• No results found

Hér er fjallað um velferðarstefnu hins opinbera og sjónum beint að lífs- skilyrðum kvenna með börn á framfæri. Greina má skýr markmið í stefnu ríkisstjórna allt frá því að grunnur velferðarríkisins var lagður um miðja 20. öldina. Ljóst er að þjóðfélagsbreytingar kalla á nýjar lausnir. Niðurstöður sýna að í ýmsu byggjast velferðarréttindi fólks á fyrirvinnuskipan (samkvæmt Sainsbury, 1996), m.a. fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, barnabætur og ýmsar lífeyrisbætur eru háðar fjölskyldutekjum, og skerðast samkvæmt þeim. Greina má að hið opinbera hefur á síðustu árum beitt aðgerðum (einstaklingsskipan) til að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði, m.a. með heilsdagsskóla á grunn- og leikskólastigi. Fæðingarorlof foreldra á 80% launum er hér talin vísbending um það sem koma skal - til að tryggja fólki með börn á framfæri viðunandi lífskjör og aðstoð velferðarríkisins. Skref er stigið með greiðslu barnabóta til 18 ára aldurs - en meira þarf til. Staða kvenna sem borgarar í íslensku samfélagi er samofin stöðu þeirra sem launþegar og viðskipavinir velferðarríkisins. Fjöldi umönnunarstarfa sem konur vinna að stærstum hluta hafa orðið til í breyttu þjóðfélagi. Niðurstöður sýna að hópar kvenna á lægstu launum og bótum eru í verulegri hættu á að lenda í fátækt. 92% einstæðra foreldra með börn á framfæri eru konur - að mestu láglaunakonur. Hið opinbera styður konur og börn takmarkað. Spyrja má hvað veldur?

Ljóst er að töluvert vantar á að velferðarmarkmið hins opinbera skili árangri. Ekki er nóg að markmiðin séu skýr og kveði á um að tryggja hag hinna lægst launuðu, að styrkja fjölskylduna og treysta samheldni hennar og velferð. Þegar markmið og leiðir hins opinbera fara ekki saman, tekjur eru svo lágar að þær duga ekki fyrir lágmarksframfæslu, barnabætur skornar við nögl, skattálögur hins opinbera stórauknar, þá skapast upplausnarástand

1 Það skal tekið fram að í ársbyrjun 2006 fengu ófaglærðir nokkra launahækkun, að stærstum hluta konur sem starfa hjá ríki og borg. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri beitti sér fyrir hækkun launa ófaglærðra í leikskólum (Morgunblaðið, 13. desember, 2005). Konur á hjúkrunarheimilum kröfuðst launahækkana og fóru í setuverkfall (Álfheiður Bjarnadóttir og Rannveig H. Gunnlaugsdóttir, 2006). Segja má að samtakamáttur kvenna hafi skilað þeim árangri (Morgunblaðið, 29. apríl, 2006).

Velferðarstefna – Markmið og leiðir til farsældar? 113

(anomie) og skrefið stutt í skort og fátækt. Niðurstöður sýna að stjórnvöld á Íslandi hafa - til lengri tíma litið - stýrt velferðarríkinu samkvæmt stefnu- mótun skilyrtrar velferðar (liberal model) sem leitt hefur til lágra lífeyrisbóta, lágra skerðingarmarka tekna og mikilla skerðinga. Jákvæð skref hafa verið stigin og lífeyrisbætur hækkaðar en slíkir ávinningar hafa tapast að stórum hluta vegna aukinnar skatttekju ríkisins af lægstu launum og bótum á síðustu árum (sjá töflu eitt).

Úrbóta er þörf og virkja þarf stjórntæki ríkisvaldsins til tekjujafnaðar, með því að:

• Ríkið láti gera framfærsluviðmið og ákvörðun upphæða lífeyris og lægstu launa taki mið af raunhæfum framfærslukostnaði.

• Skattakerfið verði nýtt til tekjujafnaðar og skattleysismörk hækkuð. Borgarar á lægstu launum og lífeyri greiði ekki skatt.

• Barnabætur verði raunhæfur stuðningur. Skerðingarmörk tekna hækki í 190.000 kr. hjá einstæðu foreldri

• Lífeyrisgreiðslur vegna framfærslu barna verði samræmdar hjá ríki og sveitarfélögum og upphæðin dugi til framfærslu

• Öll börn fái heitan mat í grunnskóla - án endurgjalds.

Ljóst er að jákvæð skref hafa verði stigin en stuðningskerfi hins opinbera á Íslandi þarf að bæta enn frekar. Ef velferðarmarkmið stjórnvalda og leiðir sem farnar eru til að ná þeim fara saman má ná umtalsverðum árangri til að bæta stöðu fólks, kvenna og barna sem verst eru sett í íslensku velferðar- samfélagi. Það mun draga úr fátækt, bæta lífsskilyrði og auka hamingju borgaranna.

Heimildir

Alþingistíðindi B2 (1944).

Álfheiður Bjarnadóttir og Rannveig H. Gunnlaugsdóttir (2006). Aðgerðir okkar halda áfram. Morgunblaðið, 3. apríl.

Beveridge, W. (1942). Report on social insurance and allied services. London: HMSO.

