• No results found

Grænland: Tvö dæmi um hvernig hægt er að fræðast um hvernig börn

5. Stjórnmálaþátttaka

5.2 Grænland: Tvö dæmi um hvernig hægt er að fræðast um hvernig börn

Eftir Sabitha Jørgensen, sérfræðing í grænlenska félagsmálaráðuneytinu

5.2.1 Samræður við börn

Grænlendingar undirrituðu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í mars 1992. Með því vildu stjórnvöld bæta og efla lífskjör barnafjölskyldna, barna og unglinga.

Á 10. áratug síðustu aldar urðu breytingar á þeim aðgerðum, sem fylgdu í kjölfar undirritunar Barnasáttmálans. Í byrjun voru það fullorðnir,

sem skipulögðu þær út frá hugmyndum sínum um góða æsku, en smám saman kom æskufólkið sjálft meira að starfinu.

Þetta kom greinilega í ljós á ráðstefnu um úrræðagóðar fjölskyldur, sem fram fór í Sisimiut í júní 2008 og í póstkortasamkeppni samtakanna Meeqqat Inuunerissut (Betra barnalíf), sem haldin var um svipað leyti.

Póstkortasamkeppni – hvað er gott barnalíf?

Meeqqat Inuunerissut-samtökin sendu veggspjöld til allra grunnskólanema í 6. bekk með spurningunni: Hvað er gott barnalíf?

Öll börn voru hvött til að taka þátt í keppninni og senda inn hugmyndir um hvernig fullorðnir gætu tryggt börnum gott líf og uppvöxt. Þá voru birtar auglýsingar í sjónvarpi til að minna börn, kennara og foreldra á keppnina. Alls sendu þrjátíu og sjö 6. bekkir teikningar, ljóð, sögur og myndasögur. Mörg börn lýstu slæmu barnalífi og báru það saman við gott barnalíf.

Samtökin settu niður umræðuhóp sem í voru m.a. sálfræðingur og félags-ráðgjafi. Hópurinn fór yfir tillögurnar og flokkaði þær. Að lokum voru átta myndir og tilvitnanir prentaðar á póstkort með tilvísun í ákvæði Barnasátt-málans.

Ráðstefnan í Sisimiut

Á árinu 2008 ákváðu stjórnvöld að beina sjónum að réttindum barna og efndu til þriggja daga ráðstefnu í Sisimiut. Þangað var boðið börnum og unglingum, stjórnmálamönnum, fulltrúum hagsmunasamtaka og borgara-samfélagsins og embættismönnum. Ráðstefnan átti að vera vettvangur þar sem börn og unglingar gátu látið skoðanir sínar í ljós og tekið þátt í um-ræðum um góða æsku. Ráðstefnan var tvískipt fyrstu tvo dagana en henni lauk á þriðja degi með sameiginlegum fundi allra þátttakenda. Allir aldurs-hópar tóku þó þátt í menningardagskrá og félagslegu samneyti á ráðstefnunni.

Auk þess voru börnin og unglingarnir frædd um réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Þá var farið yfir reglugerðir landstjórnarinnar, sem sneru að aðstæðum barna og unglinga.

Samband grænlenskra barna- og æskulýðssamtaka, Sorlak, valdi þátttak-endur til að taka þátt í barnadagskrá ráðstefnunnar. Alls komu 25 börn og unglingar á aldrinum 13–18 ára frá frístundamiðstöðvum víðs vegar af land-inu. Þau höfðu tekið virkan þátt í æskulýðsstarfi, látið að sér kveða á frístundamiðstöðvunum og sýnt áhuga á málefnum, sem tengdust Barna-sáttmálanum.

Þrír fundarstjórar voru fengnir til að stjórna barnaráðstefnunni. Þeir höfðu margra ára reynslu af samskiptum og upplýsingamiðlun til barna og unglinga í útvarpi og voru því þekktar fyrirmyndir.

Fyrst var haldið erindi um tækifæri og áskoranir í lífi barna og unglinga nútímans. Að því loknu unnu börnin með fundarstjórum þar sem stuðst var við aðferð sem kölluð er „Appreciative Inquiry“ (AI – hrósandi samtal) en þar er lögð áhersla á:

