• No results found

Miklu þarf að kosta til í baráttu um sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Eðli málsins samkvæmt þar sem kosningin sjálf er leynileg er útkoman óviss í meira lagi. Það hlýtur því að vera á brattann að sækja fyrir smáríki sem er í framboði í fyrsta sinn. Að auki getur í skilgreiningunni smáríki falist að viðkomandi ríki hafi úr minna að moða, bæði hvað varðar fjármuni og mannskap, heldur en stærri ríki. Sérfræðingar eru sammála um að að mörgu er að hyggja varðandi framboð til ráðsins.

Frambjóðandinn þarf að eiga sterkt tengslanet og vera vel þekktur innan samtakanna. Til dæmis hefur Ísland aukið mjög tengsl við umheiminn síðustu ár og hefur í því sambandi stofnað til stjórnmálasambands við nær öll ríki Sameinuðu þjóðanna. Þróunin í þessum málum hefur verið ör eins og sjá má í töflu 1.1.

Tafla 1.1 Stjórnmálatengsl Íslands við önnur ríki, 1997 til 2007

Ár Viðbót Samtals 1997 5 108 1998 4 112 1999 4 116 2000 3 119 2001 3 122 2002 1 123 2003 7 130 2004 34 164 2005 8 172 2006 8 180 2007* 2 182 *miðað við 28. apríl, 2007

Heimild: Utanríkisráðuneytið e.d.

Þegar Írland var í framboði til ráðsins fyrir tímabilið 2001 og 2002 var allt kapp lagt á að auka stjórnmálatengsl ríkisins. Mótframbjóðendurnir stóðu mun betur að vígi en t.a.m. voru sendiráð Norðmanna 72 talsins ásamt 87 ræðisskrifstofum og Tyrkland var með meira en 90 sendiráð í heiminum

Möguleiki til áhrifa 41

(Whelan, 2002).1 Írland var hins vegar bara með 39 sendiráð á þessum tíma

og einungis eitt sendiráð í Suður-Ameríku, til dæmis. Stór hluti kosninga- baráttunnar fór í að auka stjórnmálatengsl landsins og nýttu þeir sér það sem kallað er „New York leiðin“ oftar en einu sinni en þá er stofnað til stjórn- málasambands milli fastafulltrúanna í New York án þess að til opnunar sendiráðs eða ræðisskrifstofa komi að sinni. Þeir höfðu áhyggjur af veiku stjórnmálasambandi sínu við Suður-Ameríku og Karíbahafssvæðið. Í framhaldi var opnað írskt sendiráð í Mexíkó og farið í ferð til landa við Karíbahafið til að vekja athygli á framboði Írlands. Í þessu samhengi er athygli vakin á fjölda íslenskra sendiráða samanber töflu 1.2. en heildarfjöldi íslenskra sendiráða og ræðiskrifstofa er 24 og eins og sjá má er hvorki sendi- ráð né ræðisskrifstofa í Suður-Ameríku.

Þá er ekki nóg að hafa skýr stefnumál, fólkið þarf líka að vera til staðar sem getur kynnt stefnumálin. Þessi liður getur einnig reynst smáríki, eins og Íslandi, þungur, enda utanríkisþjónustan ekki mannmörg. Utanríkisráðu- neytið hefur reynt að leysa þann vanda að hluta til með ráðningu starfsnema sem eðli málsins samkvæmt hafa minni reynslu og þekkingu. Kosturinn fyrir ráðuneytið felst hins vegar í minni kostnaði þar sem laun starfsnema eru eðlilega mun lægri en fastráðinna starfsmanna.

Framboðið verður að vera í þungamiðju utanríkisstefnu frambjóðandans meðan á kosningabaráttunni stendur (Whelan, 2002). Það þýðir að allir erindrekar ríkisins verða að gerast boðberar framboðsins og koma stefnu- málunum á framfæri á alþjóðavettvangi hvar og hvenær sem er. Það getur hins vegar reynst smáríki erfitt að fylgja þessu eftir enda erindrekarnir ekki margir og óvíst að allir hafi sama metnað né áhuga á að afla framboðinu fylgis. Að sækja heim fjölþjóðlegar ráðstefnur er sömuleiðis viðgengin venja frambjóðenda. Utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sótti heim ráðstefnu Afríkuráðsins í júlí síðast liðnum en sérfræðingar eru sammála um að aukin tengsl við Afríku séu lykilatriði í kosningabaráttunni enda vægi málefna Afríku stórt í öryggisráðinu.

