• No results found

Efniviður og aðferðir

Fyrri hluti rannsóknarinnar fór fram á Augndeild Landakotsspítala í sept- ember og október árið 1996. Að fengnu samþykki Tölvunefndar og Siða- nefndar var tekið slembiúrtak úr Þjóðskrá. Um var að ræða 1700 Reykvíkinga sem allir voru 50 ára eða eldri eða sem nam 6,4% af borgarbúum á þessum aldri. Af þeim reyndust 64 hafa látist og ekki náðist í 256 einstaklinga sem m.a. höfðu skipt um heimili án þess að tilkynna Þjóðskrá. Unnt var að ná til 1379 einstaklinga og af þeim komu 1045 til skoðunar; 78,8% þeirra sem voru á aldrinum 50-79 ára en 51,3% þeirra sem voru eldri en 80 ára (tafla 1). Af þeim 334 einstaklingum sem haft var samband við en mættu ekki til skoð- unar; voru 91 sem ekki mættu þrátt fyrir að hafa fengið úthlutaðan skoðunar- tíma, 80 einstaklingar (allir yfir sjötugt) báru fyrir sig slæmu heilsufari og 55 (allir undir sjötugu) kváðust of uppteknir til að taka þátt. Hinir 108 sem ekki mættu báru fyrir sig öðrum ástæðum. Allir þátttakendur skrifuðu undir upp- lýst samþykki eftir að umfang og eðli rannsóknarinnar hafði verið útskýrt. Tafla 1. Þátttakendur flokkaðir eftir aldri og kyni

Aldur Karlar Konur Karlar

50-54 150 156 94 (63%) 118 (76%) 55-59 112 109 73 (65%) 77 (71%) 60-64 109 138 71 (65%) 111 (80%) 65-69 111 145 73 (66%) 99 (68%) 70-74 105 104 71 (68%) 70 (67%) 75-79 76 102 45 (59%) 65 (64%) 80+ 68 150 34 (50%) 44 (29%) Í úrtaki Mættu Konur

Allir í úrtakinu fengu sendan ítarlegan spurningalista um heilsufar og lífsvenjur (tafla 2) ásamt bréfi þar sem þeim var tilkynnt að innan tveggja vikna yrði hringt í þá og þátttöku þeirra óskað. Reynt var að hringja í tilvonandi þátttakendur allt að þrisvar sinnum á dag í þrjá daga, bæði á vinnutíma og utan hans. Í símtalinu voru þátttakendur aðstoðaðir við að fylla út spurningalistann og það sem vafðist fyrir þeim var lokið við þegar mætt var í sjálfa rannsóknina.

132 Félagsfræði Ársæll Már Arnarsson Tafla 2. Atriði sem voru á spurningalista

1. Aldurstengdar breytur: Aldur, aldur við tíðahvörf, öldrunarblettir á húð 2. Kyn, hjúskaparstaða, menntun

3. Líkamsþyngdarstuðull (body mass index) reiknaður út frá upplýsingum frá þátttakendum um hæð og þyngd

4. Reykingar voru bæði gróflega metnar (aldrei reykt, reykt áður eða reyki nú) og reynt að magnbinda þær í æviskammt (pakka-ár)

5. Áfengisneysla var gróflega metin (aldrei drukkið, drykkju hætt eða nota áfengi núna), skoðuð eftir tíðni (aldrei, sjaldnar en einu sinni í mánuði eða oftar en einu sinni í mánuði) og tegund (vín, bjór eða sterkt)

6. Útivera var áætluð og tillit tekið til atvinnu, vinnudaga og frídaga, sólhlífðar og undirlags (gras, steypa eða sjór)

7. Þátttakendur voru beðnir um upplýsingar um sjúkdómssögu og lyfjanotkun 8. Húðgerð

9. Þátttakendur voru beðnir um að merkja við tíðni neyslu sinnar á tilteknum matvælum á þremur aldursskeiðum: a) 20 – 40 ára, b) 40 – 60 ára og c) Við upphaf rannsóknarinnar (1996)

Allir þátttakendur fengu rækilega augnrannsókn sem fól í sér mælingar á sjónlagi, augnþrýstingi, Scheimflug-myndatöku af forhólfi augans, raufar- smásjárskoðun og ljósmyndun, mælingu á öxullengd og þykkt hornhimnu og mælingar á sjónskerpu. Sjáöldur voru víkkuð að hámarki með blöndu af 1% tropikamíði og 10% fenýlefríni og raufarsmásjárskoðun með 78-díópter linsu var framkvæmd. Tvær tvísæismyndir voru teknar samtímis af augnbotninum. Filmurnar voru svo rammaðar og skoðaðar í þrívíddarmyndsjá með 2,8 sinnum stækkun.