 Uppgötvun  Drauma  Hönnun  Framkvæmd

Aðferðin byggir á styrk og reynslu einstaklingsins. Að allir búi yfir færni, getu og reynslu af atburðum eða atvikum, þar sem þeim hefur tekist vel upp. Að allir eigi sér draum um framtíðina. Aðferðin byggist á því að setja orð á drauma og gjörðir, og sjá fyrir sér hvernig láta megi drauma rætast. Með því að tala, mála og lýsa sársaukafullri reynslu í myndum, dansi og tónlist gátu börnin og unglingarnir sett orð á óskir sínar um framtíðina. Niðurstöðurnar nýttust á þriðja degi ráðstefnunnar þegar allir ráðstefnugestir sátu saman. Unga fólkið réð dagskránni í málstofum og kynnti þar fullorðnum hugmynd-ir sínar um góða æsku. Fjölmörg mál bar á góma, þ.á.m.:

 Leiðindi geta leitt til skemmdarverka  Góð vinátta

 Foreldrar eiga að setja börnin sín í forgang og tryggja þeim betri uppvöxt

 Ekki á að fara hranalega að börnum  Börn eiga rétt á því að leika sér

 Ábyrgð og verkefni sveitarfélaga og landstjórnar í málum barna og unglinga

Í lok ráðstefnunnar afhenti unga fólkið þáverandi landstjórnarformanni til-lögur sínar og fékk að launum minniskubb með Barnasáttmálanum. Ráðgert var að ungmennin yrðu sendiherrar Barnasáttmálans í sinni heimabyggð og breiddu þannig út þekkingu um hann.

Hvað uppskar unga fólkið – hvað höfum við lært og hvernig nýtist sú þekking?

Ráðstefnan og póstkortasamkeppnin byggðu á 12. og 13. grein Barna-sáttmálans um samfélagslega þátttöku barna. Leitast var við að:

 Veita þeim tækifæri til að tjá sig á ýmsan hátt

 Veita þeim tækifæri til að skilgreina eigin aðstæður og hvernig ýmsar ákvarðanir og aðgerðir hafa áhrif á lífskjör þeirra

 Auka sjálfbærni með því að miða aðgerðir við óskir og drauma barna og unglinga

 Ýta undir breytingar í barninu sjálfu og umhverfi þess með því að virkja það félagslega.

Úttekt á ráðstefnunni leiddi í ljós að börnunum efldist sjálfstraust þegar hlustað var á þau og þau höfð með í umræðum um aðstæður, sem snerta líf þeirra. Þetta gerðist í kjölfar þess að meiri athygli og áhugi beindist að

félagsstarfi barna og unglinga. Á ráðstefnunni í Sisimiut stækkaði sjón-deildarhringur ungmennanna þegar þau uppgötvuðu að jafnaldrar þeirra annars staðar í landinu bjuggu við svipaðar aðstæður. Palli var ekki lengur einn í heiminum og vináttubönd voru hnýtt á milli bæja og byggðarlaga.

Nýfengin þekking nýttist við gerð hvítbókar um aðgerðir til að bæta lífs-kjör barna og unglinga, en í henni eru hugmyndir að margvíslegum að-gerðum. Landsstjórnin stóð að gerð bókarinnar og því kom ungt fólk ekki beint að verkinu, heldur ýmis hagsmunasamtök, þeirra á meðal Sorlak. Hugmyndinni um sendiherra Barnasáttmálans hefur ekki verið fylgt eftir og því ekki vitað hvort hún hafi gefið góða raun. Eftir á að hyggja hefði mátt leggja meiri áherslu á þá hugmynd frá upphafi til þess að ná betur til allra barna í byggðum landsins. Þá hefði mátt semja við félagsmiðstöðvar um að ráðstefnugestir héldu kynningu á Barnasáttmálanum og segðu jafnöldrum sínum frá því sem fram fór í Sisimiut.

Póstkortasamkeppnin og prentun kortanna voru börnunum áþreifanleg sönnun þess að hugmyndir þeirra um gott barnalíf rötuðu út í samfélagið. Þá hyggjast Meeqqat Inuunerissut-samtökin nýta framlög barnanna í nýju hugmyndahefti, sem á að breyta viðhorfum fólks á árunum 2010 og 2011. Orð og myndir barnanna eiga að vekja athygli á kjörum barna, réttindum þeirra og þörfum. Sýnileg athygli sannfærir unga fólkið um að tekið sé mark á því og með því eykst sjálfsvirðingin.

Þegar á heildina er litið er óhætt að segja að verkefnin tvö hafi vakið athygli á rétti barna og unglinga til að taka þátt í að skilgreina lífsgæði. Félagasamtök, embættismenn og stjórnmálamenn fengu tækifæri til að ræða milliliðalaust við börnin um hvernig bæta megi kjör þeirra. Gagnkvæmni er forsenda fyrir sjálfbærri framtíð og hafa verkefnin tvö reynst stefnumarkandi í málefnum barna og unglinga á Grænlandi.

5.3 Finnland: Sastamala – skipulag sem eykur áhrif ungs