• No results found

Jón Gunnar Bernburg Þórólfur Þórlindsson

Inga Dóra Sigfúsdóttir

Félagsfræðingar hafa lengi haldið því fram að fátækt sé afstæð, að reynsla einstaklingsins af efnahagslegum skorti sé oft háð félagslegu samhengi. Talið er að þessi hugmynd um afstæðni fátæktar eigi einkum við í velmegunarþjóð- félögum þar sem efnalegur skortur hefur yfirleitt ekki í för með sér líkam- legar þjáningar á borð við hungur eða heimilisleysi. Í svona þjóðfélögum skynjar fólk oft efnalegar aðstæður sínar fyrst og fremst á grundvelli þess hvernig það upplifir efnalegar aðstæður annarra. Kenningin um afstæðan skort (relative deprivation) leggur áherslu á þetta atriði en samkvæmt henni skynjar fólk stöðu sína á grundvelli þess hvernig það kemur út í samanburði við aðra hópa eða einstaklinga sem það ber sig saman við (reference groups; Merton og Rossi, 1968; Runciman, 1966; Stouffer, Schuman, DeVinney, Star og Williams, 1949). Samkvæmt þessari kenningu hefur fólk tilhneigingu til þess að upplifa óréttlæti, reiði og vanmáttarkennd þegar það telur sig búa við skort í samanburði við aðra, auk þess sem óhagsstæður samanburður af þessu tagi getur dregið úr hollustu fólks við normin og gildin í þjóðfélaginu (Reis, 1987). Af þessum sökum eykur afstæður skortur líkur á streitu, vanlíðan og frávikshegðun (Agnew, 1999; Baron, 2006; Burton, Cullen, Evans og Dunaway, 1994; Stiles, Liu og Kaplan, 2000; Yngwe, Fritzell, Lundberg, Diderichsen og Burstöm, 2003).

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort kenningin um afstæðan

skort varpi ljósi á aðstæður fátækra unglinga hérlendis.1 Afstæður skortur er

1 Þessi fyrirlestur er byggður á ritgerð eftir Jón Gunnar Bernburg, Þórólf Þórlindsson og Ingu Dóru Sigfúsdóttur (óbirt handrit). Ritgerðin er nú til umfjöllunar í ritrýndu fagtímariti.

172 Félagsfræði Jón Gunnar B., Þórólfur Þ. og Inga Dóra S. einkum talin eiga sér stað í lýðræðisþjóðfélögum þar sem menning og félags- gerð ýta undir hugsjónir um jöfn tækifæri (Krahn, Hartnagel og Gartrell, 1986; Merton og Rossi, 1968; Runciman, 1966). Lýðræðishugsjónir hvetja fólk til þess að bera aðstæður sínar saman við aðstæður vel stæðra einstaklinga og þjóðfélagshópa, enda kynda hugmyndir um jöfn tækifæri undir væntingar fólks og fela jafnvel í sér þau skilaboð að allir bæði geti og eigi að ná árangri óháð félagslegum bakgrunni (Merton, 1968). Rannsóknir benda til þess að Íslendingar hafi löngum haft hugsjónir um jafnrétti og félagslegan jöfnuð í hávegum (Bjarnason, 1974; Þorbjörn Broddason og Webb, 1974; Stefán Ólafsson, 1996: Stefán Ólafsson, 1999; Tomason, 1980) og því er líklegt að kenningin um afstæðan skort geti varpað ljósi á aðstæður þeirra sem eftir sitja í efnalegu tilliti hérlendis.

