• No results found

Samspil ölvunaraksturs, félagslegra og aðstæðubundinna þátta

Rannsóknir hafa sýnt að óformlegt félagslegt taumhald, viðhorf vina, kunningja og fjölskyldu gagnvart ölvunarakstri, sé jafn mikilvægur varnaðar- þáttur og hið félagslega taumhald laganna (Grasmick o.fl, 1993; Tibbets, 1997; Piquero og Paternoster, 1998).

Allir viðmælendur rannsóknarinnar voru með öðrum að neyta áfengis og skemmta sér kvöldið sem þeir voru teknir fyrir ölvunarakstur, 30 voru að skemmta sér með vinum sínum, 5 með ættingjum og 5 voru í blönduðum hópi. Hjá mörgum ökumönnum var atburðarásin sem leiddi til ölvunar- aksturs óreiðukennd. Ófyrirséð atvik komu upp meðan fólk var að skemmta sér. Algengt var að fólk lenti í rifrildi og deilum sem ollu því að það ók ölvað eða lét glepjast af fortölum vina sem þurftu að komast milli staða.

Aðspurðir um hvort ættingjar eða vinir hefðu reynt að hafa áhrif á ákvörðun um ölvunarakstur voru það helst ættingjar sem skiptu sér af ölvunarakstri, en þeir ökumenn sem voru að skemmta sér með vinum sínum upplifðu frekar þrýsting í hina áttina. Vinirnir hvöttu ökumann frekar til að

124 Félagsfræði Ágúst Mogensen og Helgi Gunnlaugsson aka, sáu það sem lausn á vandamáli að fá far heim eða á annan stað sem þurfti að fara á.

Ég reyndi að segja vini mínum að ég væri ekki í ástandi til að keyra. Þá bað hann mig um að fá bílinn minn lánaðan og þá sagðist ég frekar myndi keyra sjálfur. Vinur minn þurfti endilega að fara heim til kærustu sinnar en hún var edrú heima en ekki með bílpróf. Við vorum 3 í bílnum, einn með okkur sem er ekki með bílpróf. Við ætluðum bara að skutla honum til kærustunnar og fara svo aftur í partíið

Þá kom fyrir að vinir gáfu ökumanni vín meðan hann var að keyra. Einn slíkur ökumaður bar við að „maður vildi nú ekki valda vinunum von- brigðum“.

Víða þekkist að ungir ökumenn eru hvattir til þess að velja einn úr hópnum til þess að vera ökumaður þegar hópurinn fer út að skemmta sér. Hugmyndin er þá sú að viðkomandi ökumenn neyti ekki áfengis og séu í ástandi til að aka félögunum milli staða og heim eftir að skemmtuninni lýkur. Í Bandaríkjunum eru þessir ökumenn nefndir designated drivers (Ross, 1992). Ekkert íslenskt orð er til yfir þetta fyrirkomulag, þó þekkist að einhver sé bílstjóri.

Í fimm viðtölum kom fram að þeir sem voru teknir fyrir ölvunarakstur áttu að vera bílstjórar en rösuðu um ráð fram og hófu áfengisneyslu á ein- hverju stigi. Dæmi voru um að bílstjórinn hæfi áfengisneyslu snemma kvölds, á leiðinni í partíið, hann hóf neyslu í partíinu eða á dansleiknum sem farið var á. Bílstjórarnir gátu ekki gefið neina eðlilega skýringu á þessu, þetta bara gerðist.

Ég ætlaði ekkert að drekka í kvöld. Við vorum þrír saman á tjaldsvæðinu en ákváðum að fara á Rauða kaffið. Það voru engar stelpur á Rauða kaffinu þannig að við ákváðum að kíkja yfir á HM kaffi. Ég var ekkert að drekka á tjaldsvæðinu en fékk mér bjór á Rauða kaffinu, man ekki hvað marga. Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég fór að drekka, spáði ekki í það.

