• No results found

Þróun einstakra tekjuliða 1996 til

Þróun atvinnutekna

Í töflu 1 er sýnt hvernig atvinnutekjur hafa breyst (á verðlagi hvers árs) frá 1996 til 2004. Fyrsta línan í töflunni sýnir að atvinnutekjur fólks sem var í hópi þess tíunda hluta fjölskyldna á Íslandi sem höfðu lægstu tekjurnar voru 516 þúsund krónur á árinu en höfðu vaxið í 718 þúsund krónur árið 2004. Þetta er aukning um 39,2%. Næsta lína sýnir hversu háar atvinnutekjur næstu 10% fjölskyldna voru að jafnaði, eða 896 þús. kr. og höfðu þær hækkað um 50,8% árið 2004. Þannig er farið upp tekjustigann með hverri línu. Meðaltekjufjölskyldur eru í hópum V og VI og hæstu tekjurnar eru í hópi X.

Taflan sýnir með skýrum hætti að atvinnutekjur lægstu 3ja tekjuhópanna jukust minnst, síðan koma hópar IV til IX sem eru með svipaða aukningu atvinnutekna, eða á bilinu 90-96% og loks varð mest aukning á atvinnu- tekjum þeirra 10% fjölskyldna sem höfðu hæstu heildartekjurnar, en hækkun hjá þeim var 105,9% á tímabilinu. Meðalhækkunin var 92,9%. Meginniður- staða þessarar töflu er sú, að lægstu 20-30% fjölskyldna hafi dregist afturúr öðrum hópum og að auki hafi efstu 10% siglt framúr öðrum hópum í öflun atvinnutekna. Heildarójöfnuður í skiptingu atvinnutekna hefur því aukist aðeins, eða úr 0,32 á Gini-mælikvarðann í 0,35, eins og sýnt er í neðstu línu töflunnar. Þetta telst þó ekki mjög mikil aukning ójafnaðar, á heildina litið. Tafla 1. Þróun atvinnutekna. Meðaltekjur í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004. Tekjuhópar (tíundir - deciles): Atvinnutekjur 1996 Þús. kr. Atvinnutekjur 2004 Þús. kr. Vöxtur í % I - Lægstu 10% 516 718 39,2 II 896 1.352 50,8 III 1.463 2.719 85,9 IV 1.982 3.772 90,3 V 2.368 4.532 91,4 VI 2.728 5.308 94,6 VII 3.147 6.044 92,1 VIII 3.635 6.988 92,2 IX 4.225 8.266 95,6 X - Hæstu 10% 5.677 11.691 105,9 Meðaltal 2.664 5.139 92,9

Breytt tekjuskipting Íslendinga 177

Gögn Þjóðhagsstofnunar um ójöfnuð í skiptingu atvinnutekna fyrir alla framteljendur á aldrinum 25-65 ára frá 1988 til 2000 sýndu að dreifing atvinnutekna hafði ekki breyst mikið á tímabilinu 1988 til 2000 og heldur jafnast á seinni hluta tímabilsins. Niðurstöður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (Ásgeir Jónsson o.fl., 2001) sýndi hins vegar aukningu á ójöfnuði atvinnutekna frá 1988 til 2000. Ástæða fyrir mismunandi útkomu Þjóðhags- stofnunar og Hagfræðistofnunar er líklega ólík hugtök atvinnutekna. Þjóðhagsstofnun miða að mestu við atvinnutekjur launþega en Hagfræði- stofnun leggur saman atvinnutekjur launþega og launatekjur frá sjálfstæðum atvinnurekstri. Niðurstaða Hagfræðistofnunar er í samræmi við niður- stöðurnar í töflu 1 hér að ofan. Annars vegar getur hér gætt aukinnar samkeppni frá ódýru innfluttu vinnuafli í neðri enda tekjuskiptingarinnar og breyttrar atvinnuþátttöku hlutavinnufólks og hins vegar kann að gæta umframhækkunar stjórnendalauna í efri endanum.

