• No results found

Safnið sem bókasafn allra háskóla

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er og hefur alltaf verið „safn allra“ því það er opið öllum sem náð hafa 18 ára aldri. Notendahópar voru skilgreindir 1999 og er sú skilgreining allvíð. Þar kemur fram að þjónusta safnsins miðast þó einkum við fræðimenn, kennara og nemendur við Háskóla Íslands, auk annarra sem leita til safnsins vegna upplýsinga sem þeir fá ekki auðveldlega annars staðar (Stefnumótun, 1999). Hugmyndin um að safnið ætti að verða í enn ríkara mæli „bókasafn allra háskóla“ sem þjónaði öllum háskólum landsins hefur verið rædd um tíma í safninu, meðal annars í stjórn safnsins.

Hingað til hafa bæði kennarar og nemendur Háskólans notið ýmissa forréttinda í safninu þar sem lög kveða skýrt á um sérstakar skyldur við Háskóla Íslands. Kennarar geta til dæmis tekið fleiri bækur í lán í einu en aðrir og fá sjálfkrafa endurnýjun. Nemendur við Háskóla Íslands fá lánþegaskírteini án endurgjalds, hafa forgang að lessætum á próftíma og fá afslátt af ýmiss konar þjónustu. Eins og áður segir hafa nemendur annarra skóla, bæði háskóla og framhaldsskóla, leitað talsvert í safnið eftir sameininguna til að taka bækur í lán og nota lesaðstöðuna og aðra þjónustu. Segja má að þessi þróun sé afleiðing sameiningarinnar þar sem safnið er í huga flestra háskólabókasafn í víðri merkingu þess orðs, og landsbókasafn í merkingunni safn allrar þjóðarinnar. Hugmyndin að því að safnið verði safn allra háskóla virðist einnig vera bein afleiðing sameiningar safnanna ásamt óljósu hlutverki safnsins í augum háskólasamfélagsins og almennings og forystuhlutverki safnsins meðal rannsóknarbókasafna.

Þegar rætt er um safnið sem bókasafn allra háskóla hljóta fjárveitingar vegna þjónustunnar að bera á góma. Hingað til hefur Háskóli Íslands lagt fram fjárveitingu til safnsins vegna ritakaupa og afgreiðslutíma en aðrir háskólar einungis tekið þátt í greiðslum vegna landsaðgangs að rafrænum tímaritum. Viðmælendurnir tíu voru spurðir um afstöðu sína til hugmyndar-

36 Bókasafns- og upplýsingafræði Áslaug Agnarsdóttir

innar um að safnið ætti að þjóna öllum háskólum en ekki eingöngu Háskóla Íslands. Ættu allir háskólar að hafa aðgang að ritakosti safnins og sama aðgang að lesrými og þjónustu? Hvernig ætti að haga greiðslum til safnsins ef það þjónaði öllum? Hvaða þýðingu hefði slíkt aðgengi annarra fyrir Háskólann?

Í töflu 3 má sjá afstöðu kennaranna til hugmyndarinnar. Viðhorf voru svipuð og til sameiningarinnar. Sex kennarar voru ósammála því að safnið ætti að taka að sér að vera eins konar „rannsóknarbókasafn“ fyrir alla háskóla og allt landið. Kennararnir í hugvísindadeild voru sammála um að það væri ekki góð hugmynd en í hinum deildunum voru skiptar skoðanir. Hér réðu því ekki sjónarmið fagsins. Þeim sem fannst hugmyndin góð lögðu þó áherslu á að það yrði alltaf að vera sérþjónusta í boði fyrir Háskóla Íslands. Tafla 3. Á Landsbókasafn að vera bókasafn allra háskóla?

Deild Safn allra háskóla

1 Viðsk/hagfr. 2 Viðsk/hagfr. Nei 3 Lagad. 4 Lagad. Nei 5 Hugvísindad. Nei 6 Hugvísindad. Nei 7 Félagsvís. 8 Félagsvís. Nei 9 Raunvísindad. 10 Raunvísindad. Nei

Ef safnið ætti að taka að sér að vera safn allra háskóla þyrfti að auka samstarf við hina háskólana eða hin háskólabókasöfnin, koma á verka- skiptingu og greiðsluskiptingu og semja nýjar reglur um þjónustu. Ef þessi hugmynd ætti að ganga upp þyrfti reyndar að endurskipuleggja þjónustu allra háskólabókasafna með nánara samstarf í huga. Það verður að teljast hæpið að aðrir háskólar myndu vilja leggja peninga í að kaupa rit og önnur gögn fyrir Landsbókasafn. Viðhorf kennaranna til staðsetningar safnsins gáfu skýrt til kynna að menn vilja hafa safnefni nálægt sér. Einnig kom fram að þátttakendur töldu að þegar um fjárveitingar væri að ræða væru menn fastheldnir á sitt fé og vildu nota það fyrst og fremst í eigin þágu. Það væri aldrei það mikið að þeir yrðu fúsir til að greiða af því í sameiginlegan sjóð.