Durkheim, E. (1951). Suicide. New York: Free Press. (Fyrst útg. 1897). Castles, F. G. (1978). The Social Democratic Image of Society. London: RKP. Esping-Andersen, G. (1990). Three Worlds of Welfare Capitalism. Cambridge:

114 Félagsfræði Harpa Njáls

Esping-Andersen, G. (2002). Why We Need a New Welfare State. Oxford: Oxford University Press.

Forsætisráðuneytið (1991). Velferð á varanlegum grunni. Stefna og starfsáætlun

ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Reykjavík: Forsætisráðuneytið

(320.9491).

Forsætisráðuneytið (2005). Skýrsla nefndar um stefnumótun í málefnum barna og

unglinga. Tekið af:

<http//www.forsaetisraduneyti.is/utgefidefni/nr/1777 > þann 31.05.2006.

Hagstofa Íslands (2006). Hagtölur. Tekið af: <http://www.hagstofan.is>þann 31.05.06.

Harpa Njáls (2003a). Fátækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar: Hin dulda félagsgerð

borgarsamfélagsins. Reykjavík: Borgarfræðasetur og Háskólaútgáfan.

Harpa Njáls (2003b). „Fátækt á Íslandi: Er öllum börnum tryggt félagslegt og efnalegt velferðaröryggi?“ Í Friðrik H. Jónsson (Ritstj.). Rannsóknir í

félagsvísindum IV. Reykjavík (bls. 71-81). Félagsvísindastofnun Háskóla

Íslands og Háskólaútgáfan.

Harpa Njáls (2004). Áhrif kjarasamnings Félags leikskólakennara og Launanefndar

sveitarfélaga á starfsmannahald og starfsemi leikskóla. Reykjavík: Borgarfræða-

setur Háskóla Íslands.

Harpa Njáls (2006b). Välfärd på Island i jämförelse med de övriga nordiska länderna. Í Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (Ritstj.). Välfärd i Västnorden. Greinasafn (í prentun). Norræna ráðherranefndin og Rannsóknastofa í vinnuvernd. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Harpa Njáls (2006a). Kjör hinna lægst launuðu eru óviðunandi! Morgunblaðið, 22. apríl.

Hernes, H. (1987). Welfare State and Woman Power: Essays in State Feminism. Osló: Norwegian University Press.

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Lög um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000.

Merton, R. (1957). Social Theory and Social Structure. Glencoe, Ill.: Free Press.

Morgunblaðið (13. desember 2005). Framboð og eftirspurn.

Morgunblaðið (29. apríl 2006). Setuverkfalli lokið á flestum hjúkrunar-

heimilum.

NOSOSKO (2005). Social tryghed i de nordiske lande 1993. Köbenhavn: Nordisk Socialstatistisk Komité.

Reykjavíkurborg (2006). Menntasvið Grunnskólar. Tekið af:

<http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid 1508/> þann 31.07.06. Ríkisskattstjóri (2006). Persónuafsláttur Staðgreiðsla. Tekið af:

<http://www.rsk.is/> þann 31.07.06.

Velferðarstefna – Markmið og leiðir til farsældar? 115

Save the Children Iceland (2002). SUPPLEMENTARY REPORT TO THE ICELANDIC REPORT ON THE IMPLEMENTATION OF THE CONVENTION ON THE RIGHTS OF THE CHILD. Submitted to the UN Committee on the Rights of the Child. By Icelandic Save the

Children in august 2002.

Stefán Ólafsson (1999). Íslenska leiðin: Almannatryggingar og velferð í fjölþjóðlegum

samanburði. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson (2000). Poverty in Iceland. Í Gustafsson, B. og Pedersen, P. J. (ritstj.), Poverty and Low Income in the Nordic Countries (bls. 101-130). Aldershot: Ashgate.

Stefán Ólafsson (2006). Vaxandi skattbyrði eldri borgara og öryrkja.

Morgunblaðið, 25. mars.

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðislokks og Framsóknarflokks 28. maí 1999. Stjórnarráð Íslands. Ríkisstjórnarsíður. Stefnuyfirlýsing. Tekið af: <http://www.stjr.is> þann 25.07.06.

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðislokks og Framsóknarflokks 2003. Stjórnarráð Íslands. Ríkisstjórnarsíður. Stefnuyfirlýsing. Tekið af:<http://www.stjr.is> þann 25.07.06.

Tryggingastofnun ríkisins (2005). Staðtölur almannatrygginga 2004. FJÁRLAGA OG HAGDEILD 11 ÁRG. Reykjavík: Gutenberg eht.

Tryggingastofnun ríkisins (2006). Greiðslur: Upphæðir helstu bótaflokka almannatrygginga . Tekið af: <http://www.tr.is/> þann 29.05.06.

Upplýsingar um fjölda starfsmanna við hjúkrun og umönnun 2006. Reykjavík: Efling stéttarfélag, hagdeild, 31.05.2006.

Upplýsingar um ófaglærðra starfsmanna á stofnunum LSH 2006. Reykjavík: Landspítali Háskólasjúkrahús, launaeftirlit, 02.06.2006.

Valgerður Katrín Jónsdóttir (2004). Fátækt og heilsufar á Íslandi. Tímarit

Hjúkrunarfræðinga, 2, 12-15.

Vinnumálastofnun (2006).Tölulegar upplýsingar. Tekið þann 31.07.06 af: <http://www.vinnumalastofnun.is/utgefid-efni-og-talnaefni/>

Lífsgæði barna með einhverfu og foreldra