6r. Þá lýkur megin-máli Núpufellsbókar neðst á síðu Ff2r í stað þess að teygjast yfir á síðu Ff2v eins og í útgáfunum 1578 og 1580, en sú síða er auð í Núpufellsbók. Jafnframt eru bókarlokin aðeins öðruvísi.

Núpufellsbók er afar fágæt. í Konungsbókhlöðu í Kaup-mannahöfn eru tvö eintök bókarinnar, í háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn eru önnur tvö, og loks er eitt eintak í háskóla-bókasafninu í Lundi í Svíþjóð. Landsbókasafn á óheilt eintak. Annað eintak Konungsbókhlöðu (Ex. 2) er með titilblaði prent-uðu í svörtum lit og með ártalinu 1582. Það er þó vitað að þetta titilblað var prentað á 18. öld fyrir þáverandi eiganda bókarinn-ar, Jón Eiríksson, og ártalið ekki unnt að staðfesta með neinuni hætti og er því getgáta ein.

Menn hafa velt því fyrir sér hvar og hvenær þessi bók hafi verið prentuð. Ýmsar leiðréttingar við útgáfuna 1580 eru færðar inn í meginmálið á réttum stöðum í Núpufellsbók. Núpufells-bók er því prentuð eftir það, og hafa mcnn þess vegna sett

term-inus a quo við árið 1580. Annað eintak Núpufellsbókar í

há-skólabókasafninu í Kaupmannahöfn (nr. 314) er með áritun dag-settri 22. ágúst 1624. Hafa menn sett terminus ad quem við það ár. Um prentstaðinn er sú heimild elst þegar Árni Magnússon nefnir varfærnislega í bréfi 1699 - og vísar á almannaróm - að ,menn tala um Lögbók þrykkta að Núpufelli'. Næstum 30 árum síðar nefnir Árni bókina í bréfi sem þá ,prentuðu lögbók er menn kalla Núpufellsbók'. Hann lýsir bókinni jafnframt og segir ,að

(8)

RITMENNT NÚPUFELLSBÓK

hún er með óhreinum typis' og að í 31. kapítula Mannhelgi á síðu H3r standi Konur þær allar í stað Nonur þær allar í hinum eldri bókum sem sé prentvilla.

Ólafur Lárusson fjallar ítarlega um Núpufellsbók í formála sínum fyrir ljósprentun Lögbókarinnar 1578 sem er 3. bindi rit-raðarinnar Monumenta typographica Islandica, Kaupmanna-höfn 1934. Ólafur kemst m.a. svo að orði:4

Það er þó víst, að hér er u m sjálfstæða útgáfu bókarinnar að ræða. H ú n er prentuð með öðru letri en útg. 1578 og 1580. Letrið virðist hafa ver-ið gamalt og slitver-ið, og hefir þess verver-ið getver-ið til, að hún sé prentuð með hinu eldra letri prentsmiðjunnar, letrinu úr Breiðabólstaðarprentsmiðj-unni.

í prentsmiðjusögu sr. Gunnars Pálssonar, Typographia

Is-landica, sem skrifuð var um miðja 18. öld og aldrei hefur verið

gefin út í heild sinni, er fjallað um prentsmiðjuna að Núpufelli og lögbók sem prentuð var þar 1587, 1588 eða 1591, þó líklegast 1587.5 í söguágripi sínu um prentsmiðjur, sem að miklu leyti

byggir á prentsmiðjusögu sr. Gunnars, nefnir Jón Borgfirðingur lögbók prentaða að Núpufelli (Jón Borgfirðingur (1867), bls. 11). Síðan þá er jafnan talað um lögbók prentaða að Núpufelli.

Leturrannsókn

í prentsmiðjusögu sinni segir sr. Gunnar að tvær prentsmiðjur liafi verið starfandi samtímis í lolc 16. aldar. Hólaprentsmiðja hafi verið sú liin nýja sem Jón Jónsson kom með til landsins 1577, og Núpufellsprentsmiðja hafi verið sú sem fyrr var á Breiðabólstað. Jón Borgfirðingur teluir upp frásögn sr. Gunnars og birtir í söguá-gripi sínu. Síðar hafa ýmsir fræðimenn fjallað um málið og kom-ist að þeirri niðurstöðu að eld<ert styðji þá tilgátu að prentsmiðj-urnar hafi verið tvær. Engar heimildir séu um annan prentara á þessum tímum en Jón Jónsson, og el<kert mæli gegn því að það hafi verið Hólaprentsmiðja sem árið 1589 var flutt að Núpufelli,

Min kiere Broder Lawridtz I Bagge thil en Ihukommelse I Anno 1624. denn 22 Aug I denne Baag Wennligenn I thil henndes. C : E. - Áritað ein-tak háskólabókasamsins í Kaupmannahöfn.

4 Ólafur Lárusson (1934), bls.

(9)

ISÍ fs 'sit tu

n

W; * l flflan'ibeígl

fSi ttlifgiorbu/uida þtaupajt ottbati t>3i/ frrpie (a graría fí|tia fil er pprcr uauiröii Daro/ rp ftong6 um6o0s itiaOnr er ecft ticcr/ aO fafa faú maS í pisfra/* pfpt* ia i)aii unöer £05(13011 oom/pfaji fa (sae bj/ijiii.ir iiiinii |em 6rofíigi uaro «0 j)ii l'iui þiiergi uuOan Mjiipa.

gap. X X X I . .