Á heildina litið má því segja að aukinn ójöfnuð í tekjuskiptingu Íslendinga virðist ekki nema að litlu leyti mega rekja til aukins ójafnaðar í atvinnutekjum á vinnumarkaði. Þar hefur launastiginn að mestu leyti haldist svipaður á tímabilinu (sjá einnig um það í tímaritinu Vísbendingu, sumarið 2006). II.2. Þróun samanlagðra lífeyrisgreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða

Í töflu 2 eru sýndar allar lífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum og lífeyris- sjóðum samanlagðar, sem og vöxtur þeirra á tímabilinu. Lífeyrir almanna- trygginga jafnar tekjur mikið en ekki lífeyrir frá lífeyrissjóðunum. Í töflunni kemur í ljós hvernig þessir tveir þættir lífeyriskerfisins koma út saman, en ljóst er að hækkun lífeyris úr lífeyrissjóðunum skerðir lífeyri viðkomandi frá almannatryggingum. Þess vegna er gagnlegra að skoða þessar greiðslur saman og sjá hvernig þær dreifast á tekjuhópana.

Jöfnunaráhrif allra lífeyrisgreiðslna eru umtalsverð (einkum vegna almannatrygginganna), enda fara tæp 64% greiðslnanna til fjölskyldna í þremur lægstu tekjuhópunum. Þessi jöfnunaráhrif hafa hins vegar farið minnkandi eins og sjá má á tölunum í dálki 4. Þar kemur fram að minnstur vöxtur lífeyrisgreiðslna hafi verið hjá fólki í tekjuhópum I og III, síðan II og VI. Mesti vöxturinn var hins vegar í hópum VII og VIII sem eru ofan við meðaltekjuhópinn. Áhrif breytinganna á tímabilinu hafa því heldur verið í átt lítillega minnkandi jöfnunaráhrifa af lífeyrisgreiðslum á tekjuskiptinguna.

178 Félagsfræði Stefán Ólafsson

Tafla 2. Þróun allra lífeyrisgreiðslna samanlagðar: almannatryggingar og lífeyrissjóðir (töflur 2 og 3 samanlagðar). Meðallífeyristekjur í tekjutíundar- hópum og vöxtur frá 1996 til 2004.

Tekjuhópar – tíundir

(deciles): Allar lífeyristekjur 1996 Allar lífeyristekjur 2004 Vöxtur í %

I - Lægstu 10% 517 1132 119 II 607 1432 136 III 355 778 119 IV 187 447 140 V 137 358 161 VI 108 257 137 VII 84 245 190 VIII 60 185 208 IX 64 167 162 X - Hæstu 10% 90 229 155 Meðaltal 221 523 137

Þróun barna- og vaxtabóta

Barnabætur og vaxtabætur vegna húsnæðiskostnaðar skipta talsverðu máli fyrir fjölskyldur. Tafla 3 sýnir þróun þeirra greiðslna á tímabilinu.

Þessar bætur eru mun minni upphæðir á ári en aðrir þeir liðir sem hér er fjallað um. Á verðlagi hvers árs er engin breyting á meðalupphæð bóta- greiðslnanna sem þýðir að þær hafa lækkað umtalsvert að raungildi. Það endurspeglar m.a. langtímaþróun barnabóta sem hafa farið úr því að vera um 1,2% af vergri landsframleiðslu árið 1990 í rúmlega 0,6% árið 2004 (Guðný B. Eydal og Stefán Ólafsson, 2006). Bæturnar samanlagðar koma með mestum þunga í III. til V. tekjuhóp árið 2004, síðan í I. og II. tekjuhóp.

Frá III. tekjuhópi eru bæturnar mjög lækkandi eftir því sem ofar kemur í tekjustiganum. Að auki hafa upphæðir bótanna breyst á þann hátt að vöxtur var mestur í III. hópi og síðan stiglækkandi upp í efsta hóp. Upphæðir lægstu tveggja tekjuhópanna hafa hins vegar staðið í stað.

