• No results found

Margrét Valdimarsdóttir Jón Gunnar Bernburg

Undanfarna áratugi hefur frávikshegðun unglinga verið viðfangsefni ótal rannsókna í félags- og afbrotafræði. Í þessum rannsóknum hefur orðið til umtalsverð þekking á því hvaða þættir tengjast vímuefnaneyslu, afbrotum og ofbeldishegðun ungs fólks. Eitt af því sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að heimilisaðstæður unglinga skipta máli. Rannsóknir hafa leitt í ljós að bág efnahagsstaða (Smith og Stern, 1997), fjölskyldusundrun (Bjarnason, Andersson, Choquet, Elekes, Morgan og Rapinett, 2003; Quensel, McArdle, Brinkley, Wiegersma, Blom, Fitzgerald o.fl, 2002) og áfengis- og vímuefna- neysla foreldra (Jensen og Brownfield, 1983) auka líkur á frávikshegðun barna og unglinga.

Þrátt fyrir að fræðimenn séu almennt sammála um þessi tölfræðilegu sambönd greinir þá á um hvernig beri að skýra þau (Sampson og Laub, 1994; Matsueda, 1982; Farnworth og Lieber, 1989; Jensen og Brownfield, 1983; Thornberry, Lizotte, Krohn, Farnworth og Jang, 1994). Ein skýring á því hvers vegna erfiðar heimilisaðstæður (bág efnahagsstaða, rofin fjölskyldugerð og ölvun foreldra) auka líkur á frávikshegðun unglinga gæti verið sú að aðstæður af þessu tagi hafa tilhneigingu til þess að draga úr félagslegu taumhaldi innan fjölskyldunnar. Kenningar um félagslegt taumhald (social control theory) leggja áherslu á að unglingar eru líklegri til að hlýða reglum og halda sig frá frávikshegðun ef þeir eru í góðum tengslum við stofnanir samfélagsins (Kornhauser, 1978). Tengsl unglinga við foreldra sína eru talin einkar mikilvæg í þessu sambandi (Hirschi, 1969). Ungmenni sem eru í góðum tengslum við foreldra sína eru næmari á væntingar þeirra og vilja síður valda þeim vonbrigðum með frávikshegðun. Jafnframt hafa unglingar færri tækifæri til þess að sýna frávikshegðun þegar foreldrar hafa eftirlit með þeim. Kenningarnar um félagslegt taumhald fá töluverðan stuðning í rannsóknum á frávikshegðun unglinga (sjá yfirlit í Smith og Stern, 1997 bls. 408-409).

182 Félagsfræði Margrét Valdimarsd. og Jón Gunnar Bernburg Sterk rök eru fyrir því að halda því fram að erfiðar heimilisaðstæður dragi oft úr tengslum milli foreldra og unglinga og getu foreldra til þess að vera virkir þátttakendur í lífi barna og unglinga. Bág efnahagsstaða og ölvun foreldra eru þættir sem valda oft miklu álagi á bæði foreldra og börn, en álag af þessu tagi dregur líklega úr jákvæðri tengslamyndun innan fjölskyldunnar (Larzelere og Patterson, 1990; Sampson og Laub, 1994). Þá hafa einstæðir foreldrar oft minni tíma til þess að vera virkir þátttakendur í lífi barna sinna (Barnes og Farrel, 1992; Kierkus og Baer, 2002; Rankin og Roger, 1994; Rebellon, 2002; Sokol-Katz, Dunham og Zimmerman, 1997).

Tilgangur rannsóknar okkar er að skoða hvort bág efnahagsstaða foreldra, einstæði foreldra og ölvun foreldra tengist frávikshegðun unglinga (vímu- efnaneyslu, afbrotum og ofbeldishegðun). Jafnframt prófum við hvort félags- legt taumhald (tengsl og eftirlit foreldra) miðli tölfræðilegum áhrifum þessara þátta á frávikshegðun unglinga.

Aðferð

Gögn og framkvæmd

Nafnlaus spurningalistakönnun var lögð fyrir grunnskóla á landinu öllu árið 2006 (Álfgeir Logi Kristjánsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Jón Sigfússon, 2006). Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk sem mættu í skólann dagana sem könnunin fór fram. Heildarfjöldi svarenda var 7430. Þegar búið var að taka tillit til brottfallsgilda á hverri spurningu voru svarendur í aðhvarfsgreiningarjöfnum frá 6532-7026. Nemendur höfðu tvær kennslustundir í skólanum til þess að svara þessum spurningum. Nemendur fengu engin önnur fyrirmæli en að svara spurningalistunum eftir bestu getu. Mælitæki

Háðar breytur: Mæling á fíkniefnaneyslu er sett saman úr sex spurningum um áfengisneyslu, hassreykingar og tóbaksneyslu og búinn til vísir með meðalgildi þeirra (α=,86; vísir frá 1-7; meðalt.=1,73; s=1,02). Þótt tóbak og áfengi séu ekki ólögleg fíkniefni er neysla þeirra ólögleg fyrir þennan aldurshóp og vissulega frávikshegðun.