Sett er fram sú megintilgáta að fátækt hafi jákvæð tölfræðileg áhrif á reiði, veika hollustu við félagsleg norm og gildi (normlessness) og frávikshegðun unglinga. Auk þess er sett fram sú tilgáta að áhrif fátæktar á svona þætti ættu að vera sterkari eftir því sem unglingar upplifa meiri efnalega velsæld í skólahverfi sínu. Grunnskólinn er nátengdur búsetu unglinga hérlendis og eru jafnaldrasamskipti bundin við skólafélagana að verulegu leyti. Því er líklegt að efnalegar aðstæður jafnaldranna í skólahverfinu hafi mikilvæg áhrif á það hvernig unglingar upplifa efnalegar aðstæður sínar. Fátækir unglingar sem búa í skólahverfum þar sem efnaleg velsæld er mikil ættu að vera líklegri til þess að upplifa skort í samanburði við aðra (t.d. jafnaldrana í skólanum) heldur en fátækir unglingar sem búa í skólahverfum þar sem efnaleg velsæld er minni. Samkvæmt kenningunni um afstæðan skort ætti fátækt því frekar að auka líkur á reiði, normleysi og frávikshegðun meðal unglinga sem búa í skólahverfum þar sem efnaleg velsæld er mikil en meðal unglinga sem búa í skólahverfum þar sem efnaleg velsæld er lítil. Tilgátur af þessu tagi hafa sjaldan verið reynsluprófaðar (Canache, 1996; Johnstone, 1978; Jarjoura og Triplett, 1997; Yngwe o.fl., 2003).

Aðferð

Þátttakendur og framkvæmd

Spurningakönnun var lögð fyrir í nær öllum 9. og 10. bekkjum á Íslandi í mars 2006. Svör nemenda voru ónafngreind og fengu þeir engin önnur fyrir- mæli en að svara listanum eftir bestu samvisku. Alls svöruðu 7430 nemendur listanum eða um 82% einstaklinga í þessum tveimur árgöngum. Hér er aðeins unnið með svör þeirra unglinga sem sækja þann skóla sem tilheyrir því

Er fátækt afstæð? 173 hverfi/sveitarfélagi sem þeir búa í (86% svarenda). Ennfremur, til þess að tryggja lágmarks áreiðanleika í mælingum á stigi skólahverfisins, er aðeins unnið með skólahverfi þar sem að minnsta kosti 20 einstaklingar svöruðu könnuninni. Nemendur í 46 litlum skólum í dreifbýli eru því ekki með í þessari greiningu. Eftir standa svör 5490 einstaklinga í 83 skólahverfum og eru þau notuð í þessari greiningu.

Mælitæki

Háðu breyturnar eru reiði, normleysi, afbrotahegðun og ofbeldishegðun. Reiði er mæld með meðalgildi svara við fimm spurningum um upplifun ungmenna á reiði og pirring vikuna fyrir könnunina (Derogatis, Lipman og Covi, 1973; alpha = 0,84). Samsetta mælingin tekur gildi á bilinu einn (lágmarks reiði) til fjórir (hámarks reiði). Mælingar á normleysi og afbrotahegðun koma úr rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Þórólfs Þórlindssonar (2007). Normleysi er meðalgildi svara við átta fullyrðingum um hollustu ungmenna við norm og gildi (t.d. „Stundum verður að brjóta reglur til þess að ná árangri“). Samsetta mælingin tekur gildi á bilinu einn (lágmarks normleysi) til fimm (hámarks normleysi). Innri (alpha) áreiðanleiki er 0,78. Afbrotahegðun er meðalgildi svara við ellefu spurningum (z-stöðluðum) um afbrotahegðun sl. 12 mánuði (þjófnaðir, innbrot, skemmdarverk o.s.frv.). Samsetta mælingin nær frá -0,22 (lágmarks afbrotahegðun) til 11,24 (hámarks afbrotahegðun). Innri (alpha) áreiðanleiki er 0,82. Ofbeldishegðun er mæld með meðalgildi svara við sjö spurningum um hve oft viðkomandi framdi tiltekna verknaði á síðastliðnum 12 mánuðum (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson, 2005). Spurt var um hve oft viðkomandi hafði kýlt einhvern, sparkað í einhvern, tekið einhvern hálstaki, skallað einhvern og svo framvegis. Samsetta mælingin tekur gildi á bilinu 1 (lágmarks ofbeldishegðun) til 7 (hámarks ofbeldishegðun).