Almennt hafa barna- og vaxtabætur talsverð jöfnunaráhrif á tekju- dreifinguna, sérstaklega barnabæturnar. En um leið og dreifing bótanna hefur beinst meira til jöfnunar með aukinni tekjutengingu á síðustu árum hefur vægi þeirra þó minnkað með raunlækkun upphæða um leið og aðrar tekjur hafa hækkað. Þessi áhrif má sjá á töflu 6, þar sem sýnt er mikilvægi

Breytt tekjuskipting Íslendinga 179

bótaflokkanna í hlutfalli við heildartekjur í tekjuhópunum tíu (Landshagir, 1997 og 2005).

Tafla 3. Þróun barna- og vaxtabóta. Meðalupphæð í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.

Tekjuhópar –

tíundir (deciles): vaxtabætur 1996Barna-og vaxtabætur 2004 Barna- og Vöxtur í %

I – Lægstu 10% 98.100 98.000 -0,1 II 102.600 103.000 0,4 III 116.300 142.000 22,1 IV 112.800 135.000 19,7 V 99.200 115.000 15,9 VI 85.200 91.000 6,8 VII 82.300 76.000 -7,7 VIII 79.100 63.000 -20,4 IX 73.900 50.000 -32,3 X – Hæstu 10% 55.300 24.000 -56,6 Meðaltal 90.500 90.000 -0,6

Í töflu 4 má sjá að barna- og vaxtabætur sem hlutfall af heildartekjum fjölskyldna í lægsta tekjuhópnum fóru úr 9,3% árið 1996 í 5,0% árið 2004, þ.e. lækkun um sem nemur 4,3 %-stigum af heildartekjum. Í öðrum hópi er lækkun úr 6,7% í 3,5%, eða um 3,2%-stig. Þetta er umtalsverð minnkun í þessum hópum lágtekjufólks. Í mið og efri hópunum hafa bæturnar einnig dregist saman en þar vega þessar greiðslur eðlilega minna í heildartekjum fjölskyldna.

Á heildina litið virðist því sem saman hafi farið markvissari lágtekjumiðun barna- og vaxtabóta samhliða almennri rýrnun barnabótanna séstaklega. Erfitt er að meta heildaráhrif þessarar þróunar, en á heildina litið ætti hún frekar að hafa aukið jöfnunaráhrif barna- og vaxtabóta á tekjuskiptinguna. Rýrnun barnabótanna hefur þó vegið nokkuð gegn þessum jöfnunaráhrifum. Þróun heildartekna fyrir skatta

Þá er komið að því að skoða samandregin áhrif allra helstu tekjuliðanna, eins og þeir mælast í tekjuhugtakinu „heildartekjur“. Þar eru lagðar saman atvinnutekjur, allar lífeyristekjur, fjármagnstekjur (vaxtatekjur, arður af hlutabréfum, tekjur af sölu hlutabréfa o.fl.), bætur ýmis konar og hreinar

180 Félagsfræði Stefán Ólafsson

tekjur af atvinnurekstri. Þegar frá þessu hafa verið dregnar skattgreiðslur standa eftir ráðstöfunartekjur fjölskyldnanna.

Tafla 4. Mikilvægi barna- og vaxtabóta: Hlutdeild af heildartekjum. Hlutdeild barna- og vaxtabóta af

heildartekjum (%) Tekjuhópar – tíundir (deciles): 1996 2004 I - Lægstu 10% 9,3 5,0 II 6,7 3,5 III 6,2 3,8 IV 5,0 3,0 V 3,8 2,3 VI 2,9 1,6 VII 2,5 1,2 VIII 2,1 0,8 IX 1,6 0,6 X - Hæstu 10% 0,8 0,2 Meðaltal 3,0 1,5

Tölurnar í töflu 5 sýna þróun heildartekna frá 1996 til 2004, eins og í öðrum tilvikum hér að framan. Einnig eru reiknaðir Gini-ójafnaðarstuðlar fyrir tekjudreifinguna neðst í töflunni og sýnd breyting ójafnaðarins á tímabilinu. Megin mynstur tekjuþróunarinnar, þegar litið er til heildartekna, er að lágtekjuhóparnir tveir (hópar I og II) hafa fengið minni hækkun tekna á tímabilinu en fjölskyldur í öðrum hópum. Frá hópi III til IX er breytingin svipuð, eða á bilinu 96-98% (á verðlagi hvers árs, þ.e. ekki er leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum). Loks er efsti hópurinn með mesta hækkun heildar- tekna, eða um 117%. Þetta mynstur er í ágætu samræmi við sambærilega niðurstöðu fyrir tímabilið 1995 til 2004, sem og fyrir 1994-2004 (sjá greinar á heimasíðunni www.hi.is/~olafsson).