1 Það skal tekið fram að Ítalía bauð sig fram síðar og Tyrkland dró á endanum framboð sitt

42 Alþjóðamálasetur Pia Hansson

Tafla 1.2 Sendiráð, ræðisskrifstofur og fastanefndir Íslands Evrópa Austurríki sendiráð, fastanefnd

Belgía sendiráð, fastanefnd

Danmörk sendiráð

Færeyjar ræðisskrifstofa

Finnland sendiráð

Frakkland sendiráð, fastanefnd

Þýskaland sendiráð Ítalía sendiráð Noregur sendiráð Rússland sendiráð Svíþjóð sendiráð Sviss fastanefnd Bretland sendiráð

Afríka Malaví sendiráð*

Mósambík sendiráð*

Namibía sendiráð*

Suður-Afríka sendiráð

Úganda sendiráð*

Norður-Ameríka Kanada sendiráð, ræðisskrifstofa

Bandaríkin sendiráð, fastanefnd, ræðisskrifstofa Asía Kína sendiráð

Indland sendiráð

Japan sendiráð

Srí Lanka sendiráð*

*Svæðisskrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ICEIDA) sem starfa sem sendiráð. Heimild: Utanríkisráðuneytið e.d.

En flestum ber saman um að hitinn og þunginn í kosningabaráttunni á sér stað í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Þá ber að varast að stuðningur veittur í höfuðborg viðkomandi lands er ekki endilega gefinn þar sem fastafulltrúarnir sjálfir ráða oft hverjum þeir greiða atkvæði sitt þegar til kosninga kemur. Talið er að nær 30 fastafulltrúar (Whelan, 2002), og sumir segja meira að segja 30%, ákveði sjálfir hver fær atkvæðið án nokkurra leiðbeininga heiman frá. Það getur hins vegar reynst þrautin þyngri að komast að því hverjir þetta eru (Malone, 2000). Það er því hverju framboði

Möguleiki til áhrifa 43 hollt að fylgjast vel með í New York og halda stöðugu og góðu sambandi við alla fastafulltrúana. Svíþjóð lagði ofurkapp á traust og stöðugt samband við fastafulltrúanna, og ræktaði tengslin fram á kjördag. Á tíu mánaða tímabili fram að kosningunum í október 1996 funduðu Svíarnir með hverri einustu fastanefnd Sameinuðu þjóðanna fimm til sex sinnum (Trolle, 1996).

Síðustu vikurnar fyrir kosninguna færist fjör í leikinn og öllu er til tjaldað. Í gegnum tíðina hafa frambjóðendur boðið upp á sannkallaðar menningar- legar kræsingar fyrir fastafulltrúanna í New York. Þar má til dæmis nefna ljóðalestur Nóbelsverðlaunahöfundarins Seamus Heaney og Riverdance sýning til styrktar Unicef (Whelan, 2002), kóngaveislur að norskum hætti (Kolby, 2003), siglingar á gríska Eyjahafinu fyrir fastafulltrúa og maka, og sirkussýning Cirque du Soleil í boði Kanada (Malone, 2000), svo að eitthvað sé nefnt. Engu er til sparað á síðustu metrunum og mörgum kann að þykja nóg um veisluhöld. Haft er eftir kanadíska sendiherranum að hann hafi fórnað lifrinni fyrir föðurlandið og vísaði með því til allra veisluhaldanna sem stóðu sleitulaust yfir á allsherjarþinginu fram að kosningunni þegar Kanada var í framboði 1998 (Wallace, 1998). Það er því ljóst að margir þættir skipta máli í kosningabaráttunni. Það þarf að huga að kostnaði, auknum stjórnmála- tengslum, auknum alþjóðasamskiptum, fjölgun á mannskap og kosninga- herferð í New York. Á sama tíma og hugað er að þessum þáttum hafa margir lagt á það áherslu að byrja strax að undirbúa setuna í ráðinu þó að óvíst sé um úrslitin í kosningunni.