Mæling á afbrotahegðun er sett saman úr sex spurningum. Spurt var hversu oft á síðustu 12 mánuðum viðkomandi hefði framið ýmis ólögleg athæfi. Þessi athæfi eru frá því að stela einhverju sem er minna en 5000 kr. virði yfir í að beita ofbeldi til þess að ræna. Svarmöguleikar voru á bilinu 1 (aldrei) til 7 (18 sinnum eða oftar) (α=,75; vísir frá 1-7; meðalt.=1,19; s=0,47).

Heimilisaðstæður, félagsleg tengsl og frávikshegðun unglinga 183 Ofbeldishegðun er mæld með sex spurningum. Spurt var hve oft krakkarnir höfðu beitt eftirtöldu á síðustu 12 mánuðum: Kýlt einhvern, hrint ein- hverjum, sparkað í einhvern, slegið einhvern, tekið einhvern hálstaki, hótað einhverjum ofbeldi. Svarmöguleikar voru á bilinu 1 (aldrei) til 7 (18 sinnum eða oftar) (α=,90; vísir frá 1-7; meðalt.=1,76 s=1,18).

Óháðar breytur: Ölvun foreldra var sett saman úr tveimur spurningum. Spurt var: Drekkur annað hvort eftirtalinna móðir/faðir áfengi þannig að hann/hún verði ölvaður/ölvuð, svo þú vitir til? Svarmöguleikar voru frá 1(nei, aldrei) upp í 5 (já, mjög oft). Ölvun móður og föður var sett saman og búin til vísir með meðalgildi (α=,74; vísir frá 1-5, meðalt.=1,64; s=,79).

Til þess að skoða fjölskyldugerð voru búnar til tvær tvígildar breytur úr spurningunni: Hverjir eftirtalinna búa heima hjá þér? Á annarri breytunni, einstæðir foreldrar, er þeim unglingum sem búa aðeins hjá öðru foreldri gefið gildið 1 en aðrir fá 0. Á hinni breytunni, stjúpfjölskylda, fá ungmenni sem búa hjá móður eða föður og sambýlismanni/konu gildið 1 en aðrir 0. Fyrri rann- sóknir hafa sýnt fram á mismunandi áhrif þess að búa hjá einstæðum foreldrum annars vegar og í stjúpfjölskyldu hins vegar (Brown, 2006). 1,9% af úrtakinu svöruðu að þeir byggju við annað fyrirkomulag eða á eigin vegum, til einföldunar voru svör þeirra ekki notuð og því skilgreind sem ógild (15% svarenda búa hjá einstæðu foreldri en 13% hjá foreldri og stjúpforeldri).

Til þess að mæla efnahagsstöðu foreldra voru svarendur beðnir um að gera grein fyrir því hvort og í hve miklum mæli eftirfarandi aðstæður ættu við hjá þeim: Foreldrar þínir eru illa staddir fjárhagslega/hafa ekki efni á að eiga og reka bíl/hafa varla næga peninga til að borga brýnustu nauðsynjar/hafa ekki ráð á þeirri tómstundastarfsemi sem þú vilt helst stunda. Svarmöguleikar voru á fimm punkta kvarða frá 1 (nær aldrei) til 5 (nær alltaf). Þannig merkir hærri tala hér því meiri fátækt (α =,77; vísir frá 1-5, meðalt.=1,36; s=,62).

Miðlunarbreytur: Til þess að mæla félagslegt taumhald voru settar saman þrjár mælingar. Í fyrsta lagi var búin til mæling fyrir tengsl við foreldra. Svarendur voru beðnir um að taka afstöðu til fullyrðinga: Hversu auðvelt eða erfitt væri fyrir þig að fá eftirtalið hjá foreldrum þínum? Umhyggju og hlýju, samræður um persónuleg málefni, ráðleggingar varðandi námið, ráðleggingar varðandi önnur verk þín og aðstoð við ýmis verk. Svarmöguleikar voru á fjögurra punkta skala frá mjög erfitt (1) til mjög auðvelt (4) (α=,86; meðalt.=3,43; s=,60).

