• No results found

Finnland: Barnaþingið – staðbundinn vettvangur og á landsvísu til

5. Stjórnmálaþátttaka

5.7 Finnland: Barnaþingið – staðbundinn vettvangur og á landsvísu til

Eftir Rauna Nerelli (verkefnisstjóra um réttindi barna hjá barnaþinginu í Finnlandi) og Miia Nivala (æskulýðsfulltrúa)

Barnaþingið í Finnlandi eykur virkni og áhrif barna á landsmálin og vekur athygli á réttindum þeirra. Samráðskerfi fyrir börn um allt land var komið á fót árið 2007 og fer það að mestu fram á netinu. Þannig tekst að vekja athygli á viðhorfum barna til málefna, sem snerta hagsmuni þeirra, hvort heldur er í finnska þinginu eða hjá ráðuneytum og öðrum stofnunum þar sem ákvarðanir eru teknar.

Auk landsþings barna starfa 15 staðbundin og sjálfstæð þing víðs vegar um land. Tampere var fyrst til að stofna til barnaþings þar í borg. Frum-kvæðið áttu nemendur í Annala-grunnskólanum eftir að borgaryfirvöld höfðu lýst eftir félagslegri þátttöku barna. LOVE-verkefnið hófst árið 2001 en því var ætlað að skapa farveg fyrir börn til að komast til áhrifa og hvetja þau til félagslegrar virkni. Barnaþingið í Tampere var stofnað árið 2004 sem hluti af æskulýðssviði borgarinnar. Þingið skipa börn á aldrinum 7–12 ára.

Barnaþingið í Tampere fær 10.000 evrur til ráðstöfunar á ári hverju. Ráðstöfunarfé, stofnun nemendaráða, fækkun nemenda í bekkjum og ný hjólabrettabraut – allt eru þetta mál sem barnaþingið átti frumkvæði að. Hugmyndirnar verða til í umræðum á stórfundum, þar sem fulltrúar skól-anna hittast tvisvar á ári. Tenglar frá hverju sviði borgarinnar sjá um að beina hugmyndum barnanna í réttan farveg innan borgarkerfisins. Barna- og æskulýðssvið borgarinnar fundar tvisvar á ári með stjórn barnaþingsins. Þar skýrir stjórnin frá starfi þingsins og tillögum, sem þar hafa komið fram.

Fulltrúar allra grunnskóla safnast saman tvisvar á ári á stórfundum sem haldnir eru í sal ráðhússins. Þar taka þeir ákvarðanir um málefni, sem varða starfsemi barnaþingsins. Mál eru afgreidd og kosið í stjórn til tveggja ára í senn. Stjórnin er fulltrúaráð barnaþingsins í Tampere. Hún undirbýr mál fyrir stórfundina, t.d. fjárhags- og framkvæmdaáætlun barnaþingsins. Þá er stjórnin málsvari barna í Tampere. Stjórnarfulltrúar sitja í ýmsum starfs-hópum þar sem þeir taka afstöðu til mála og undirbúa aðgerðir. Stjórnin getur sent fyrirspurnir til nemendaráða skólanna og leitað eftir stuðningi þeirra.

Barnaþingið í Tampere hvetur öll börn í borginni til að taka þátt í starf-inu. Leiðin á stórfundi og í stjórn þingsins liggur í gegnum nemendaráð skólanna. Öll börn á aldrinum 7–12 ára geta tekið þátt í starfi hverfisnefnda víðs vegar í Tampere. Nefndirnar eiga að taka upp málefni, sem varða hagsmuni barna í hverfinu og vekja áhuga þeirra á nærsamfélaginu með því að virkja þau í starfi. Barnaþingið í Tampere starfar með stjórnum allra nemendaráða í yngri bekkjum grunnskóla borgarinnar og leiðbeinendum þeirra, m.a. þegar semja á málefnalista fyrir stjórnir nemendaráðanna.

Æskulýðsfulltrúar borgarinnar sjá um fræðslu fyrir fulltrúa í nemenda-ráðum og umsjónarkennara og hafa að auki umsjón með starfi stjórnar og nefnda barnaþingsins. Æskulýðsfulltrúarnir eiga að finna málefnunum far-veg og hvetja börn og unglinga til að taka þátt í stjórn borgarinnar. Barna-þingið starfar einnig með sambærilegum barnaþingum í öðrum landshlutum. Aðrir mikilvægir samstarfsaðilar eru umboðsmenn barna, í borginni og á landsvísu.

Borgarstjórn velur 9–13 ára fulltrúa á barnaþing Finnlands til tveggja ára í senn. Sveitarfélögin ráða sjálf hvernig staðið er að kosningum en þess er vænst að börnin taki þátt í þeim. Því hafa nemendaráðin verið virkjuð í kosningunum. Hvert sveitarfélag velur sér þingfulltrúa og varamann, sem vænst er að hafi samskipti við önnur börn í kjördæminu, t.d. í gegnum nem-endaráðin.