íötn Æuenua £egorO 03 Tiicft

1 . fOnur pat alíar er inoiíuni er» '0\|kptlöar/og itienn uilia engua

P £t<*&1 a Icsgia/þo tafe emgmn

* Vitteira ricft a þm en lagancff fij. 2(ura/@n cp pranOi Sonuriar uilía ícjjgía lil ocnnar (jeian pplgiu flí|fa fcm

V). ©fpnfamer menn fia at> fjin mcige

UiO þcnne fafa cr S^onu (>cpur íéigif/

Pg viíí jianu þa ct ptjla (>a"na /þa \kal

þí.fí giaíloa fufau lííietl purer þa Komt

Sfi »»I- f « «

Prentvillan ,Nonur þær allar ...' á blaðsíðu H3r í Lögbók-inni 1580. - Eintak Lands-bókasafns.

og síðan til baka að Hólum einhvern tíma á árunum 1591-94. Sé þetta raunin þá hafa bækur prentaðar að Núpufelli verið prentað-ar með sama letri og bækur prentaðprentað-ar á Hólum.

Rannsókn á því letri sem íslenskar bækur voru prentaðar með á 16. og 17. öld getur því hugsanlega skýrt ýmislegt og auk-ið vauk-ið þá þekkingu sem til er u m fyrstu öld bókaprentunar á ís-landi.6 Bækurnar sem prentaðar voru og varðveist hafa eru sem

bókminjar afar mikilsverðar heimildir u m hvernig að prentun bóka var staðið. Spurningin er hins vegar hvernig lesa skuli heimildirnar og túlka þær.

Þýski bókavörðurinn og fornprentafræðingurinn Konrad Haebler (1857-1946) þróaði á árunum kringum síðustu aldamót aðferð til að skilgreina prentstíla. Haebler byggir á aðferð sem enski fornprentafræðingurinn Robert Proctor (1868-1904) kom fram með; og kynnti Haebler niðurstöður sínar og notagildi

að-ferðarinnar í hinu mikla riti sínu Typenrepertoríum der

Wiegen-drucke, sem út kom í 6 bindum á árunum 1905-24. Haebler

mælir 20 línur og fær með þeim hætti fram stuðul sem sker úr u m stærð letursins. Á þennan hátt reynir Haebler að finna út hvaðan týpurnar séu komnar. Til þess að geta enn frekar skil-greint uppruna letursins hefur Haebler sérstaklega rannsakað stórt M í gotnesku letri og stórt Q í latnesku letri (Haebler (1925), bls. 87-90).

Leturgerðir fram til 1650

Af bókum þeim er prentaðar voru á íslandi fyrir 1650 er vitað u m 101 titil sem varðveist hefur. Margar þessara bóka eru einungis varðveittar í einu eintaki, stundum óheilu. Flestir titlanna eru til í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn og margir eru til í Landsbókasafni. Sjö titlar sem ekki eru til annars staðar eru í Fiske-safninu í bókasafni Cornell-háskólans í Bandaríkjunum, eitt eindæmaeintak er í háskólabókasafninu í Uppsölum í Sví-þjóð og eindæmaleifar eru til í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi.

Hallbjörn Halldórsson (1974) rannsakaði fyrir u m hálfri öld letraval í íslensk-u m prentsmiðjíslensk-um á fyrstíslensk-u áratíslensk-ugíslensk-um bókaprentíslensk-unar á fslandi. Aðstæðíslensk-ur hans til rannsóknar voru allt aðrar og verri en nú gerist, t.d. var hann tilneyddur að notast við ljósprentanir í vissum tilvikum þar sem hann hafði ekki aðgang að frumprentinu sjálfu.

(10)

RITMENNT NUPUFELLSBOK

í Hamborg er varðveitt eitt eindæmaeintak, Bænabók, 1576, en því miður hef ég ekki haft tök á að rannsaka þá bók.

Allar hinar bækurnar 100 hef ég athugað í frumgerð og mælt samkvæmt aðferð Haeblers. I hverri bók hef ég valið þrjár síður af handahófi í meginmáli og mælt frá hæsta bókstaf í efstu línu niður að lægsta hluta í 20. línu. Nokkrar bækur var ekki unnt að mæla með þessu móti, t.d. nokkrar smábækur sem einungis höfðu 19 línur á síðu. I þeim tilvikum mældi ég 10 línur og tvö-faldaði síðan Haebler-stuðulinn.

Niðurstaða mælinganna er birt í Töflu 1. í nokkrum tilvikum munar einum millímetra á stuðlinum, en það er ekki óeðlilegt þegar tillit er til þess tekið að rakastig pappírsins gat verið mis-munandi þegar bókin var prentuð.

Yfirlitið sýnir að sama letur var notað í Breviarium Holense 1534 og í Breiðabólstaðarbókunum og fyrstu Hólabókunum. Haebler-stuðull letursins er 88 mm. Lögbókin 1578 og allar aðr-ar prentaðaðr-ar bækur til og með 1581 eru prentaðaðr-ar með nýja letr-inu, sem Jón Jónsson prentari kom með til landsins 1577 og hefur stuðulinn 95 mm.

Guðbrandsbiblía 1584 er prentuð með nýju letri sem hefur stuðulinn 101 mm, og Sálmabóldn 1589 einnig með nýju letri með Haebler-stuðlinum 76 mm. Þegar prentsmiðjan var aftur komin að Hólum 1594 voru prentaðar tvær bæl<;ur,

Catechism-us og Giaduale, með biblíuletrinu, og þriðja bókin, Um dóma dag, með sálmabólcarletrinu. Árið 1595 voru prentaðar tvær

bæluir, báðar með sálmabókarletrinu, og árið 1596 alls fimm bækur, þrjár þeirra með sálmabókarletrinu, ein með biblíuletr-inu og ein, Biblía Parva, með nýrri leturgerð sem hefur stuðul-inn 86 mm. Eftir það er biblíuletrið, sáhnabókarletrið eða Biblía Parva letrið notað við prentun allra bóka a.m.k. fram til 1650, ef undan er skilin latnesk málfræðibók 1616, Giammatica Latina, sem prentuð er með latínuletri. Málfræðibóldn er án prentstað-ar en að öllu leyti lík bókum prentuðum á Hólum.