Rannsóknir sem skoðað hafa félagslegt taumhald sem hindrun í frávikshegðun unglinga hafa lagt áherslu á beint og óbeint eftirlit (t.d. Warr, 1993 og 2005). Í samræmi við Warr (1993) var sett saman mæling á tíma sem

184 Félagsfræði Margrét Valdimarsd. og Jón Gunnar Bernburg unglingar eyða með foreldrum sínum eftir skóla og um helgar, sú mæling er beint eftirlit. Meðalgildi tveggja spurninga var sett saman: hversu vel eiga eftir- farandi fullyrðingar við um þig? Ég er með foreldrum utan skólatíma á virkum dögum/ég er með foreldrum um helgar. Svarmöguleikar voru á fimm punkta kvarða (nær aldrei (1)/sjaldan/stundum/oft/nær alltaf(5) α=,78; meðalt.=3,06; s=,99). Til þess að mæla óbeint eftirlit var lagt saman meðalgildi á sjö spurningum sem mæla hversu vel foreldrar fylgjast með unglingum án þess þó að vera á staðnum. Þessar spurningar varða hvort foreldrar viti hvar unglingarnir eru á kvöldin, með hverjum þeir eru, hvort foreldrar þekki vini eða foreldra vina unglinga sinna (1=lítið óbeint eftirlit-5=mikið óbeint eftirlit; α=,82; meðalt.=2,75; s=,62). Báðar þessar mælingar eru í samræmi við margar fyrri mælingar á beinu og óbeinu eftirliti foreldra (Warr, 1993 og 2005; Vitaro, Brendgen og Tremblay, 2000).

Stjórnbreytur: Kyn er mælt með tvígildri breytu þannig að piltar fá gildið 0 en stúlkur 1.

Niðurstöður

Megintilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort áhrifum ölvunar foreldra, efnahagsstöðu foreldra og fjölskyldugerðar á frávikshegðun ung- linga sé miðlað af tengslum við foreldra og eftirliti foreldra. Niðurstöður styðja tilgátur um miðlun. Í fyrsta lagi kemur fram að bæði ölvun foreldra og bág efnahagsstaða hafa marktæk jákvæð áhrif á vímuefnaneyslu, afbrot og ofbeldi unglinga (jöfnur 1, 3 og 5). Það að búa hjá einstæðu foreldri hefur marktæk áhrif á vímuefnaneyslu og afbrotahegðun en ekki á ofbeldishegðun. Þau ungmenni sem búa hjá einu líffræðilegu foreldri og stjúpforeldri eru marktækt líklegri til þess að sýna allar þrjár tegundir frávikshegðunar.

Í öðru lagi kemur fram að ölvun foreldra, bág efnahagsstaða og rofin fjölskyldugerð hafa allar marktæk, neikvæð áhrif á miðlunarbreyturnar, það er á tengsl við foreldra og eftirlit foreldra (jöfnur 7, 8 og 9).

Í þriðja lagi kemur fram að mælingar á tengslum við foreldra og eftirliti foreldra hafa marktæk, neikvæð áhrif á frávikshegðun unglinga (jafna 2, 4 og 6). Þó vekur það athygli að tengsl við foreldra hafa aðeins marktæk neikvæð áhrif á afbrot og ofbeldishegðun en ekki vímuefnaneyslu. Í þessu sambandi ber þó að hafa í huga að tengsl við foreldra geta líka haft óbein áhrif á frávikshegðun unglinga með því að ýta undir eftirlit og hafa áhrif á það hvernig vini unglingar eignast (Warr, 1993).

Taf la 1. Lín ule g aðhv arfsg rei ning ( O LS) Fylgibreytur Vímuefnaneysl a Afbrotah egðu n Ofbeldish egðun Tengsl Bein t ef tirlit Ó beint e ftirlit Jafna 1 Jafna 2 Jafna 3 Jafna 4 Jafna 5 Jafna 6 Jafna 7 Jafna 8 Jafna 9 Frumbreytur b b b b b b b b b Kyn (stúlk ur=1) ,034 ,099** -,166** -,152** -,725** -, 675** ,037** ,006 ,250** Ölvun forel dra ,271** ,214** ,061** ,046 ** ,149** ,111** -,076** -,130** -,084** Bág efn ahags- staða foreldra ,131** ,086** ,092** , 064** ,154** ,108** -,341** -,082** -,104** Einstæ ðir Forel drar ,191** ,133** ,031* ,016 ,015 -,030 -,081** -,285** -,124** Stjúpfjölskyl da 0,391** ,266** ,080** ,050** ,102* ,020 -,128** -,082* -,164** Miðlunarbreyt ur Tengsl -,013 -,027** -,096** Beint eftirlit -277** -064** -,131** Óbeint eftirlit -,250** -,055** -,178** Leiðrétt R² ,081 ,200 ,067 ,102 ,118 ,152 ,094 ,025 ,081 F gildi 117,971** 205,143** 95, 319** 94,147** 76,429** 146,657* * 138,284** 34,803** 116,475**