Óháða breytan er fátækt. Svarendur tóku afstöðu til fjögurra spurninga um efnahagslegan skort á heimili sínu: „Hve oft á eftirfarandi við heima hjá þér?“: „Foreldrar þínir eru illa staddir fjárhagslega“, „Foreldrar þínir hafa ekki efni á að eiga og reka bíl“, „Foreldrar þínir hafa varla efni á helstu nauðsynjum (t.d. mat, húsnæði, síma)“ og „Foreldrar þínir hafa ekki efni á því tómstundastarfi sem þú vildir helst stunda (t.d. tónlistarskóli, íþróttir).“ Mælingin er gerð með því að finna meðalgildi svara við þessum fjórum spurningum. Samsetta mælingin nær frá 1 (efnahagslegir erfiðleikar í lág- marki) til 5 (efnahagslegir erfiðleikar í hámarki). Innri (alpha) áreiðanleiki er 0,77. Athuganir okkar sýna sterkt samband á milli þessarar mælingar og

174 Félagsfræði Jón Gunnar B., Þórólfur Þ. og Inga Dóra S. mælingar sem byggir á svörum foreldra við sambærilegum spurningum (Jón Gunnar Bernburg o.fl., óbirt handrit).

Umfang fátæktar í skólahverfinu. Fátækt meðal jafnaldra í skólahverfinu er mæld með því að reikna meðalgildi svarenda í hverjum skóla á fyrrgreindri fátæktarmælingu. Þess má geta að þessi mæling hefur sterka fylgni við meðal- tekjur fjölskyldufólks í skólahverfunum (fylgnin er -0,61 í þéttbýli og -0,73 í

dreifbýli).2 Þá má benda á að umtalsverð dreifing er á umfangi fátæktar milli

skólahverfa, eins og sjá má í Viðauka. Þannig er hundraðshlutfall þeirra sem segja að fjárhagsstaða foreldra sé slæm (stundum, oft eða nær alltaf) um þrjú prósent í því skólahverfi þar sem hlutfallið er minnst en 45 prósent segja svo vera í því skólahverfi þar sem hlutfallið er mest.

Stjórnbreytur. Eftirfarandi breytum er stjórnað í greiningunni hér að neðan: Kyni, búsetustöðugleika (þ.e. hvort viðkomandi hafi flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag á liðnum 12 mánuðum eða ekki), fjölskyldugerð (þ.e. hvort við- komandi búi hjá báðum foreldrum eða ekki) og innflytjendastöðu (þ.e. hvort viðkomandi eigi foreldra sem báðir eru fæddir erlendis eða ekki). Vegna plássleysis eru niðurstöður fyrir þessar breytur ekki birtar í töflum. Upp- lýsingar um einfalda tölfræði er að finna í töflu 1.

Tafla 1. Lýsandi tölfræði

Meðal- gildi Staðal- frávik Lægsta gildi Hæsta gildi Mælingar á einstaklingsstigi (N = 5491) Fátækt 1,32 0,57 1 5 Normleysi 2,99 0,76 1 5 Reiði 1,79 0,70 1 4 Afbrotahegðun -0,01 0,59 -0,23 11,26 Ofbeldishegðun 1,61 1,02 1 7

Mæling á stigi skólahverfisins (N = 83)

Umfang fátæktar í skólahverfinu 1,35 0,11 1,18 1,74 Tölfræðigreining

Notast er við línulega fjölstigagreiningu (hierarchical linear regression) til þess að prófa hvort áhrif fátæktar á háðu breyturnar (reiði, normleysi, afbrotahegðun

2 Þessir útreikningar eru byggðir á upplýsingum frá Hagstofu Íslands (sjá í Jón Gunnar Bernburg o.fl. óbirt handrit).

Er fátækt afstæð? 175 og ofbeldi) séu markækt háð umfangi fátæktar í skólahverfinu (sjá í Bryk og Raudenbush, 1992). Vegna plássleysis er aðeins stiklað á stóru í umræðu um greiningu og niðurstöður hér á eftir. Ítarlegri upplýsingar um greininguna er að finna í Jón Gunnar Bernburg, Þórólfur Þórlindsson og Inga Dóra Sigfús- dóttir (óbirt handrit). HLM5 var notað við greiningu gagnanna (Raudenbush, Bryk og Cheong, 2001).

Niðurstöður

Tafla 2 sýnir forspá fyrir línuleg áhrif fátæktar á háðu breyturnar eftir því hvert umfang fátæktar í skólahverfinu er (grunnjafna ekki birt í töflu). Þannig sýnir efsta röðin í töflunni hver áhrif fátæktar á háðu breyturnar eru að jafnaði í skólahverfum þar sem fátækt er afar sjaldgæf (þ.e. þar sem fátækt er nálægt tveimur staðalfrávikum undir meðalgildi fátæktar). Næstefsta röðin sýnir áhrifin í skólahverfum þar sem fátækt er sjaldgæf (þ.e. þar sem fátækt er einu staðalfráviki undir meðalgildi fátæktar) og svo koll af kolli. Stjórnað er fyrir áhrifum kyns, búsetu, fjölskyldugerðar og búsetustöðugleika.