L

EO'aimfKfgc

fiTi ittifgioriMi/uiíia bfatipiiff oiií>aOr)l/ írcpie frt araSa fijtin rif cr ppre vctuwbu i'.irD/ep Sfongs um6o06 ittaonr cr ccfi tiar/ao tatabaH man <t piofro/t plpf* ;<t bii uitöcr Sogligaii Oom/Dfatt fa pae &ot.)uitar m.irr fem brotífjji uarö nO bff

(kal l.ninr;).' unOaiin þlaupa.

StapXXXh

53.il SucSa Ccgorö 03 Dfictt sCnur þctrallar crmoiiii cru •• y|itpl(íarA9 mtn rjilinoiigita i

Jfi \ita3t a Ictjgia/þíi (afc cmcjífft

^ Vineua ricff a þffi cii fójaricff X11.2tur<J/e-ri <p prcenöi SótiRor 01I ia fcggia fifIpeiialíiclaiiprjígiuflilfa fiS V I . ©fpiifamcr men" fta ab þiii nicigl oiö bcnnc fafa cr JCptiu pc|sur IcigiD/ D-j "uill baiin þa ci pcffal)ana/ þa |lw( Þaff ái.illíct fl'|f«S 9f tcff wrer ki Ronu.

m

Blaðsíða H 3 r í N ú p u f e l l s b ó k þ a r s e m p r e n t v i l l a n h e f u r v e r i ð l e i ð r é t t . E i n t a k L a n d s -b ó k a s a f n s .

Niðurstöðui

Athugun mín á letrinu á Summariunum tveimur frá Núpufelli 1589 og 1591 leiðir í ljós að meginmál bókanna er með biblíu-letrinu en Morðbréfabæklingurinn Apologia 1592 er með

(11)

sálma-Bókarhnútur á blaðsíðu A4v í Lögbókinni 1580. - Eintak Landsbókasafns.

j

ee<p tnttnc vmm/ tet$£«£ n i <gciger/?3m 2t(bingi6 fl<i<fa!</ "3

lícpnbar Í S í e n / $ m ?Qjínc/ S3m g ) o m r o p í LS a3a®KPm'

ÍTaip. '!>

i K 3 © Í Ö K P ð ®e S a n í>©í0 <B^3©£3J<

> meb off oullum £t>3HlS

jmdmim mt og lautiaw. y@un mcr (tiulum tau3» v, »;>*<-- .. ítþíge.twí eiga/aö 2t«E* ot'o/ a.pingíTaD ricífwn/aÆolp mau* ubum tntcrium/ og foma þat;a P «l l t»

EWelfu apfmt. parfituíu al(ct fomnet ofporpoKo loufit/þcir fcm (il Scfgpmð1*

eru uepnbet. € n SÖal.bjmcit fttutu uepnf þapa fil Qtlþingis pptet paffcet fo mat* fio EOJen t>r pinge i)ueriu/fcm þiet »{?' ifar/tbur þeirta íögítger, vmboöimcn/

31 v. P 8

Blaðsíða A4v í Núpufellsbók án bókarhnútarins. - Eintak háskólabókasafnsins í Lundi.

TO^gmn ftortga bí^t>umtti(i»ni i vcÞfci'i/ #9#fTmðg

fi'allimr þutr.t ^fWdtl ojf u'.'iir. Sw!l

eftiiocfnC> iiýi|"ainli«r (/ fo.tii Þ«t> ellor ■J'fi^it) tórifh SDrorntc

JWii / ó a » t"Ja)Sii |Te 'M-i 10 «>m íllar -4IÍ0-.T íTc.v

<Jli« SlílítCí

£)ter S^cfiir pínefiirar f «lf.

O a SScigrr/^míílþiiiftn (tticfaii/og! Jlipnfcir SWcn/ íQm 2)itm/g3m íöomtop { ínjo fcí'pnt £ðp. I. 3í3SbÓa«fl»t'J«n rít»r»s5<rKytai5ð eso 6nK3ett fi<

' mtooífoidu ísgþigi* morluni mi T |ci|.iiitii.

(fiiii 'Jlrr Idiiu íenfl

þigi ocrttigo/ít/2iuF «r a/« Þmafo11 ticftuni/d 3.c(|s hwii

B&H.TI (mmuiti/og f»m« þor a pciura EMcTu apf.rn. Par ffuíti «11« fenintr ett [»r|ijl(a laiifti/þcitfrm fllíc-gþlgis <tu itr[iiiOef,<$rm ÍO<llb|rj) (fulu iwpi:l

tnfn ft( 5lli)»ijn piptcr paffcr fo irMtr

il.i j)í:ii »r piiicic (jurnu/fm l;icr o<" lí»r/(ln þ'itta jojjligct t'nibobjm«ty

» » . O í

(12)

RITMENNT NÚPUFELLSBÓK

' McgiffUt <£p CWatf ffeinat ctu uppfcfnet <£B mabt CDitoifar ebi <Spgur pieu«»

gap. X I

© s mabur tefur ÍQuanner ebut ftccput (£ap. X I I

ÍJuetfu opoÞtir ffal íafa S a p X I I I íOm DD7iff5aug«

iluab CWifpangi rr tbur ci

S a p X I H I ' $}iierurn pimbi ffal (pfa @p uegBaranbt menn pinna fcíut @p p<e pmft) 3?tbu

£ap. X V £Öm gepmflu a pcninguin

@.p. X V U íOm 2£6t?tgb a S«ii6 pic

föB mabur tcfur grip mane an lcppi* €ay.XVII

@p mabi (ier abruiu ©fip ebt SQroff <t

v\ll ci ballba fijban

<£p CKabi Iier Bbriim þ«t !>oiiuin tt Iicb

■ __, Stcgiffur aiiuaro SÖ mnumann, _i _ <2ap. X V I I I SOm ©iipf og ÍQeopií

S a p . X l X íöm @iba pPrrr Dbota maí

@ap. X X <giDuc umriij. CWarfamal;

Sap. X X I . ©ibur um ». COfarfa mal " 50m «y?emf«ie mcnn

L _., %.X'XÍIL

9 1 « ©afeprrret rieít godoínrt tat

þueriu M'

Vignetta í lok Registurs á blaðsíðu Hh7r í Lögbókinni 1580. - Eintak Landsbóka-safns.