Meðalfjölskyldutekjur í lægsta tíundarhópnum voru árið 2004 um 1.961.000 eða um 163.000 á mánuði, sem eru rúmlega 80.000 krónur á hvort hjóna/sambúðarfólks. Í efsta tíundarhópnum voru árstekjurnar rúmar 14 milljónir króna, eða um 1,2 milljónir á mánuði (tæpar 600 þúsund á hvort hjóna/sambúðarfólks).

Breytt tekjuskipting Íslendinga 181

Tafla 5. Þróun heildartekna fjölskyldna 1996 til 2004. Atvinnutekjur, lífeyris- tekjur, fjármagnstekjur og bætur samanlagðar. Meðaltekjur í tekjutíundar-

hópumog vöxtur frá 1996 til 2004.

Tekjuhópar – tíundir

(deciles): Heildartekjur 1996 Heildartekjur 2004 Vöxtur %

I - Lægstu 10% 1051 1961 86,6 II 1537 2926 90,4 III 1888 3694 95,7 IV 2244 4428 97,3 V 2583 5104 97,6 VI 2931 5778 97,1 VII 3328 6534 96,3 VIII 3804 7448 95,8 IX 4488 8822 96,6 X - Hæstu 10% 6524 14151 116,9 Meðaltal 3038 6085 100,3 Gini stuðlar 0,277 0,296 6,9%

Munur efsta og neðsta

hóps (90/10 bil) 6,2 7,2 16,1%

Aukning ójafnaðar er í töflunni mæld á tvo vegu, með Gini-stuðlum og með bilinu milli efsta og neðsta tíundarhóps (90/10 bil). Í báðum tilvikum er um hóflega aukningu á ójöfnuði fyrir skatta að ræða. Aukningin er 6,9% miðað við Gini ójafnaðarmælingarnar, en 16,1% miðað við bilin milli efstu og neðstu hópanna. Þarna eru saman komin ójafnaðaráhrif og jafnaðaráhrif af öllum þeim tekjuliðum sem sýndir voru hér að framan. Ofangreind aukning ójafnaðar fyrir skatta er því nettó útkoman.

Næst skoðum við áhrif beinna skatta (tekju- og eignaskatta) á tekju skiptinguna á þessu tímabili.

Þróun skattheimtu í ólíkum tekjuhópum

Í töflu 6 eru sýndar niðurstöður skattaálagningarinnar á viðkomandi árum, þ.e. hversu mikið fólk í viðkomandi tekjuhópum greiddi í skatta, í krónum talið. Þetta er það sem á ensku er kallað “effective tax rate” og ræðst hann af samspili álagningar og frádráttarliða (skattleysismarka og annarra frádrátta). Hann mælir hina raunverulegu skattbyrði þegar skattarnir eru reiknaðir sem hlutfall heildartekna fjölskyldna. Einnig er eins og áður sýndur vöxtur þessarra greiðslna í dálki 4.

182 Félagsfræði Stefán Ólafsson

Tafla 6. Þróun skattheimtu í ólíkum tekjuhópum. Upphæðir beinna skatta (tekju- og eignaskatta fjölskyldna). Meðalupphæð í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.