Stuðst var við alþjóðlegt greiningar- og stigunarkerfi (Bird o.fl., 1995) við greininguna sem fram fór við Moorfields Augnsjúkrahúsið í London. Sömu tveir sérfræðingarnir greindu alla þátttakendur í bæði skiptin, en þeir höfðu engin gögn umfram myndirnar.

Greiningarmerki fyrra stigs ellihrörnunar í augnbotnum voru drúsen eða sorturek ≥ 63µm í þvermál inn á miðsvæði sjónhimnu. Seinna stig elli- hrörnunar var annars vegar greint sem þurr rýrnun ef um var að ræða vel afmarkað svæði (≥ 175µm í þvermál) með engu litarefni (depigmentation) og beru æðaneti (choriodea). Hinsvegar var greind vot hrörnun ef sjáanlegt los var á sjónhimnu eða litþekju, blæðingar eða örvefsmyndun eftir blæðingar á þessum stöðum.

Seinni hluta rannsóknarinnar fór fram í september og október 2001. Sömu breytur voru þá skoðaðar aftur með sömu aðferðum. Af þeim 1045

Hjúskaparstaða sem áhættuþáttur augnsjúkdóms 133 einstaklingum sem tóku þátt 1996, voru 846 skoðaðir fimm árum seinna. Á þessu tímabili höfðu 83 þátttakendur látist. Þannig voru 88,2% þeirra sem voru á lífi skoðuð aftur 2001. Nýgengi var skilgreint sem sjúkdómur í öðru hvoru auga við fimm ára skoðun, þar sem sannanlega hafði fundist sjúk- dómur í hvorugu auga árið 1996.

Gögnin voru slegin inn í sérútfærðan Microsoft Access gagnagrunn og SPSS notað til tölfræðiútreikninga. Hlutfallsleg líkindi (odds ratio - OR) og 95% öryggismörk (95% CI) voru fyrst reiknuð fyrir einbreytugreiningu en síðan voru öll tengsl skoðuð í lógistískri fjölbreytuaðhvarfsgreiningu (multivariate logistic regression), þar sem stjórnað var fyrir áhrifum aldurs, kyns og reykinga.

Niðurstöður

Í úrtakinu voru hlutfallslega fleiri konur eftirlifendur/fráskildar eða ein- hleypar (33% og 11%) heldur en karlar (10% og 8%) sem að hluta til skýrist af fleiri eldri konum (tafla 1). Meðalaldur fólks í sambúð var marktækt lægri (63 ár, staðalfrávik = 9) heldur en bæði einhleypra (67 ár, staðalfrávik = 10) og eftirlifenda/fráskildra (69 ár, staðalfrávik = 10) (p = 0.000). Áður hefur verið sýnt fram á að aldur er sterkur áhættuþáttur fyrir bæði stig ellihrörnunar en engin munur kom fram hjá kynjum í þessu úrtaki (Jónasson o.fl., 2005).

Fólk í sambúð var í minni áhættu á að fá mjúk drúsen á fimm árum rannsóknarinnar, heldur en þeir sem voru fráskildir eða höfðu misst maka. Einhleypir einstaklingar voru í marktækt minni áhættu að fá sorturek en þeir sem voru fráskildir eða höfðu misst maka (tafla 3).

Tafla 3. Áhrif hjúskaparstöðu á fimm ára nýgengi ellihrörnunar í augn- botnum

Einhleypir Í sambúð

Einkenni OR OR (95% CI) OR (95% CI)

Drúsen 1,00 1,04 (0,48-2,27) 0,49 (0,29-0,83)** Sorturek 1,00 0,39 (0,18-0,88)* 0,83 (0,46-1,51) Seinni stig 1,00 0,51 (0,03-8,26) 0,99 (0,11-8,97) *p = 0,05 **p = 0,01 Fráskildir/Eftirlifendur

Þar sem bæði áfengisneysla og mataræði höfðu áður sýnt sig hafa áhrif á þessa áhættuþætti (Arnarsson o.fl., 2006) þá skoðuðum við hvort einhver munur væri á þessum þáttum eftir hjúskaparstöðu.