STcgiffnr ffp OTarf ftc.'.ar cruopptcfncr Cp mnbur CD íiolfar ebt éífltir MCIUIÍ

Sap.XI. ■■■■■■■-<&\í mabur fefnr íjuaunrrceur 9?apur

C«p.XII. 5}uerfu apebur |fal f«f« @apifuíiXIII. SOm rnifpanja

5Tua» COfifpanai er rbttr ci <£«». X I I I I . i^ticrncn punbi ffa( íefa K'f); »e<jparanbe mettii puiua í;Inf <£p pie pmft) 3etbu < í

£«p. X V . ÍÖrit Be!>mflu a 3>cmiigiim

^-.ebp.xvi. • ' "

«8m 36crgb <t [an» pie

<gp m«Dur frfnr nrip iti«n» «n ÍCÍBÍ* i<sSíp.XVII. '»' ' tgp mabnr (irr eCrumt£fip cenr^rcff «3 BIK fiai þodba fijbnii

<Ep• m«b» Iitt tbttim fcf (;siii;n. cv li<»

Stffll/tur i <SU COf Jítif f Jpur ©f ipan / eíur ,trUt

ctnmirn íQm«um«tm ' ®«p. X V I I I .

5ðm Supí eg SOeoptr

e«p.xix.

ÍÖat (2ib« pprer Deo ta m«f 6«p. X X . ©ibur vm prtttan marfa 077«!

ö'ep.XXI. «i6«t Dm V.COJarfa maf ÍO 11 Cylílllflf 15 ll|;|,|,

« - , ^ ' í - X X I I I . 9(*r gkfcprer »r n<tt aoKbinn ea t !»iieri«

Vignettan ARCA NOE á blað-síðu Hh7r í Núpufellsbók, sú sama og á titilblaði Lífsins vegar 1575. - Eintak Lands-bókasafns.

(13)

Tréskurðarmyndin á blaðsíðu A l v í Lögbókinni 1580. -Eintak Landsbókasafns. cBubStlKfHuw/ trjorege »f Si/ 6on fc«fon«i: ,B.fgs/ 6on«í fon6nrÍ8 So« i!ge/6íb<r ClW .,. — > u , ^ \ y, -*.»* um<Bub$ vin6 og rú'nnma 3P«nbe/ AucbinCBub) 03 fiÚnV þícr vifib «b þúitr rfcilrt)ruf> nr

«M'»nbt b«*a i&uBliSftBWfeWWOtr

, «b Þterbaíi&fpiirt/ íbw'erbppumblu11 l! «ft/«b$»f«VlocFut vm íleP«rlP96cttt

ItnoregeSongoriit. mjþfiMWu™"<«

íittt í>lutl«U8 vcr« beirra vm6ot«. tCn Sierffcuhit vi.t««t oíf ^t «bur vel Pjjrtr •*b (ia/tntincf«nlig« nii 6e(l/þ«J P-m bitc '"tre#ib fuo mirib «vor» / flovlt«/«b \>iet

bíjmbut b«n« «11« I vor* (fcip^.n / P«r ÍÍP

I «bt«írt/ 03í>«b vib«b lc?gi«Jtm oíf

\ í»cfltel?tr«/ mcb þtíífl fcflu »WW w*t/

"" "~

3

bókarletrinu. Eða með öðrum orðum: Letrið á bókunum sem prentaðar voru að Núpufelli er hið sama og prentað hafði verið með á Hólum á árunum næst á undan og næst á eftir. Það hefur því ekki verið u m að ræða að tvær prentsmiðjur væru samtímis í landinu sem prentuðu sín með hvoru letrinu.

Athugun á letri Núpufellslögbókarinnar leiðir í ljós að það er hið sama og á lögbókunum 1578 og 1580. Staðhæfing Ólafs Lár-ussonar u m að Núpufellsbók sé prentuð með letrinu frá Breiða-bólstað stenst því ekki. Skýringar á staðhæfingu Ólafs gæti þó verið að leita í þeirri staðreynd, að meginmálið er prentað með letrinu, sem Jón Jónsson kom með til iandsins 1577, en formál-inn hins vegar með gamla ietrinu frá Breiðabóistað, og á það við u m allar þrjár útgáfurnar.

Hvernig stendur þá á því að letrið á Núpufellsbók er ,gamalt og slitið'? Fyrir því getur varla verið önnur ástæða en sú að marg-ar bækur hafi verið prentaðmarg-ar með letrinu áður en Núpufellsbók var prentuð.

Á árunum 1578 til 1581 voru prentaðar sex bækur með lög-bókarletrinu, þ.m.t. lögbókarútgáfurnar tvær. Prentunin er í

(14)

öll-RITMENNT NUPUFELLSBOK

/f; */? ^éí%- • • ; W

fl

^

ue

^

011

^ *"?

■f V . í'í: limbuv tjfijiiijt'/Sutmuiib te&vSiVmj v>ý\)b.x ð'vri íhftv^uv •EivjiujKwyi . fonCo fjácjij'm WVj 'vCíni'"*

l<H>><aimnl Vw ^ V V .-Sfiibi lt.(.>|.inW>fct <W&j

itíw* tnyfkun/

Worcgj SíHtgiir/ Son 6ató«r ^Ro* f-'ngc / öonarfon,'

6úrú<2ioiigu/rai> bcr .ílliT (fi'iibí- VÍ.11T

CSftjranii >t 3(VutiN:/Z1*c!)r.i (ffubo o j

ftjna. tJt'tí »úib ab þúta fKtlt!Jfu|iu ni <t 3 | U b i / þ«y« fbuglíja fjicrir flvrc 0<T