Nash-Parker og Ann Rebun (1995) færa fyrir því rök að áfengi virki ekki alltaf þannig á fólk að það hagi sér eins og bestíur, fremji afbrot eða aki fullt. Þau telja að val fari fram, að fólk velji sér stað og stund eftir því í hvaða félagsskap það er í til að rasa út undir áhrifum áfengis.

Einn viðmælandi lýsti ástæðum þess að hann ók ölvaður svo að hann hafi verið einn með vinafólki sínu en lent í rifrildi við þau og rokið af stað á bílnum. Hann sagði að hann hefði aldrei ekið ölvaður hefði konan hans verið með honum, en hún var erlendis umrætt skipti.

Ölvunarakstur: Sjónarhorn brotamannsins 125 Þau dæmi sem best eru til þess fallin að útskýra hvers vegna mikilvægt er að útskýra ölvunarakstur í samhengi við aðstæðubundna og félagslega þætti eru þau dæmi þar sem fólk lendir í rifrildi eða deilum við annað fólk. Þessi atburðarás var mjög algeng, sérstaklega í viðtölum sem tekin voru á Selfossi þar sem margir eru teknir fyrir ölvunarakstur í kringum sumarbústaðina í Árnessýslu. Alls voru sjö viðmælendur af 40 sem lent höfðu í deilum og rokið burt í fússi á bílnum. Af þeim voru fjórir sem lentu í rifrildi við maka eða kærustu, tveir rifust við vini sína og einn við nágranna sinn. Kona á miðjum aldri lýsti því ágætlega hvernig kvöldstund sem átti að vera fjöl- skylduskemmtun snérist upp í martröð.

Ég var í sumarbústað með fjölskyldu og við vorum að grilla og hafa gaman. Við borðuðum mat, drukkum vín með matnum og vorum að horfa á

kosningasjónvarpið. Síðar um kvöldið:

Hann sagði síðan að ég elskaði sig ekki og ég sagði að hann elskaði mig ekki. Þá sagði hann bara að við yrðum að skilja og ég sagði fine, eat shit og ég fór. Ég rauk út í bíl, var búin að fá nóg. Hingað og ekki lengra.

Ungur karlmaður var gestkomandi í sumarbústað með félögum sínum og allir höfðu hafið áfengisneyslu. Þá kom upp sú staða að húsráðendur vildu losna við þá félaga úr bústaðnum og fátt annað hægt að gera en að fara brott á bílnum eins og hann segir sjálfur.

Við komum í sumarbústaðinn til að gista þar, frá Reykjavík. Eftir að við höfðum verið í bústaðnum í smá stund þá kallaði ein stelpan á vin minn í pottinum og hann kom síðan út og sagði „Helgi“ við skulum fara, þær vilja ekki hafa okkur hérna, segja að það sé ekki nóg pláss í bústaðnum, að það geti ekki allir gist þar og eitthvað svona rugl. Ég sagði þá að ég væri ekki í ökuhæfu ástandi en við fórum samt. Vinir mínir vildu fara út úr sumarbústaðarhverfinu en við ætluðum bara að gista í bílnum. Þegar lögreglan tók mig var bíllinn ekki í gangi en ég sat við stýrið. Ég ætlaði bara að aka smá spotta út úr sumarbústaðahverfinu þar sem að vinir mínir vildu ekki vera þar lengur, hin gáfu bara skít í okkur.

Þessu dramatísku atvik sem lýst er að ofan voru, sem fyrr segir, nokkuð algeng hjá fólki sem var að skemmta sér í sumarbústöðum. Í viðtölum sem tekin voru á höfuðborgarsvæðinu var myndin öðruvísi. Enginn þeirra sem rætt var við þar hafði lent í deilum eða rifrildi heldur var um að ræða fólk sem var að koma sér heim eftir partí, matarboð eða fögnuð með vinnufélögum. Það vakti athygli að flestir voru einir á ferð og því var fátt um

126 Félagsfræði Ágúst Mogensen og Helgi Gunnlaugsson svör þegar spurt var um áhrif annarra á ákvörðunartöku um að aka ölvaður. Fólk labbar eitt út af skemmtistöðum, kveður vini eða vinnufélaga eftir matarboð og þeir hvorki vita né velta því fyrir sér hvort viðkomandi er á bíl eða ekki.