Niðurstöður sýna að unglingar sem upplifa fátækt heima sýna að jafnaði meiri reiði, veikari hollustu við norm og gildi og meiri frávikshegðun (ofbeldishegðun, afbrotahegðun) en aðrir unglingar. Þetta má sjá í röðinni sem ber titilinn „Skólahverfi þar sem fátækt er á meðaltali.“ Þessi meðaláhrif fátæktar eru í öllum tilfellum tölfræðilega marktæk (p < 0,001), að teknu tilliti til fjölskyldugerðar, búsetu, búsetuflutninga og innflytjendastöðu.

Jafnframt staðfesta niðurstöður megintilgátur okkar, að áhrif fátæktar á reiði, veika hollustu við norm og gildi og frávikshegðun séu háð efnahags- stöðu jafnaldranna í skólahverfinu (samvirknin er tölfræðilega marktækt í öllum fjórum tilfellunum; p < 0,05). Fram kemur í töflunni að tölfræðileg áhrif fátæktar á reiði og aðrar neikvæðar útkomur eru að jafnaði mun sterkari í skólahverfum þar sem fátækt er sjaldgæf en í skólahverfum þar sem fátækt er algeng. Til dæmis eru tölfræðileg áhrif fátæktar á reiði unglinga að meðal- tali 0,21 en áhrifin eru 0,09 í skólahverfum þar sem fátækt er mjög algeng og 0,29 í skólahverfum þar sem fátækt er mjög sjaldgæf. Á sama hátt eru áhrif fátæktar á afbrotahegðun og ofbeldishegðun að jafnaði nánast engin í skólahverfum þar sem fátækt er mjög algeng en áhrifin eru umtalsverð (0,22 fyrir afbrot og 0,30 fyrir ofbeldi) í skólahverfum þar sem fátækt er mjög sjaldgæf.

176 Félagsfræði Jón Gunnar B., Þórólfur Þ. og Inga Dóra S.

Tafla 2. Áhrif fátæktar á reiði, normleysi, afbrotahegðun og ofbeldishegðun – eftir umfangi fátæktar í skólahverfinu

HÁÐAR BREYTUR

Reiði Normleysi Afbrot Ofbeldi

Skólahverfi þar sem fátækt er afar sjaldgæf 0,29 0,23 0,22 0,30

Skólahverfi þar sem fátækt er sjaldgæf 0,27 0,21 0,19 0,25

Skólahverfi þar sem fátækt er á meðaltali 0,21 0,16 0,13 0,16

Skólahverfi þar sem fátækt er algeng 0,15 0,11 0,07 0,07

Skólahverfi þar sem fátækt er afar algeng 0,09 0,06 0,01 -0,02

Skýring: Taflan sýnir forspá fyrir óstaðlaða hallastuðla úr línulegu stigveldisaðhvarfi (hierarchical linear regression). Eftirtöldum breytum er stjórnað í greiningunni: Kyni, búsetu, fjölskyldugerð, búsetuflutningum, innflytjendastöðu.

Lokaorð

Niðurstöður veita nokkuð eindregin stuðning við tilgátur og styðja þannig kenninguna um afstæðan skort. Tölfræðilegt samband fátæktar við reiði, veika hollustu við norm og gildi og frávikshegðun er mun sterkara að jafnaði í skólahverfum þar sem fátækt er sjaldgæf en í skólahverfum þar sem fátækt er algeng. Tengsl fátæktar við þessa þætti eru þannig meiri eftir því sem unglingar upplifa meiri velsæld í skólahverfi sínu. Ein skýring á þessu mynstri er sú að fátækir unglingar sem búa í skólahverfum þar sem efnaleg velsæld er mikil upplifi fremur afstæðan skort (til dæmis miðað við jafnaldrana í skólanum) en fátækir unglingar sem búa í skólahverfum þar sem efnaleg velsæld er minni. Niðurstöður okkar eru í samræmi við niðurstöður tveggja bandarískra rannsókna sem báðar hafa leitt í ljós að neikvætt samband þjóðfélagsstöðu við afbrotahegðun ungmenna er sterkara í hverfum þar sem velsæld er meiri (Johnstone, 1978; Jarjoura og Triplett, 1997).