*t þur l;«^il | \ tirr/ ar vtcr þofú þliir t

art nt Cccra nortut wn *a!efI«r!!.og6*ri l norcgo Kotigo Htjfc nitb 'friia ícflw maría r«bc ■» Scbir offat fber i o g S o í fjivllbcct (?Iurlauj»tr4 bctrra»iii6ot.» <Eii Þtcr fRlut vt'ut «t off P«r «bt »el »,frc «r (ftt/rii aiicrVinlrjatiu Cefi/ þ«* icni Víct rrcf[hir fVmiftt « »or« pors> fi.t/.ib 4>ia bitjnibub þ«n« «11« i »or.t Oftpíit/þar «p «t t « t « / o g t>«t> *i>> <tb lcggta |bn off pttttc S^pri'/ HWS twiiiatcliti trwrtít r«bc / 'tDg «p buf bop

u m tilvikum vel af hendi leyst, og letrið langt frá því að vera orð-ið slitorð-ið þegar síðasta bókin er prentuð 1581. Eftir 1581 k e m u r lögbókarletrið ekki fyrir í meginmáli nokkurrar bókar sem vitað er u m a.m.k. fram til 1650, og hið sama er u m Breiðabólstaðar-letrið að segja. Eina undantekningin er Núpufellsbók.

Þótt letrið á Núpufellsbók sé hið sama og á fyrri útgáfunum, og bókin að öllu leyti sniðin eftir h i n u m fyrri, er engu að síður verulegur m u n u r á. Er þá ekki átt við ,gamalt og slitið letur' heldur ýmislegt annað. Eitt þessara atriða eru stórir upphafsstaf-ir, s e m eru mjög margir. Engir þeirra sem notaðir voru í útgáfun-u m 1578 og 1580 k o m a fyrir í Núpútgáfun-ufellsbók. Upphafsstafirnir í Núpufellsbók, sem eru fremur illa skornir, k o m a ekki fyrir í n e i n u m öðrum b ó k u m íslenskum frá því í kringum 1600, ef undan er skilið stórt Þ á s í ð u n u m B8r, D6r, Z2r og DD3v, s e m m.a. er notað í Guðbrandsbiblíu en er ekki í lögbókunum 1578 og 1580. í lögbókunum 1578 og 1580 er ein vignetta, bókarhnút-ur, prentuð á tveimur stöðum, fyrst í lok formálans á A4v og síð-an í lok meginmáls lagabálksíð-anna á Ff2v. Þessari vignettu er al-farið sleppt í Núpufellsbók. í stað tveggja m i s m u n a n d i vignetta,

Blaðsíða A l v án tréskurðar-m y n d a r i n n a r í Núpufellsbók. í h a n d r i t u ð u vísuna á auðu síðunni hefur nafn eigandans, G u ð m u n d a r Þorsteinssonar, verið bundið: Lógbok lista rijkur I lundur hrijngs G u d m u n d u r I Þorarinz dýgda dýri I Diarfur eignast arfi I land biggia lög reindra I leid o m i n d þui eýdir I Sendi lijd sannleikz andj I s æ m i legt riett dæmj

Þ.E.S.

- Eintak háskólabókasafnsins í Lundi.

(15)

Sv[ejrn] J[on]sson med eiginn I hendi og er vel at I kominn þat er ieg I vist hit sama os S[v]eirnn J[o]nsson a Bokina I med riettu anno 1622

- Áritað eintak Konungsbók-hlöðu.

sem eru á Hh7r og Lllv í útgáfunum 1578 og 1580, er í Núpu-fellsbók á báðum stöðum notuð sama vignetta, sem prentuð var á titilsíðu í fyrstu Hólabókinni 1575, Lífsins vegi, og sýnir örk-ina hans Nóa (,ARCA NOE'). Þar átti vignettan með réttu vel við en miklu síður í lögbókinni. Loks er tréskurðarmyndin á síðu A l v í útgáfunum 1578 og 1580 ekki í Núpufellsbók heldur er síðan auð. Það er með öðrum orðum greinilegt að ýmislegt af því sem notað var við lögbókaprentunina 1578 og 1580 er ekki til staðar þegar Núpufellsbók var gerð.

Hvenær var Núpufellsbók þá prentuð? Hér skulu talin rök með og á móti þremur hugsanlegum tímasetningum, þ.e. í fyrsta lagi nálægt teiminus a quo 1580, u m Núpufellsskeiðið

1589-1594, og loks nálægt terminus ad quem 1624.

Það er í rauninni einungis tvennt sem styður að Núpufells-bók hafi verið prentuð á árunum upp úr 1580: Ártalið 1582 sem Jón Eiríksson lét prenta á eintak sitt af bókinni á 18. öld, og vangaveltur sr. Gunnars Pálssonar um lögbók prentaða að Núpu-felli, líklegast 1587. Fyrir þessum ártölum eru þó engar haldbær-ar röksemdir. Á móti prentun Núpufellsbókhaldbær-ar á þessum árum mælir í fyrsta lagi það að líklega hefur verið til dálítið prentað upplag bókanna 1578 og 1580 og eftirspurninni eftir lögbókinni, sem allir þurftu reyndar á að halda, hefur væntanlega verið full-nægt um þær mundir. Vöntunin á hinum upprunalegu upphafs-stöfum, vignettum og tréskurðarmyndinni bendir til að lengra hafi liðið þar til Núpufellsbók var prentuð.

Þyngstu rökin fyrir því að Núpufellsbók hafi verið prentuð á Núpufelli 1589-1594 eru orð Árna Magnússonar frá 1699 og 1728, sem fyrr er getið. Vert er þó að undirstrika rækilega að Árni vísar í almannaróm:,... menn tala u m lögbók ...' og,... sem menn kalla Núpufellsbók ...'. Árni fullyrðir ekkert sjálfur u m prentstaðinn og tekur ekki afstöðu. Rökin sem nefnd hafa verið, að lögbókin hafi verið prentuð að Núpufelli með gamla letrinu frá Breiðabólstað standast ekki, eins og sýnt hefur verið. Móti Núpufelli talar að þekktar bækur prentaðar þar eru vel úr garði gerðar, gagnstætt því sem segja má u m lögbókina. Núpufellstím-inn er á hápunkti starfsferils Jóns Jónssonar prentara og því óhugsandi að hann hefði staðið að svo ljótri prentun sem Núpu-fellsbók er til vitnis um. Tímabilið er líka of nálægt 1580 til að

(16)

RITMENNT NUPUFELLSBOK skýra hvers vegna vantar upphaflegu upphafsstafina,

vignetturn-ar og tréskurðvignetturn-armyndina.