Tekjuhópar –

tíundir (deciles): Skattar 1996 Skattar 2004 Vöxtur í %

I - Lægstu 10% 9.900 163.000 1546,5 II 90.300 454.000 402,8 III 231.600 711.000 207,0 IV 372.900 963.000 158,2 V 512.900 1.198.000 133,6 VI 652.600 1.432.000 119,4 VII 813.900 1.698.000 108,6 VIII 1.006.700 2.014.000 100,1 IX 1.289.400 2.505.000 94,3 X - Hæstu 10% 2.232.400 4.159.000 86,3 Meðaltal 721.300 1.530.000 112,1

Hér má sjá í neðstu línunni að skattgreiðslur hafa að meðaltali aukist meira en heildartekjurnar í töflu 5 (112% aukning skatta að meðaltali á móti meðalaukningu heildartekna um 100%, á verðlagi hvers árs). Það bendir nokkurrar aukningar á meðalskattbyrði. Þegar þróunin er hins vegar skoðuð eftir ólíkum tekjuhópum kemur afar misjöfn útkoma. Aukning skattgreiðslna er langmest í lægsta tekjuhópnum, rúm 1.546% og fer aukningin síðan stórlækkandi eftir því sem ofar dregur í tekjustiganum. Í öðrum hópi jókst skattheimtan um 402% (rúmlega fjórfalt) og svo stig af stigi niður í 86% í efsta tekjuhópnum þar sem hún var minnst. Höfundur hefur áður sýnt slíka þróun skattbyrðar sem hlutfalls af heildartekjum og kom þar fram að skattbyrðin jókst hlutfallslega mest í tekjulægstu hópunum og í efsta tíundarhópnum einum lækkaði skattbyrðin (sjá greinina „Stóra skatta- lækkunarbrellan“ á www.hi.is/~olafsson).

Ljóst er af þessum tölum að fólk sem var í lægsta tekjuhópnum árið 1996 greiddi þá mjög litla skatta (um 0,9% af heildartekjum) en árið 2004 var skattbyrði þess komin í um 8,3% heildartekna, eða ígildi einna mánaðartekna. Það er mikil breyting á alla mælikvarða, eins og tölurnar í töflunni hér sýna. Þessi þróun er afleiðing af rýrnun skattleysismarkanna. Stjórnvöld lækkuðu álagningu tekjuskatts (staðgreiðslu) úr 41,93% 1996 í 38,55% árið 2004. Það hefði átt að lækka skattbyrðina ef allt annað hefði verið óbreytt. Skattleysis- mörkin voru hins vegar á tímabilinu ekki látin fylgja launaþróuninni (launa-

Breytt tekjuskipting Íslendinga 183

vísitölu) og af þeim sökum breyttist skattakerfið þannig fólk byrjaði fyrr að greiða skatt en áður og greiddi þar með skatt af stærri hluta tekna sinna en verið hafði.

Skattstofninn var þannig breikkaður og í því fólst aukna skattbyrðin, sem var mun meiri að vöxtum en sú lækkun skattbyrðar sem varð vegna lækkaðs álagningarhlutfalls. Stjórnvöld lækkuðu þannig skatta með annarri hendi en hækkuðu þá með hinni og hækkunin var mun stærri en lækkunin. Nettó- útkoman var aukin skattbyrði hjá um 90% fjölskyldna í landinu, mest hjá þeim sem höfðu lægri tekjur (Stefán Ólafsson, 2006). Fólk sem var með tekjur undir skattleysismörkum fór stig af stigi að greiða skatta. Aðrir greiddu skatt af stækkandi hluta tekna sinna. Slík framkvæmd er þekkt á ensku undir heitinu “fiscal drag” og eru þekkt áhrif hennar þau, að auka í senn skattbyrði og gera tekjuskiptinguna ójafnari.2 Tekjuskiptingin verður ójafnari vegna þess að skattbyrði lágtekjuhópanna eykst lang mest, eins og sjá má á töflunni hér að framan. Skattheimtan hefur því augljóslega haft mikil áhrif á tekju- skiptinguna á þessu tímabili, auk þess sem heildarskattheimtan jókst einnig gríðarlega, hvort sem það er mælt í hlutfalli heildarskatttekna af vergri lands- framleiðslu (OECD 2005a), í hlutfalli tekjuskatta af vergri landsframleiðslu, eða í hlutfalli skatta af heildartekjum einstakra þjóðfélagshópa (OECD 2005 b).