134 Félagsfræði Ársæll Már Arnarsson Hlutfallslega flestir einhleypingar drekka oftar en einu sinni í mánuði (5,1%), en það gera 4,2% þeirra sem eru í sambúð og 3,6% eftirlifenda/frá- skildra. Þá er síðastnefndi hópurinn líklegastur til að drekka aldrei (24,0%), en því sleppa einnig 16,7% einhleypra og 14,3% sambúðarfólks. Munurinn milli eftirlifenda/fráskildra og sambúðarfólks er þar tölfræðilega marktækur (p = 0,001). Áfengisneysla sambúðarfólks gæti hugsanlega skýrt einhvern hluta af verndandi áhrifum beggja breyta. Auk þess sést munur í neyslu á fæðutegundum sem sýnt hafa verndandi áhrif gegn ellihrörnun. Ef skoðað er hlutfall þeirra sem borða trefjaríkt grænmeti fjórum til sjö sinnum í viku, kemur í ljós að það á við um 20,6% þeirra sem eru í sambúð, 11,6% fráskildra/eftirlifenda og aðeins 8,0% einhleypra. Þegar horft er á hópinn sem borðar trefjaríkt grænmeti aldrei eða sjaldnar en einu sinni í mánuði, sést að hlutfallslega fleiri einhleypir (21,3%) og eftirlifendur/fráskildir (19,3%) fylla þann hóp heldur en sambúðarfólk (11,3%).

Ályktun

Klein og félagar (2001) fundu út að fráskildir einstaklingar voru í marktækt meiri áhættu á fimm ára nýgengi fyrra stigs ellihrörnunar í augnbotnum. Í okkar rannsókn kemur fram að einstaklingar í sambúð hafa marktækt minni hættu á fimm ára nýgengi drúsena og að einhleypingar eru í marktækt minni áhættu á fimm ára nýgengi sortureks. Samspil ýmissa þátta getur mögulega ráðið þessari útkomu. Áfengisneysla og mataræði sýna sig einnig að hafa áhrif á þessar breytingar í okkar rannsókn og ekki er ólíklegt að áhrif hjúskaparstöðu séu óbein í gegnum heilsufar og lífstíl.

Styrkleiki þessarar rannsóknar felst í stóru slembiúrtaki, ágætu mætingar- hlutfalli bæði við grunnlínumælingu árið 1996 og við fimm ára eftirfylgni, og stöðugleika í mæli- og greiningaraðferðum. Hinsvegar er fjöldi einstaklinga með seinni stig ellihrörnunar takmarkaður. Aðeins var sýnt fram á fimm ára nýgengi votrar ellihrörnunar hjá einum einstaklingi og sjö greindust með þurra rýrnun. Þetta þýðir að tölfræðilegt afl er ekki til staðar til að reikna áhættu fyrir seinni stig hrörnunar. Auk þess ber að gjalda sérstakan varhug við gríðarlegum fjölda útreikninga, sem samkvæmt líkindalögmálum hljóta að fela í sér möguleikann að út komi fölsk tengsl. Þá telst það einnig galli á rannsókninni að ekklum og ekkjum er steypt í hóp með fráskildum, þó rann- sóknir hafi reyndar sýnt að áhrif hjúskaparstöðu á heilsufar þessara hópa sé nokkuð svipað (Cheung 2000; Johnson o.fl., 2000).

Hjúskaparstaða sem áhættuþáttur augnsjúkdóms 135 Ljóst er að hjúskaparstaða getur haft marktæk áhrif á framgang augn- sjúkdóma á tiltölulega skömmum tíma. Þessi áhrif kunna að vera lýsandi fyrir almennt heilsufar og lífstíl fólks í mismunandi hjúskaparstétt.

Heimildir

Arnarsson, Á., Sverrisson, T., Stefánsson, E., Sigurðsson, H., Sasaki, H., Sasaki, K. og Jónasson, F. (2006). Risk Factors for Five-Year Incident Age-related Macular Degeneration: The Reykjavík Eye Study. American Journal of Ophthalmology, 142, 419-428.

Bird, A. C., Bressler, N. M., Bressler, S. B., Chisholm, I. H., Coscas, G., Davis, M. D., de Jong, P. T., Klaver, C. C., Klein, B. E. K., Klein, R., Mitchell, P., Sarks, J. P., Sarks, S. H., Sourbrane, G., Taylor, H. R. og Vingerling, J. R. (1995). An international classification and grading system for age-related maculopathy and age-related macular degeneration. The International ARM Epidemiological Study Group. Survey of Ophthalmology, 39, 367-374.