Hvaða rök eru þá með og á móti árunum fyrir 1624? Athug-u n á öllAthug-um þeim sex eintökAthug-um sem varðveitt erAthug-u af NúpAthug-ufells- Núpufells-bók leiðir í ljós að það er ekki einungis annað eintakið í háskóla-bókasafninu í Kaupmannahöfn (nr. 314) sem er með áritaðri dag-setningu 1624, sem ákvarðað hefur terminus ad quem, heldur er dagsett áritun árið 1622 á öðru eintakinu í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn (Ex. 1), því eintaki sem Jón Eiríksson ekki átti. Einnig er áritun bókareiganda á eintaki háskólabókasafnsins í Lundi, fyrst með ártalinu 1624 sem strikað er yfir og breytt í 1625 eða 1627, og síðan ný áritun með ártalinu 1630. Þetta er spennandi! Það er ekki nóg með að áritunin á eintaki Konungs-bókhlöðu færi terminus ad quem frá 1624 til 1622, heldur er það merkilegt að þrjú af hinum sex þekktu eintökum af Núpufells-bók séu með árituðu ártali skömmu eftir 1620. Bendir þetta kannski til þess að bókin hafi verið prentuð u m þetta leyti?

Fleiri atriði hníga í sömu átt. Hafi liðið u m 40 ár milli lög-bókanna 1578 og 1580 annars vegar og Núpufellsbókar hinsveg-ar skýrir það hvers vegna hinir upphaflegu upphafsstafir eru ekki til staðar og ekki heldur vignetturnar eða tréskurðarmyndin.

Hvernig stendur þá á því að Núpufellsbók er prentuð með ,gömlu og slitnu letri'. Það má kannski spyrja hvort það sé víst að letrið hafi verið slitið. Orð Árna Magnússonar ,... hún er með óhreinum typis ...' fela nefnilega ekki í sér að bókin hafi verið prentuð með slitnum stíl heldur óhreinum! Letur óhreinkast einkum með tvennu móti: sé það illa hreinsað eftir notkun eða hafi það legið ónotað u m langt skeið. Lögbókarletrið hafði ekki verið notað í meginmál síðan 1581, og Breiðabólstaðarletrið á lögbókarformálanum ekki í meginmáli bóka síðan 1576. Það eitt skýrir hvers vegna letrið er orðið ,óhreint' u m 1620.

Enn eitt atriði styður tilgátuna u m að Núpufellsbók hafi ver-ið prentuð u m 1620. Það er að þá er Jón Jónsson prentari látinn fyrir nokkrum árum og Brandur sonur hans tekinn við. Jón, sem ungur hafði numið prentlistina af föður sínum á Breiðabólstað, sigldi til Kaupmannahafnar og var í eitt ár, 1576-77, í læri hjá Andreas Gutterwitz háskólaprentara til að fullnuma sig í prent-listinni. Bækur þær sem Jón prentaði bera þess merki að

fagmað-1

WÍS Hifett" C»CWJ> '»"/

ÍjijV * i*~*ý 'íi; ''l .

Þessa lógbok aa eg jon eyolfsson I med Ríettu enn einginn Annar, hana I hefur mier feingit, Jon Gijslason I Anno áominí. 1624 1625. Þessa Log bok aa eg Gudmundur I Þorarínsson me<J Riettu Enn eingínn I

Annar og er wel ad henne

Kominn I þuj hanna hefur feingií mier Jon eyo I lfsson til fullar Eignar og hef eg I hana fullu Bital Ano 1630 - Áritað eintak háskólabóka-safnsins í Lundi.

(17)

ur hefur staðið að verkinu, og á þetta einkum við um fyrri hluta starfsævi hans, þ.e.a.s. fram um aldamótin 1600. Bækurnar sem Jón prentaði síðustu ár starfsævi sinnar eru hins vegar engan veginn eins vel gerðar, og þegar Jón andaðist 1616 og Brandur Jónsson tók við varð engin sjáanleg útlitsbreyting á bókunum.

Þegar ákveðið var að prenta nýja útgáfu af lögbókinni var ein-faldast að nota letrið sem fyrri útgáfurnar höfði verið prentaðar með. Það auðveldaði mjög setninguna, sérstaklega ef setjarar voru fleiri en einn, ef unnt var að notast við nákvæma fyrir-mynd. Það sem Brandur hefur hins vegar ekki vitað var að bók sem sett væri með óhreinum stíl myndi aldrei geta orðið annað en ljót. Þegar prentun var hafin og mistökin urðu mönnum ljós var þegar búið að leggja mikla vinnu í setningu bókarinnar og því talið illskárra að prenta með óhreina letrinu heldur en kasta því og setja bókina upp á nýtt með öðru letri.

Þannig bendir flest til þess að Núpufellsbók hafi verið prent-uð um 1620. Þá var prentsmiðjan á Hólum, og fellur þá jafnframt Núpufell sem prentstaður úr myndinni.

Hið eina sem ekki er unnt að skýra er hvers vegna ekki er prentaður titill eða prentsögn í Núpufellsbók. Titilblaðið 1578 og 1580, sem raunar er eitt og hið sama, er með svörtum og rauð-um lit. Sú tilgáta að þar sé að leita skýringarinnar stenst varla því árið 1619 var prentuð önnur útgáfa Sálmabókarinnar með svörtu og rauðu titilblaði eins og í upphafi 1589. Rauði liturinn hefur því verið til á Hólum um þær mundir. Ástæðan fyrir hinu auða titilblaði Núpufellsbókar gæti og verið sú að til hafi staðið að prenta einhverja mynd á baksíðu þess í stað tréskurðarmynd-arinnar sem ekki var til staðar, og menn því beðið með að prenta titilsíðuna.