Hafa ber í huga eðlilega fyrirvara á rannsókninni og ólíka túlkunarmögu- leika. Fyrst ber að benda á að upplifun unglinga á efnalegri velsæld annarra (t.d. jafnaldra) var ekki mæld beint. Ekki hefur því beinlínis verið prófað hvort ólík upplifun unglinga á velsæld skólafélaganna útskýri hvers vegna áhrif fátæktar á reiði og frávikshegðun eru ólík milli skólahverfa. Aðrar túlkanir koma til greina. Til að mynda má vera að unglingar sem koma úr efnalitlum fjölskyldum lendi frekar í því að vera útilokaðir frá þátttöku í jafnaldrahópnum í skólahverfum þar sem velsæld er meiri. Frekari rannsókna er þörf til þess að skera úr um þetta álitamál.

Er fátækt afstæð? 177 Jafnframt er rétt að hafa í huga að aðrar skýringar gætu spilað hlutverk í þessu sambandi. Til að mynda valda efnahagslegir erfiðleikar oft álagi og tengslarofi innan fjölskyldunnar sem aftur hafa tilhneigingu til þess að valda vanda í lífi barna og unglinga (Sampson og Laub, 1994). Þess má þó geta að ofangreindar niðurstöður breytast ekki við það að stjórna fyrir áhrifum fjöl- skylduþátta (sjá í Jón Gunnar Bernburg o.fl., óbirt handrit). Loks ber að hafa í huga að í rannsóknum á borð við þessa, þar sem ekki er unnt að framkalla hreinar tilraunaaðstæður, er ekki hægt að fullyrða um orsakatengsl milli þátta á grundvelli fylgnisambanda einvörðungu. Niðurstöðum til stuðnings má þó benda á að erlendar rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á skaðleg áhrif fátæktar á líðan, lífsstíl, getu og lífshlaup barna og unglinga (Bjerk, 2007; Farnworth, Thornberry, Krohn og Lizotte, 1994; Sampson og Laub, 1994).

Hvað sem þessum vangaveltum líður benda niðurstöður til þess að fátækt sé áhættuþáttur í lífi íslenskra unglinga. Þessi niðurstaða er mikilvæg í sjálfu sér þar sem rannsóknir á áhrifum fátæktar á líðan, viðhorf og hegðun barna og ungmenna hafa verið af skornum skammti hérlendis (sjá þó Cynthia Lisa Jeans og Guðný Björk Eydal, 2005). Niðurstöður sýna að unglingar sem upplifa mikla efnahagslega erfiðleika heima hjá sér eru að jafnaði reiðari, hafa veikari hollustu við félagsleg norm og gildi og þeir sýna að jafnaði meiri afbrota- og ofbeldishegðun. Niðurstöður af þessu tagi ættu að verða til þess að rannsakendur beini sjónum sínum í auknum mæli að fátækt og áhrifum hennar á lífsskilyrði og hegðun barna og ungmenna hérlendis.

Heimildir

Agnew, R. (1999). A general strain theory of community differences in crime. Journal of Research in Crime and Delinquency, 36, 123-155.

Baron, S. W. (2006). Street youth, strain theory, and crime. Journal of Criminal Justice, 34, 209-223.

Bjarnason, D. S. (1974). A study of the intergenerational difference in the perception of stratification in urban Iceland. Óbirt M.A. ritgerð: University of Keele, Department of Sociology.

Bjerk, D. (2007). Measuring the relationship between youth criminal participation and household economic resources. Journal of Quantitative Criminology, 23, 23-39.

Bryk, A. S. og Raudenbush, S. W. (1992). Hierarchical linear models: Application and data analysis methods. Newbury Park, CA: Sage Publication.

178 Félagsfræði Jón Gunnar B., Þórólfur Þ. og Inga Dóra S. Burton, V. S., Cullen, F. T., Evans, T. D. og Dunaway, R. G. (1994).