„Ég var í matarboði með vinum mínum, þetta var venjulegt borðhald, ekkert fyllerí“ sagði einn viðmælandi á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður um hvort vinir hans hefðu reynt að tala um fyrir honum að aka ekki á brott sagði hann að þeir hefðu ekki vitað hvort hann ætlaði að labba eða keyra heim.

Annar var tekinn ölvaður eftir árshátíð á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist hafa kvatt vinnufélagana og labbað út af skemmtistaðnum.

Þeir sem labba einir útaf skemmtistað og láta sig hverfa út í nóttina sleppa auðveldlega við erfiðar spurningar um hvernig þeir ætla að koma sér heim. Í engu þessara tilvika voru maki eða ættingjar með. Þeir eru lausir við viðhorf annarra vegna þess að enginn veit hvað þeir eru að gera. Ef fólk kemst klakk- laust á áfangastað er enginn skaði skeður og til efs að fólk álíti sig hafa verið að fremja brot.

Umræða

Í rannsóknum á ölvunarakstri hefur lítið tillit verið tekið til umhverfis sem áfengisneysla fer fram í en niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að félagsskapur, umhverfi og aðstæðubundnir þættir spili stórt hlutverk hjá mörgum ökumönnum sem aka ölvaðir. Hjá mörgum var atburðarásin sem leiddi til ölvunaraksturs óreiðukennd. Ófyrirséð atvik koma upp meðan fólk er að skemmta sér. Fólk lendir í rifrildi og deilum sem valda því að það verður að komast burt, eða lætur glepjast af fortölum vina sem þurfa að komast milli staða.

Hvernig er hægt að vinna með niðurstöður sem þessar? Hafa viðtals- rannsóknir sem þessi einungis skemmtigildi eða er hægt að vinna eitthvað með þær? Hér verður velt upp nokkrum spurningum um ölvunarakstur sem m.a. eru afurð viðtalanna.

Víða þekkist að ungt fólk er hvatt til þess að velja einn úr hópnum sem bílstjóra þegar farið er út að skemmta sér. Í viðtalsrannsókninni voru fimm bílstjórar, ungir ökumenn, sem duttu í það. Spyrja má hvort það sé sniðugt yfir höfuð að stinga upp á því að einhver sé bílstjóri. Freistingarnar fyrir bílstjórann eru miklar, allir félagarnir að drekka og bílstjórinn jafnvel byrjaður að drekka í bílnum á leið á áfangastað. Getur verið að um afleita hugmynd sé

Ölvunarakstur: Sjónarhorn brotamannsins 127 að ræða og frekar eigi að hvetja ungt fólk til þess að nota almennings- samgöngur, leigubíla eða tvo jafnfljóta til að koma sér á milli staða.

Ef fylgt er þeirri meginhugmynd að lausnin á ölvunarakstri felist í því að ná til alkóhólista og koma þeim í meðferð er hætt við að nokkuð stór hópur fólks sem ekki á við áfengisvandamál að stríða en ekur samt ölvað, verði útundan í forvörnum. Það er til mikils að vinna að safna frekari upplýsingum um félagslega og aðstæðubundna þætti sem leiða til ölvunaraksturs. Haga má eftirliti lögreglu í samræmi við þessar upplýsingar, t.d. auka eftirlit markvisst með ölvunarakstri við sumardvalarstaði. Þá má auka umræðu meðal almennings og auka forvarnir t.d. um áfengisneyslu, rifrildi, deilur og hættuna sem því fylgir.