Niðurstaðan verður sú að flestar líkur bendi til að þriðja út-gáfa lögbókarinnar á íslandi, sem nefnd hefur verið Núpufells-bók, hafi verið prentuð á Hólum um 1620 af Brandi Jónssyni prentara.

(18)

RITMENNT NUPUFELLSBOK

Tafla 1

Haebler-stuðull varðveittra bóka sem prentaðar voru á íslandi frá upphafi prentverks og fram til 1650.

I töflunni er af hagkvæmnisástæðum einungis greint lykilorð í titli bókanna og vísað til skráa Halldórs Hermannssonar í Islandica 9, 14 og 29 um nákvæma, stafrétta titla. Fylgt er þeirri tímaröð sem Halldór Hermannsson notar, og því er Núpufellsbók ársett [1582?].

Ar 1534 1559 1562 1575 1576 1576 1576 1578 1579 1580 1580 1580 1581 [1582?] 1584 1589 1589 1591 1592 1594 1594 1594 1595 1595 1596 1596 1596 1596 1596 1597 1597 1597 Titill Breviarium Holense Passio Guðspjallabók Lífsins vegur Catechismus

Ein christileg ... undirvísan Bænabók Lögbók U m Guðs reiði Salomonis orðskviðir Jesus Syrach Lögbók Evangelia Lögbók Biblía Sálmabók Summaria, nýja Summaria, gamla Apologia (Morðbréf 1) Catechismus Graduale U m dóma dag Á m i n n i n g og undirvísun [Andsuar ...] (Morðbréf 2) Biblía parva Historia pínunnar Hortulus a n i m æ Sú rétta confirmatio U m eiða og meinsæri A n t i d o t u m Bænabók Calendarium Stuðull 88 87/88 88/89 88/89 88/89 88 [ 1 95 96 95 95 95 96 95 101 76 101 101 76 101 101 76 76 76 86 75 76 101 76 76/77 86 ■ 76 Prentstaður Hólar Breiðabólstaður Breiðabólstaður Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar [Núpufell?] Hólar Hólar Núpufell Núpufell [Núpufell?] Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar

(19)

1597 1598 1598 1598 1598 1598 1599 1599 1599 1600 1600 1600 1601 1602 1603 1606 1606 1606 1606 1607 1607 1608 1608 1609 1609 1610 1611 1611 1611 1611 1611 1612 1612 1614 1615 1615 1616 1617 1617 1618 1618 1618 1618 1619 1620 Hús postilla Fimmtán líkpredikanir Fons vitæ Passionall Sönn og einföld underrétting Spegill þess synduga

Biblía laicorum Lífs vegur Soliloqvia de passione Enchiridion Huggunar bæklingur Passio Christileg undirvísun Summaria, spámanna Barnapredikanir [2 bindi] Sjötti capituli Drottinleg bæn

Psalter - VII iðrunar sálmar Fimmtugasti og þriðji capituli Graduale

Meditationes

Theoria, vel specvlvm Sönn undirvísun (Morðbréf 3) Syndakeðjan

Það nýja testamentum Catechismus Iðranar spegill Calendarium Manuale Christileg bænabók U m dóms-dag Anatome Blefkeniana Ein ný vísna bók Jónas spámaður U m góð verkin Mysterium magnum 86 86 101 86 86 86 86 101, 86 86 86 101 76 86 100 85 85 86 86 85 101, 86 85 76 77 101 76 101 101 76 100 101 101 101 75 86 86 100, 85

Grammatica latina [Antikva] Guðspjöll og pistlar

Catechismus Krosskveðjur Sjö krossgöngur

Sálmur í Davíðs psalltara Speculum amicitiæ Sálma bók Passio 85 84 101, 76 101 84 101 76 101, 85 Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar í?íop«

iQtscfmi þuí na|T |ab uor ffal cingi ad |amt ©ftía/ 3?u ct' fþaö grcinanba a& Scp fa iuabi fteli maf

fcr ci f at ficr STjtfM

, fil goffure/í \naU par fuo íijpi fifmt pprcr S?ungur6 "fafcr.

þa cr fa fftifbi pnrcr Biiguafi mun ÍXcp/

ftttgar verbi/cntt ep CWabi ffelur S~!itiibi

maw cbt $ieffi / S?nipi cbi 2Jcl(ti/ og

oífu þui cr minnii cr twt eð til <gr;rie þab cr S^umffa/og cp mabi eerb^íamtt ob þui giaííbi írtongi ij.2(ura/ rfi þetm @pri cr (itti/og fjcifi mabi at ucrri. ©ri ep fa COíab! jfelur n( ©ptle ct fiet pat Söinnu (i( gofture fa er «b! vat cigt at> flijftt fienbi/þa ffaf f;ati a JPitig pora og (epfi 5Qub ftjtta i'f' CDíerftmt uib ftong/3ai ffeh pafl annab finn til enris íenfi fttio ftjna Oj. Wlettum/ €nn ep l/aim

Stórt Þ í upphafi Þjófabálks á blaðsíðu Dd3v í Lögbókinni

1578. - Eintak Landsbóka-safns.