Reconsidering strain theory: Operationalization, rival theories, and adult criminality. Journal of Quantitative Criminology, 10, 213-239.

Canache, D. (1996). Looking out my back door: The neighborhood context of perceptions of relative deprivation. Political Research Quarterly, 49, 547- 71.

Cynthia Lisa Jeans og Guðný Björk Eydal (2005). Viðhorf reykvískra barna til fátæktar. Í Úlfar Hauksson (ritstjóri) Rannsóknir í Félagsvísindum VI (bls. 185-192). Reykjavík: Félagsvísindastofnun HÍ.

Derogatis, L. R., Lipman, R. S. og Covi, L. (1973). SCL-90: An outpatients psychiatric rating scale – preliminary report. Psychopharmacology Bulletin, 9, 13-28.

Farnworth, M., Thornberry, T. Krohn, M. D. og Lizotte, A. J. (1994). Measurement in the study of class and delinquency – Integrating theory and research. Journal of Research in Crime and Delinquency, 31, 32-61.

Jarjoura, G. R. og Triplett, R. (1997). The effects of social area characteristics on the relationship between social class and delinquency. Journal of Criminal Justice, 25, 125-139.

Johnstone, J. W. C. (1978). Social class, social areas and delinquency. Sociology and Social Research, 63, 49-72.

Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson (2005). Violent values, conduct norms, and youth aggression: A multi-level study in Iceland. The Sociological Quarterly, 46, 455-476.

Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson (2007). Community structure and adolescent delinquency in Iceland: A contextual analysis. Criminology, 45, 201-230.

Jón Gunnar Bernburg, Þórólfur Þórlindsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir (óbirt handrit). Economic deprivation, community context, and adolescent outcomes: A multilevel test of relative deprivation theory. Handritið er til umfjöllunar í ritrýndu fagtímariti.

Krahn, H., Hartnagel, T. F. og Gartrell, J. W. (1986). Income inequality and homicide rates: Cross-national data and criminological theories. Criminology, 24, 269-295.

Merton, R. K. (1968). Social structure and anomie. Í Robert K. Merton (ritstjóri), Social theory and social structure (bls. 185-214). New York: The Free Press.

Merton, R. K. og Rossi, A. S. (1968). Contributions to the theory of reference group behavior. Í: Robert K. Merton (ritstjóri), Social theory and social structure (bls. 279-440). New York: The Free Press.

Raudenbush, S., Bryk, A. og Cheong, Y. F. (2001). HLM5: Hierarchical linear and nonlinear modeling. Lincolnwood, IL: Scientific Software International.

Er fátækt afstæð? 179 Reis, H. T. (1987). The nature of the justice motive: Some thoughts on

operation, internalization, and justification. Í John C. Masters and William P. Smith (ritstjóri), Social comparison, social justice, and relative deprivation (bls. 131-150). London: Lawrence Erlbaum Associates, Inc.

Runciman, W. G. (1966). Relative deprivation and social justice. London: Routledge & Kegan Paul.

Sampson, R. J. og Laub, J. H. (1994). Urban poverty and the family context of delinquency: A new look at structure and process in a classic study. Child Development, 65, 523-540.

Stefán Ólafsson (1996). Hugafar og hagvöxtur: Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Stefán Ólafsson (1999). Íslenska leiðin. Reykjavík: Tryggingastofnun ríkisins. Stiles, B. L., Liu, X. og Kaplan, H. B. (2000). Relative deprivation and

deviant adaptations: The mediating effects of negative self-feelings. Journal of Research in Crime and Delinquency, 37, 64-90.

Stouffer, S. A., Schuman, E. A., DeVinney, L. C., Star, S. A. og Williams, R. B. (1949). The american soldier: Adjustment during army life, vol 1. Princeton, NJ: Princeton University Press.

Tomason, R. F. (1980). Iceland: The first new society. Reykjavík: Iceland Review. Yngwe, M. Å., Fritzell, J., Lundberg, O., Diderichsen, F. og Burström, B.

(2003). Exploring relative deprivation: Is social comparison a mechanism in the relation between income and health? Social Science & Medicine, 57, 1463-1473.

Þorbjörn Broddason and Webb, K. (1975). The myth of social equality in Iceland. Acta Sociologica, 18, 49-61.

Heimilisaðstæður, félagsleg tengsl og