Í þessum breytingum á skattheimtukerfinu liggja því afar mikil áhrif á tekjuskiptinguna, til aukins ójafnaðar. Í næsta hluta má sjá vísbendingar um áhrif skattaþróunarinnar einnar á aukningu ójafnaðarins, með samanburði gagna í töflu 7 við gögnin í töflu 5.

Niðurstaða: Þróun ráðstöfunartekna

Það sem vekur strax athygli við þróun ráðstöfunarteknanna (tafla 7), eftir skattheimtu, er að mynstrið á aukningu tekna frá 1996 til 2004 er talsvert frábrugðið því sem var í töflu 5, þ.e. á vexti heildartekna fyrir skattheimtu. Hér er beinn stígandi í aukningu ráðstöfunartekna, frá lægri tekjuhópum til hærri. Í vexti heildartekna gætti minni aukningar í tveimur neðstu hópunum

2 Sjá til dæmis viðvaranir gegn lúmskum áhrifum af rýrnun skattleysismarka í grein Stephen Moore á vefsvæði Cato Institute (http://www.cato.org/dailys/02-22-99.html), sem er áróðursstofnun róttækra hægri manna í Bandaríkjunum. Þar er fjallað um hvernig skattbyrði í Bandaríkjunum jókst „í leyni“ vegna “fiscal drags” á tilteknu árabili. Sjá um þetta einnig í grein Hervig Immervol (2000), “Fiscal Drag – An Automatic Stabilizer? á vefsvæðinu http://ideas.repec.org/p/cam/camdae/0025.html. Rýrnun skattleysismarka er þekkt sem eins konar leynivopn ósvífinna fjármálaráðherra sem lauma skattahækkunum aftan að fólki, jafnvel um leið og þeir segjast vera að lækka skatta með lækkun álagningar- prósentu. Þetta er einmitt það sem gerðist ótæpilega á Íslandi á síðustu 10-12 árum.

184 Félagsfræði Stefán Ólafsson

og meiri aukningar í efsta hópnum. Hér er jafn stígandi í aukningu ráðstöfunartekna alla leið upp tekjustigann. Með öðrum orðum, eftir að áhrifa skattheimtunnar gætir verður meiri gliðnun í mun milli tekjuhópa. Ráðstöfunartekjur fólks í lægsta tíundarhópnum jukust um 66,4% (á verðlagi hvers árs, sem er ígildi nærri 30% aukningar kaupmáttar á föstu verði) á tímabilinu. Tekjurnar í efsta tíundarhópnum jukust hins vegar ríflega tvöfalt örar, eða um 130%.

Með beinum samanburði á mynstrunum á aukningu tekna frá 1996 til 2004 í töflu 5 og töflu 7 má þannig greina áhrif skattheimtunnar á aukningu ójafnaðarins. Önnur leið til að leggja mat á þessi áhrif er sú að bera saman mælingar á umfangi ójafnar fyrir og eftir skatta.

Ef við skoðum fyrst Gini-stuðlana þá sýndu tölurnar í töflu 5 að aukning ójafnaðar í heildartekjum fyrir skatta var 6,9% en hér í töflu 7 má sjá að aukning ójafnaðar eftir skatta var 24,4%, eða ríflega þrisvar sinnum meiri en var fyrir skatta. Þetta er vísbending um að aukning ójafnaðar vegna þróunar skattheimtunnar hafi verið talsvert áhrifameiri en aðrir þættir sem stuðluðu að auknum ójöfnuði, svo sem aukning fjármagnstekna fyrir skatt eða aukinn ójöfnuður atvinnutekna.

Gini-stuðlarnir eru algengustu mælingarnar sem notaðar eru á Vesturlöndum til að meta ójöfnuð í tekjuskiptingu á heildrænan hátt. Það er því ástæða til að byggja mikið á þeim. Hins vegar er einnig algengt að mæla mun milli hæstu og lægstu tíundarhópanna, svokallað 90/10 bil í tekju- skiptingunni. Það er gert í neðstu línu taflnanna. Niðurstöðurnar eru þær, að bilið jókst um 16,1% fyrir skatta (úr 6,2 í 7,2) en um 39,4% eftir skatta.