(20)

RITMENNT 1622 1622 1623 1624 1630 1631 1632 1634 1634 1634 1635 (37?) 1635 1635 1636 1637 1638 1641 1641 1644 1645 1647 1647 1649 1649 Biblía parva Sönn guðrækni Graduale

Sannur og réttur lærdómur F i m m t í u heilagar hugvekjur

Gudspjöll og pistlar 100, Postilla

Fimmtíu heilagar hugvekjur Medicina a n i m æ

Bænabók

Hjónabands articular Kyrkju ordinantia Nokkrar huggunar greinir Christilegar bæner Biblía [titilbl. >1644] Gudspjöll og pistlar Sá gyllene skriptargangur Eirn lítell sermon Biblía Manuale Sá m i n n i catechismus Davíðs psaltare Graduale Postilla 101 101 101 100 101 86, 76 101 101 101 101 101 100 101 100 101 101 100 101 101 100 100 100 100 100 Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar Hólar NÚPUFELLSBÓK P!«p« , J13lt (> na þiii nnjl • «6 p o r M tingi ofi« ímm&ila/ 5?U «• i Iþaö «,r(ition6a tt tf I lnmnCut flílur CO'oí ctt tt p«r fKr ?Qmnu

fil Sorfiire/ cg þiol' »ar fo £i|p(fi)nupprír JJnitgutí fo/(t» þn(t fó [iuiiii pnrrr eiifl««« inun Dírp» fiitaat vttöi/ffi «p 00?o6! ftdur ÍJnjitl iitans (Oi Rteffi /Snipt (6i Q5t(lf(A9 ollu þui tt niinna tr ptrf tfi fil ö»ri» . þ.iö (r rjuinfko/og »P mooi t t r í i fsfli ' «t þui «wllCi Síonai 11 .aura/cc þ(im

(gíri tt otíi/f. jjítffntatí «f utttt'Sn ' t» (a 00!a6i fldur fil epvis (r [1<r p«r

. ílirami til rjífi'ute f« (t «6ut t'nt ti of fli|fuf'(n6ur/ \>a fhat pli o t>uttj pora

e4l(r;fí$>6fl|n«III.'!Xft<rfunti'il>

Rotm/ítu (ttllit !)fi ottn«efintiltf;ii» ítpft J}u6 jl|n« V I - JO&tffi/eini tp

Stórt Þ á blaðsíðu Dd3v í Núpufellsbók, sama Þ sem notað er á ýmsum stöðum í Guðbrandsbiblíu. - Eintak Landsbókasafns. þa £v f" to m ■»( »r s>* »1 6t cr nt It'

r

It. í 6t

Heimildaskrá

A. Óprentaðar heimildir

Lbs 75 fol. Gunnar Pálsson: Typographia Islandica.

B. Prentaðar heimildir

Bréfabók Guðbrands biskups Porlákssonar. Rv. 1919-1942.

Böðvar Kvaran (1995). Auðlegð íslendinga. Rv.

Collijn, Isak (1914): Tvá blad av det förlorade Breviarium Nidrosiense, Hólar 1534. Nordisk tidskrift för bok- och biblioteksvasen 1, bls. 11-16. Mynda-blöð 1-2. [Með ljósprentun af Mynda-blöðunum tveimur.]

Einar G. Pctursson (1986): Guðbrandur Þorláksson og bókaútgáfa hans.

Lands-bókasafn íslands, Árbók 1984. Nýr flokkur 10, bls. 5-26.

Haebler, Konrad (1925). Handbuch der Inkunabelkunde. Leipzig.

Hallbjörn Halldórsson (1974): Letraval á fyrstu öld prentlistar á íslandi.

Hugvekj-ur Hallbjamar Halldórssonar, bls. 125-59. Rv.

Halldór Hermannsson (1916): Icelandic books of the sixteenth century.

(21)

Halldór Hermannsson (1922): Icelandic books of the seventeenth century.

Is-landica 14, xiv, 121 bls.

Halldór Hermannsson (1930): Prentsmiðja Jóns Matthíassonar. Almanak [Ólafs

S. Thorgeirssonai] fyrir árið 1930, 36, bls. 21-37.

Halldór Hermannsson (1933). Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar. Cph. (Monu-menta typographica Islandica 2.)

Halldór Hermannsson (1942): Bibliographical notes. Islandica 19, bls. 61-91. Jón Helgason (1936). Passio. Cph. (Monumenta typographica Islandica 4.) Jón Jónsson Borgfirðingur (1867). Sögvágrip um prentsmiðjur og prentara á

ts-landi. Rv.

Klemens Jónsson (1930). Fjögur hundruð ára saga prenúistarinnar á íslandi. Rv. Ólafur Lárusson (1934). Lögbók íslendinga, fónsbók, 1578. Cph. (Monumenta

typographica Islandica 3.)

Steingrímur Jónsson (1989): Prentaðar bækur. Islensk þjóðmenning 6, bls. 91-115. English summary, bls. 441-42. Rv.

Athugasemd

Ritgerð Jpessi er til orðin í tengslum við doktorsnemasemínar í bók- og bóka-safnasögu við Lundarháskóla undir handleiðslu Per S. Ridderstad prófessors. Honum og dr. Þorleifi Jónssyni bókaverði eru færðar þakkir fyrir aðstoð við Jiýðingu á latneskum brcfum Guðbrands Þorlákssonar.

References

Related documents

Jméno: Zarana Pejchalová Osobni číslo; ŤO90OO176 Hodnocení navrhované vedoucím diplomové práce: výborně.. Hodnocení navrhované oponentem diplomové práce:

Bæði føroysk og altjóða lóggáva seta avmarkingar fyri burturbeining av burturkasti / ruski frá skipum og bátum. Burturkast er eitt og hvørt slag av rakstrar­, matvøru­ og

c) då skadelidande får kunskap om att skadan orsakats av olyckan och han har tillräckligt underlag för att göra gällande sitt anspråk. HD anförde att dessa tre tidpunkter

Linköping Studies in Science and Technology Dissertation

This article combines the theoretical field of Industrial Symbiosis (IS) with a business model perspective to increase the knowledge about drivers and barriers behind the emergence

Modbat [2] is a model-based test tool that allows a user to describe the usage of a system under test (SUT) using extended finite-state machines [9]. Such state machines allow

We investigate the usability of the Phylogenetic Likelihood Library (PLL) in Bayesian phylogenetic tree inference using Sequential Monte Carlo (SMC) algorithms.. This is done

[r]