Að lokum kemur fram, eins og búist var við, að áhrif óháðu breytanna á frávikshegðun minnka umtalsvert þegar stjórnað er fyrir áhrifum félagslegs taumhalds. Þannig minnka áhrif ölvunar foreldra á frávikshegðun um 20 til 25 prósent þegar tengslum við foreldra og eftirliti er stjórnað og áhrif bágrar efnahagsstöðu á frávikshegðun minnka um 30 til 35 prósent. Áhrif fjöl- skyldugerðar á frávikshegðun minnka verulega líka þegar tengslum við foreldra og eftirliti er stjórnað. Samkvæmt marktektarprófi Sobels (Baron og Kenny, 1986) eru flest þessi miðlunarsambönd tölfræðilega marktæk.

Umræða

Við túlkun niðurstaðna er mikilvægt að hafa í huga takmarkanir rannsóknarinnar. Í fyrsta lagi ber að hafa í huga þann sjálfsagða fyrirvara, að ekki er hægt að fullyrða um orsakatengsl milli þátta á grundvelli fylgni- sambanda einvörðungu. Þá byggir rannsóknin á þversniðsgögnum og því er ekki hægt að fullyrða um tímaröð. Fræðimenn hafa bent á að sambandið á milli foreldratengsla og frávikshegðunar sé víxlverkandi yfir tíma, það er, að tengsl dragi úr frávikshegðun en frávikshegðun dragi líka úr tengslum þegar litið sé til lengri tíma (Thornberry, Lizotte, Krohn, Farnworth og Jang, 1991; Stern og Smith, 1999). Einnig eru mælingar okkar á efnahagsstöðu og fjölskyldugerð takmarkaðar. Mælingin á efnahagsstöðu mælir upplifun svarenda á fjárhagsstöðu foreldra sinna á þeim tímapunkti þegar könnun fór fram. Fyrri rannsóknir benda til þess að áhrif af tímabundnum fjárskorti og langtímafátækt séu ólík (Wagmiller, Lennon, Kuang, Alberti og Aber, 2006) en þetta gæti haft áhrif á niðurstöður okkar. Mælingin á fjölskyldugerð mælir hjá hverjum svarendur bjuggu þegar könnunin fór fram og því vitum við ekki hvort svarendur hafi alist upp hjá einstæðu foreldri eða ekki.

Með þessa fyrirvara í huga fengu þær tilgátur sem settar voru fram stuðning í greiningu okkar. Ölvun foreldra tengist aukinni vímuefnaneyslu, afbrotum og ofbeldishegðun unglinga, að hluta til vegna þess að ölvun foreldra hefur neikvæð tölfræðileg áhrif á félagslegt taumhald (þ.e. á tengsl foreldra við unglinga og eftirlit foreldra). Þá kom fram að aukin fráviks- hegðun hjá þeim unglingum sem búa hjá foreldrum sem stríða við fjárskort. Þetta samband er að hluta til tilkomið vegna þess að fjárskortur hefur neikvæð áhrif á félagslegt taumhald. Þessi niðurstaða er í góðu samræmi við fyrri niðurstöður á þessu sviði (Sampson og Laub, 1994). Loks sýna unglingar sem ekki búa hjá báðum foreldrum sínum einnig meiri fráviks- hegðun, sem virðist að hluta til vera vegna þess að þessir krakkar hafa minna

Heimilisaðstæður, félagsleg tengsl og frávikshegðun unglinga 187 félagslegt taumhald. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem benda til þess að einstæða foreldra skorti oft ýmsar bjargir sem koma niður á uppeldi (Kierkus og Baer, 2002).

Heimildir

Álfgeir Logi Kristjánsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Jón Sigfússon. (2006). Ungt fólk 2006 Menntun, menning, tómstundir og íþróttaiðkun ungmenna á Íslandi: Rannsókn meðal nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla vorið 2006. Reykjavík: Rannsóknir og greining.

Barnes, G. og Farrel, M. (1992). Parental support and Control as Predictors of Adolescent Drinking, Delinquency, and Related Problem Behavior. Journal of Marriage and the Family, 54, 763-776.