Með báðum mælingum koma þannig fram stærri áhrif til aukins ójafnaðar eftir skatta, sem gefur þær vísbendingar að stjórnvöld hafi sjálf með skattastefnu sinni ráðið mestu um þá aukningu ójafnaðar sem varð í tekju- skiptingunni á Íslandi á tímabilinu frá 1996 til 2004. Það er afar óvenjulegt vegna þess að víðast á Vesturlöndum þar sem hefur gætt aukins ójafnaðar í tekjuskiptingu hefur það einkum verið fyrir áhrif markaðsaflanna, m.a. með mun meiri hækkun hátekna en annarra tekna og einnig með stöðnun eða jafnvel rýrnun lágra tekna, meðal annars vegna samkeppni við erlent láglaunavinnuafl (Atkinson, 2002; Piketty og Sayez, 2003; Förster og dÉrcole, 2005; Kenworthy og Pontusson, 2005; Pontusson, 2005).

Breytt tekjuskipting Íslendinga 185

Tafla 7. Niðurstaða: Þróun ráðstöfunartekna fjölskyldna. Meðaltekjur í tekjutíundarhópum og vöxtur frá 1996 til 2004.

Ráðstöfunartekjur fjölskyldna – Þús.kr.: Tekjuhópar –

tíundir (deciles): 1996 2004 Vöxtur í %

I - Lægstu 10% 1139 1895 66,4 II 1550 2575 66,1 III 1773 3125 76,3 IV 1984 3600 81,4 V 2169 4021 85,4 VI 2364 4437 87,7 VII 2596 4912 89,2 VIII 2876 5496 91,1 IX 3273 6367 94,5 X - Hæstu 10% 4346 10015 130,4 Meðaltal 2407 4645 93,0 Gini stuðlar 0,205 0,255 24,4%

Munur efsta og neðsta

hóps, 90/10 bil 3,8 5,3 39,4%

Það eru því veigamiklar vísbendingar fyrir hendi um að skattastefna stjórnvalda hafi ráðið mestu um þá aukningu ójafnaðar í tekjuskiptingunni sem varð á tímabilinu 1996 til 2004.

Að endingu sýnum við hér þróun tekjuójafnaðar meðal hjóna og sambúðarfólks sem byggir á gögnum frá Ríkisskattstjóra.3

Það sem er einkum athyglisvert við mynd 2 er munurinn milli súlnanna á einstökum árum. Þessi munur endurspeglar jöfnunaráhrif skatta og barna- og vaxtabótanna. Ljóst er af myndinni að markvisst dregur úr muninum á tímabilinu, einkum eftir 1995. Það þýðir að dregið hefur úr jöfnunaráhrifum

3 Nokkur munur er á því hvernig gögnin eru unnin hjá Ríkisskattstjóra og hjá Hagstofunni og hefur það áhrif á hæð Gini-stuðlanna. Almennt eru Gini-stuðlarnir hærri þegar byggt er á gögnum Ríkisskattstjóra en ef byggt er á gögnum Hagstofunnar (og Þjóðhagsstofnunar áður). Ástæðan er einkum sú, að Hagstofan raðar tekjuþegum í tíundarhópa frá lægstu tekjum til hæstu tekna á grundvelli skattstofns, en Ríkisskattstjóri gerir það á grundvelli heildartekna. Þegar raðar er eftir skattstofni þjappast spönnin í tekjuskiptingunni nokkuð saman, sem gerist ekki ef raðað er eftir hæstu tekjum hvers og eins, þ.e. eftir heildartekjum þar sem allt er talið með. Ætla má að aðferð Ríkisskattstjóra gefi raunsannari mynd af tekjudreifingunni.

186 Félagsfræði Stefán Ólafsson

skatta- og bótakerfisins, eins og raunar kom fram í greiningunni hér að framan. Jöfnunaráhrifin hjá hjónum og sambúðarfólki voru árið 2005 aðeins um þriðjungur af því sem þau höfðu verið árið 1993. Minnkandi jöfnunar- áhrif skatta og barna- og vaxtabóta eiga sem sé afar stóran þátt í þeirri aukningu ójafnaðar sem varð á tímabilinu.