Þingið sest á rökstóla á lokuðu vefsvæði og er ræðst við á mörgum um-ræðuþráðum. Vikum saman ræðast þingnefndir við á spjallrásum og börnin stjórna sjálf umræðum. Viðfangsefni nefndanna eru t.d. umhverfismál, frístundir, réttindi barna, heilsa, samskipti, skólar, alþjóðamál og framtíðin. Umræðuefnin geta spannað vítt svið, allt frá heilsugæslu eldri borgara til loftslagsbreytinganna.

Þingið gengur til atkvæða á netinu. Skoðanaágreiningur er leystur í um-ræðum. Börnin þurfa ekki að vera sammála um allt. Skilaboð þeirra til ráðamanna eru ekki aðeins ákveðin í atkvæðagreiðslu heldur er einnig gerð samantekt á helstu sjónarmiðum, sem fram hafa komið í umræðunum. Brýnt er að börnin stjórni sjálf umræðunum. Þau koma kannski ekki alltaf með nýjar tillögur, en þau geta lagt til breytta forgangsröðun og haft ný sjónar-horn á það sem rætt er um.

Tvisvar á ári eru þingfundir á netinu þar sem allir þingfulltrúar vinna saman að hugmyndum í tvær vikur. Ákvarðanir eru síðan teknar á sjálfum

þingdeginum. Gengið er til atkvæða í tvívíddarsal sem líkist þingsal. Fulltrúarnir sjá hver annan sem myndir og geta fylgst með því hver hefur orðið hverju sinni og hvernig dagskránni vindur fram. Á hverju hausti funda um hundrað börn í eigin persónu þar sem þau læra að beita sér og afgreiða mál á dagskrá. Á þessum fundum er auðvitað mikilvægt að kynnast nýjum félögum.

Þá eru fundir þar sem ákvarðanir eru teknar og lögð er áhersla á samræður þingfulltrúa við fullorðna. Þar kynnast börn og fullorðnir nýjum sjónar-hornum. Af starfinu læra börnin að taka lýðræðislegar ákvarðanir og beita sér fyrir málefnum, sem þau hafa sérþekkingu á. Umboðsmaður barna hefur farið formlega fram á það við barnaþing Finnlands að það verði umsagnaraðili og veiti honum sérfræðiaðstoð. Hann hefur notað vefþingið til að kynna sér skilaboð frá börnum. Sérþekking þeirra kemur m.a. í ljós þegar þau láta æ oftar að sér kveða í umræðum í riti og á fundum með fullorðnum sérfræðingum. Börnin hafa m.a. hitt fulltrúa heilbrigðismála í framkvæmda-stjórn ESB, ýmsa ráðherra, þingmenn, embættismenn og fulltrúa annarra sviða.

Barnaþingið í Finnlandi vill auka áhrif allra barna í landinu. Vefgáttin http://www.valto.fi er opin öllum og þar er hægt að finna efni um áhrif barna og „hugmyndarás“, sem ætluð er börnum. Þar geta öll börn lagt inn hugmyndir, sem varða málefni þeirra. Hugmyndirnar eru ræddar á barna-þinginu ef þær hafa fengið góðar undirtektir hjá öðrum börnum á opinberri síðu vefjarins.

Fullorðnum ber að greina börnunum frá því hvernig hugmyndum þeirra var tekið og hvort ákvarðanir voru teknar í framhaldi af þeim. Skrifstofan grípur stundum inn í til að leiðbeina börnunum, sem eru t.d. að ræðast við á spjallrásunum. Aðstoðin felst m.a. í að undirbúa þingið með formanninum og veita leiðbeiningar í einkaskeytum á spjallrás. Þannig reynist auðveldara fyrir barnið að stýra umræðum, bjóða öllum með sem vilja til að halda utan um ákvarðanatökur og fylgjast með umræðum á spjallrásinni. Fullorðni leiðbeinandinn leggur til nægilegar upplýsingar til að hefja umræður og sér um að fylgja málum eftir. Þá geta börnin boðið sérfræðingum í umræður án þess þó að sá fullorðni segi þeim hvað þeim eigi að finnast. Sá stuðningur sem börnin veita hvert öðru er ekki síður mikilvægur. Eldri börnin veita nýliðum ráðgjöf. Þau segja frá því hvernig vefþingið fer fram og hvernig megi hafa áhrif.

Starfsemi barnaþingsins er undir því komin að samfélagið og ráðamenn styðji börnin til áhrifa. Nefnd á finnska þinginu, sem skipuð er fulltrúum allra stjórnmálaflokka, fær árlega skýrslu barnaþingsins þar sem greint er frá ákvörðunum, sem teknar hafa verið. Skýrsla barnanna leiddi til þess að borin var upp tillaga á finnska þinginu um að grípa til aðgerða um land allt gegn einelti í skólum. Frá upphafi hefur finnska barnaþingið notið víðtæks stuðnings. Helsti fjármögnunaraðilinn er menntamálaráðuneytið, en auk þess hafa önnur ráðuneyti, þjóðþingið, umboðsmaður barna, samband finnskra sveitarfélaga, ýmis félagasamtök og háskólar stutt starfsemi þingsins.