Baron, R. og Kenny, D. (1986). The Moderator-Mediator Variable Distinction in Social Psychological Research: Conceptual, Strategic, and Statistical Considerations. Journal of Personality and Social Psychology, 51(6), 1173-1182.

Bjarnason, T., Andersson, B., Choquet, M. Elekes, Z., Morgan, M. og Rapinett, G. (2003). Alcohol Culture, Family Structure and Adolesecent Alcohol Use: Multilevel Modeling of Frequency of Heavy Drinking among 15-16 Year Old Students in 11 European Countries. Journal of Studies on Alcohol, 64(2), 200-208.

Brown, S. (2006). Familily Structure Transitions and Adolescent Well-Being. Demography, 43(3), 447-461.

Farnworth, M. og Leiber, M. J. (1989). Strain Theory Revisited: Economic Goals, Educational Means, and Delinquency. American Sociological Review, 54(2), 263-274.

Hirschi, T. (1969). Causes of Delinquency. Berkley and Los Angeles: University of California Press.

Jensen, G. og Brownfield, D. (1983). Parents and Drugs. Criminology, 21(4), 543-554.

Kierkus, C. og Baer, D. (2002). A Social Control Explanation of the Relationship between Family Structure and Delinquent Behaviour. Canadian Journal of Criminology, 44(4), 425.

Kornhauser, R. R. (1978). Social Sources of Delinquency: An Appraisal of Analytic Models. Chicago: University of Chicago Press.

Larzelere, R. og Patterson, G. (1990). Parental Management: Mediator of the Effect of Socioeconomic Status on Early Delinquency. Criminology, 28(2), 301-323.

188 Félagsfræði Margrét Valdimarsd. og Jón Gunnar Bernburg Matsueda, R. (1982). Testing Control Theory and Differential Association: A

Causal Modeling Approach. American Sociological Review, 47, 489-504. Quensel, S. McArdle, P., Brinkley, A., Wiegersma, A., Blom, M., Fitzgerald,

M. o.fl. (2002). Broken Home or Drug Using Peers: “Significant Relations”? The Journal of Drug Issues, 32(2), 467.

Rankin, J. og Roger, K. (1994). Parental Attachment and Delinquency. Criminology, 32(4), 495-515.

Rebellon, C. (2002). Reconsidering the Broken Homes/Delinquency Relationship and Exploring its Mediation Mechanism(s). Criminology, 40, 103-135.

Sampson, R. J. og Laub, J. H. (1994). Urban poverty and the family context of delinquency: A new look at structure and process in a classic study. Child Development, 65(2), 523-541.

Smith, C. og Stern, S. (1997). Delinquency and Antisocial Behavior: A Review of Family Processes and Intervention Research. Social Service Review, 71(3), 382-420.

Sokol-Katz, J., Dunham, R. og Zimmerman, R. (1997). Family Structure Versus Parental Attachment in Controlling Adolescent Deviant Behavior: A Social Control Model. Adolescence, 32(125), 199-215.

Stern, S. B. og Smith, C. A. (1999). Reciprocal Relationships between Antisocial Behavior and Parenting: Implications for Delinquent Intervention. Families in Society, 80(2), 169-181.

Thornberry, T. P., Lizotte, A. J., Krohn, M. D., Farnworth, M., og Jang, S. J. (1991). Testing Interactional Theory: An Examination of Reciprocal Causal Relationships among Family, School, and Delinquency. The Journal of Criminal Law and Criminology, 82(1), 3-35.

Thornberry, T. P., Lizotte, A. J., Krohn, M. D., Farnworth, M., og Jang, S. J. (1994). Delinquent Peers, Beliefs, And Delinquent Behavior: A Longitudinal Test of Interactional Teory. Criminology, 32(1), 47-83.

Vitaro, F., Brendgen, M. og Tremblay, R. (2000). Influence of Friends on Delinquency: Searching for Moderator Variables. Journal of Abnormal Child Psychology, 28(4), 313.

Wagmiller, R.L.Jr, Lennon, M.C, Kuang, L., Alberti, P.M. og Aber, J.L. (2006). The Dynamics of Economic Disadvantage and Children’s Life Chances. American Sociological Review, 71, 847-866.

Warr, M. (1993). Parents, Peers, and Delinquency. Social Forces, 72(1), 247- 264.

Warr, M. (2005). Making Delinquent Friends: Adult supervision and Children´s Affiliations. Criminology, 43(1), 77-106.

Eru afbrot á Íslandi fátíðari en í öðrum