0,27 0,27 0,28 0,28 0,29 0,29 0,30 0,30 0,31 0,32 0,33 0,34 0,38 0,21 0,21 0,21 0,22 0,23 0,24 0,25 0,26 0,28 0,28 0,30 0,31 0,36 0,00 0,05 0,10 0,15 0,20 0,25 0,30 0,35 0,40 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 G ini s tuðl ar Fyrir skatt Eftir skatt

Mynd 2. Ójöfnuður í tekjum hjóna og sambúðarfólks, fyrir og eftir skatta. Gini-ójafnaðarstuðlar, 1993 til 2005.

Samantekt

Í þessari grein hefur verið sýnt hvernig tekjuskipting Íslendinga varð ójafnari á síðasta áratug og hvernig þróun einstakra tekjuþátta og skatta tengist þeirri framvindu. Með þessari greiningu er varpað nokkru ljósi á helstu orsakir aukins ójafnaðar í tekjuskiptingu Íslendinga á þessu tímabili. Vísbendingar eru um að skattastefna stjórnvalda hafi ráðið mestu um aukinn ójöfnuð í fjölskyldutekjum hjóna og sambúðarfólks.

Heimildir

Atkinson, A. B., Rainwater, L. og Smeeding, T. (1995). Income Distribution in

OECD Countries: Evidence from the Luxembourg Incomes Study. París: OECD.

Atkinson, A. B. (2002). Income Inequality in OCED Countries: Data and

Breytt tekjuskipting Íslendinga 187

Ásgeir Jónsson, Ásta Herdís Hall, Gylfi Zoega, Marta Skúladóttir og Tryggvi Þ. Herbertsson (2001). Tekjuskipting á Íslandi: Þróun og ákvörðunarvaldar. Reykjavík, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Förster, M. og d’Ercola, M. M. (2005). Income Distribution and Poverty in OECD

Countries in the Second Half of the 1990s. París: OECD.

Hagstofa Íslands (1997 og 2005). Landshagir. Reykjavík: Hagstofa Íslands. Immervol, H. (2000). Fiscal Drag – An Automatic Stabilizer? á vefsvæðinu

http://ideas.repec.org/p/cam/camdae/0025.html.

Karl Sigurðsson og Stefán Ólafsson (2000). “Poverty in Iceland”. Í B. Gustafsson og P. J. Pedersen (ritstj.), Poverty and Low Income in the Nordic

Countries (bls 101-130). Aldershot: Ashgate.

Kenworthy, L. og Pontusson, J. (2005). “Rising Income Inequality and the Politics of Redistribution in Affluent Countries. Perspectives on Politics, 3(3), 449-471.

Moore, S. (1999). Beware Fiscal and Regulatory Drag, á vefsvæði Cato Institute (http://www.cato.org/dailys/02-22-99.html).

OECD (2005a). Revenue Statistics. París: OECD. OECD (2005b). Taxing Wages. París: OECD.

Piketty, T. og E. Saez (2003), “Income Inequality in the United States 1913- 1998”. The Quarterly Journal of Economics, árg. CXVIII, febrúar, nr. 1.

Pontusson, J. (2005), Inequality and Prosperity: Social Europe versus Liberal

America (Ithaca: Cornell University Press – A Century Foundation Book).

Stefán Ólafsson (1999), Íslenska leiðin: Almannatryggingar og velferð í fjölþjóðlegum

samanburði. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Tryggingastofnun ríkisins.

Stefán Ólafsson og Kolbeinn Stefánsson (2005). Hnattvæðing og þekkingar-

þjóðfélag. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Stefán Ólafsson (2006). Stóra skattalækkunarbrellan, á heimasíðunni www.hi.is/~olafsson.

Þjóðhagsstofnun (ýmis ár). Tekjur, eignir og dreifing þeirra. Reykjavík: Þjóðhags- stofnun.

Barnaverndartilkynningar er varða