Cheung, Y. B. (2000). Marital status and mortality in British women: a longitudinal study. International Journal of Epidemiology, 29, 93-99.

Gottfreðsdóttir, M. S., Sverrisson, T., Musch, D. C. og Stefánsson, E. (1999). Age related macular degeneration in monozygotic twins and their spouses in Iceland. Acta Ophthalmologica Scandinavica, 77, 422-5.

Gove, W. R. (1973). Sex, Maritial Status, and Mortality. The American Journal of Sociology, 79, 46-67.

Guðleif Helgadóttir, Friðbert Jónasson, Haraldur Sigurðsson, Kristinn P. Magnússon og Einar Stefánsson (2006). Aldursbundin hrörnun í augnbotnum – yfirlitsgrein. Læknablaðið, 92, 685-696.

Johnson, N. J., Backlund, E., Sorlie, P. D. og Loveless, C. A. (2000). Marital status and mortality: the national longitudinal mortality study. Annals of Epidemiology, 10, 224-38.

Jónasson, F. og Thordarson, K. (1987). Prevalence of ocular disease and blindness in a rural area in the eastern region of Iceland during 1980 through 1984. Acta Ophthalmologica Scandinavica, 182, s40-43.

Jónasson, F., Arnarsson, Á., Peto, T., Sasaki, H., Sasaki, K. og Bird, A. C. (2003). The prevalence of age-related maculopathy in Iceland: The Reykjavík Eye Study. Archives of Ophthalmology, 121, 379-385.

Jónasson, F., Arnarsson, Á., Peto, T., Sasaki, H., Sasaki, K. og Bird, A. C. (2005). 5-Year Incidence of Age-Related Maculopathy in the Reykjavik Eye Study. Ophthalmology, 112, 132–138.

136 Félagsfræði Ársæll Már Arnarsson Joung, I. M. A., van de Mheen, H., Stronks, K., van Poppel, F. W. A. og

Mackenbach, J. P. (1994). Differences in Self-Reported Morbidity by Marital Status and by Living Arrangement. International Journal of Epidemio- logy, 23, 91-97 .

Klaver, C. C., Assink, J. J., van Leeuwen, R., Wolfs, R. C. W., Vingerling, J. R., Stijnen, T., Hofman, A. og de Jong P. T. V. M. (2001). Incidence and progression rates on age-related maculopathy: the Rotterdam Study. Investigative Ophthalmology and Visual Science, 42, 2237-2241.

Klein, R., Klein, B. E. K., Jensen, S. C. og Meuer, S. M. (1997). The five-year incidence and progression of age-related maculopathy: the Beaver Dam Study. Ophthalmology, 104, 7-21.

Klein, R., Klein, B. E. K., Jensen, S. C. og Moss, S. E. (2001). The relation- ship of socioeconomic factors to the incidence of early age-related maculopathy: the Beaver Dam Eye Study. American Journal of Ophthalmo- logy, 132, 128-131.

Klein, R., Klein, B. E. K. og Linton, K. (1992). Prevalence of age-related maculopathy. The Beaver Dam Study. Ophthalmology, 99, 933-943.

Mitchell, P., Smith, W., Attebo, K. og Wang, J. J. (1995). Prevalence of age- related maculopathy in Australia. The Blue Mountains Eye Study. Ophthalmology, 102, 145-1460.

Ólafur Már Björnsson og Bettina Kinge (2005). Hrörnun í augnbotnum– yfirlit. Læknablaðið, 91, 591-5.

Tomany, S. C., Wang, J. J., van Leeuwen, R., Klein, R., Mitchell, P., Vingerling, J., Klein, B. E. K., Smith, W. og de Jong, P. (2004). Risk factors for incident age-related macular degeneration: pooled findings from three continents. Ophthalmology, 111, 1280-1287.

Verbrugge L. M. (1979). Marital Status and Health. Journal of Marriage and the Family, 41, 267-285.

Vingerling, J. R., Dielemans, I., Hofman, A., Grobbee, D. E., Hijmering, M., Kramer, C. F., de Jong, P. T. (1996). The prevalence of age-related maculopathy in the Rotterdam Study. Ophthalmology, 103, 196-197.

Wang, J. J., Foran, S., Smith, W. og Mitchell, P. (2003). Risk of age-related macular degeneration in eyes with macular drusen or hyperpigmentation: the Blue Mountains Eye Study Cohort. Archives of Ophthalmology, 121, 658- 663.