Í höfuðborginni má velta því upp hvort hægt sé að vinna markvissara í forvörnum meðal fyrirtækja, t.d. í kringum árshátíðir og önnur samkvæmi? Gætu skipulagðar ferðir til og frá árshátíðum verið hluti af árshátíðarskipu- lagi, eða jólahlaðborði.

Frekari rannsókna er þörf á sviði ölvunaraksturs og ekki ber að líta svo á að viðtalsrannsóknin sem hér er greint frá renni stoðum undir þessar fullyrðingar. Hún vekur hins vegar upp rannsóknarspurningar sem vert er að kanna nánar.

Heimildir

Beirness, D. J., Simpson, H. M. og Mayhew, D. R. (1998). Programs and policies for reducing alcohol-related motor vehicle deaths and injuries. Contemporary Drug Problems, 25(Fall), 553-578.

Bornewasser, M. og Glitsch, E. (2000). Analyzing the decision making process of drunk drivers before driving. Grein kynnt á ráðstefnu ICADTS í maí 2000. Gjerde, H. (1988). Alcohol consumption levels among drunken drivers: Studies of

biological markers of excessive drinking. Doktorsritgerð: Háskólinn í Osló. Grasmick, H. G., Bursik, R. J. og Arneklev, B. J. (1993). Reduction in drunk

driving as a response to increased threats of shame, embarrassment and legal sanctions. Criminology, 31(1), 41-67.

Halldór F. Gylfason, Rannveig Þórisdóttir og Maríus Peersen. (2004). Ungir ökumenn. Reykjavík: Ríkislögreglustjórinn.

IMG Gallup (1997). Ölvunarakstur á Íslandi. Könnun framkvæmd fyrir tryggingarfélögin.

Milkman, H. (2000). Driving with Care: Alcohol, Other Drugs, and Driving Safety Education-Strategies for Responsible Living. London: Sage.

128 Félagsfræði Ágúst Mogensen og Helgi Gunnlaugsson Nash Parker, R og Anne Rebun, L. (1995). Alcohol and homicide: a deadly combination of two American traditions. Albany, NY: State University of New York Press.

Piquero, A. og Paternoster, R. (1998). An Application of Stafford and Warr’s reconceptualization of deterrence to drinking and driving. Journal of Research in crime and Delinquency, 35 (1), 3-39.

PricewaterhouseCoopers (1998). Ölvunarakstur á Íslandi. Könnun framkvæmd fyrir tryggingarfélögin.

PricewaterhouseCoopers (2000). Ölvunarakstur á Íslandi. Könnun framkvæmd fyrir tryggingarfélögin.

Rannsóknarnefnd umferðaslysa (2007). Skýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysa 2006. Reykjavík: Rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Rannsóknir og greining (2005). Áhættuhegðun ungra ökumanna. Reykjavík: Rannsóknir og greining.

Ríkislögreglustjórinn (2006). Afbrotatölfræði 2005. Reykjavík: Ríkislögreglu- stjórinn.

Ross, H. L. (1992). Confronting Drunk driving. Social policy for saving lives. New Haven: Yale University Press.

Spradley, J. P. (1979). The Ethnographic Interview. Harcourt College Publishers: Orlando.

The WHO European Charter on Alcohol (1995). Af ráðstefnu Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar um heilsu, áfengi og samfélag í desember í París árið 2005.

Tibbetts, S. G., (1997). Shame and rational choice in offending decisions. Criminal Justice and Behaviour, 24(2), 234-255.

Umferðaröryggisnefndin á Íslandi (2002). Umferðaröryggisáætlun ríkisstjórnar- innar 2002-2012. Reykjavík: Dómsmálaráðuneytið.

Wright, R. T. og Decker, S. H. (1994). Burglars on the Job. Streetlife and Residential Break-ins. Boston: Northeastern University Press.

Wright, R. T. og Decker, S. H. (1997). Armed Robbers in Action. Stickups and Street Culture. Boston: Northeastern University Press.

Hjúskaparstaða sem áhættuþáttur