Tvíhöfða risi 37

Undantekning frá því væri landsaðgangurinn en þar er nálægðin söm fyrir alla.

Lokaorð

Sameining safnanna tveggja fyrir rúmum áratug hefur haft mikil áhrif, ekki síst hvað varðar tengsl bókasafnsins og Háskólans, sem virðast bæði óskýrari og minni en þau voru. Við sameininguna hefur safnið fjarlægst Háskólann, kennarar og aðrir sérfræðingar hafa takmörkuð not af því. Þó er mikill munur á notkun deildanna og áberandi að aðalsafnið er fyrst og fremst notað af kennurum og nemendum hugvísindadeildar og félagsvísindadeildar. Nemendur annarra deilda nota safnið fyrst og fremst sem lesaðstöðu og flestir kennarar í þeim deildum koma sárasjaldan á safnið nema þeir séu að sækjast eftir tilteknu riti. Almennt áhugaleysi er um safnið og starfsemi þess meðal kennara. Þeir virðast ekki lengur líta á safnið sem bókasafn Háskóla Íslands nema að takmörkuðu leyti. Það er til dæmis umhugsunarefni að Háskólinn skuli auka mjög námsframboð á meistara- og doktorsstigi á sama tíma og hann sker niður framlag sitt til ritakaupa. Sumir kennarar hafa haft á orði að þeim finnist ekki að Háskólinn eigi að borga fyrir ritakaup sem nýtist „öllum“. Lítið hefur verið fjallað um bókasafnið í tengslum við hugmyndir rektors um að Háskólinn stefni að því að verða meðal 100 bestu háskóla í heimi (Kristín Ingólfsdóttir, 2006). Brýnasta verkefni safnsins í nánustu framtíð er því að efla tengslin við Háskóla Íslands og síðast en ekki síst að stórauka ritakaupin, bæði í samvinnu við Háskólann en einnig sem Lands- bókasafn. Öll önnur þjónusta stendur og fellur með framboði gagna, bæði pappírsgagna og rafrænna.

Í upphafi var reynt að sameina söfnin tvö og gera þau að einu safni. Með síðustu skipulagsbreytingum var safninu aftur skipt upp í tvær faglegar einingar, þjónustusvið og varðveislusvið, auk rekstrarsviðs. Lætur nærri að fagsviðin tvö séu ígildi gömlu safnanna, annars vegar Háskólabókasafns og hins vegar Landsbókasafns. Hugsanlega er kominn tími til að endurskoða skipulag safnsins frá grunni, ganga alla leið og kljúfa það aftur upp í annars vegar sjálfstætt þjóðbókasafn og hins vegar bókasafn Háskóla Íslands.

Heimildir

Áslaug Agnarsdóttir (2005). Notendaþjónustukönnun 10. mars 2005.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. (Óprentað handrit).

Áslaug Agnarsdóttir (2006). Tvíhöfða risi. Sameining Landsbókasafns Íslands –

Háskólabókasafns í eitt safn. (Óbirt MLIS-ritgerð í bókasafns- og

upplýsingafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands).

Bogdan, R. og Biklen, S. K. (2003). Qualitative research for education: An

introduction to theory and methods. Boston: Allyn and Bacon.

Edwards, H. M. (1990). University library building planning. Metuchen, NJ: Scarecrow Press.

Einar Sigurðsson (1980). Háskólabókasafn - til hvers? Inngangur að safnkynningu. Reykjavík: [Háskólabókasafn].

Guðmundur Finnbogason (1941). Nýtt Landsbókasafn þarf að reisa á háskólalóðinni. Morgunblaðið 27. júlí.

Háskólaráðsfundur 25. mars 2004. Fundargerð. Sótt 21. mars 2006 á http://www.hi.is/page/040325fundarg.

Háskóli Íslands. (e.d.). Heildarskráning nemenda í Háskóla Íslands frá upphafi. Sótt 8. desember 2005 af http://www2.hi.is/page/stad_nem_skraning_heild. Kristín Ingólfsdóttir (2006). Menntun í fremstu röð. Erindi haldið á fundi

Vísinda- og tækniráðs 14. mars 2006. Sótt 15. apríl 2006 á

http://www.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?detail=1006318&n ame=pistlar

Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Sótt 20. mars 2006 af

http://www.hvar.is.

Lög um Háskóla Íslands nr. 41/1999.

Lög um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn nr. 71/1994.

National libraries: Their problems and prospects. Symposium on national libraries

in Europe, Vienna, 8-27 September 1958. (1960). Paris: UNESCO.

National Libraries Section. (2006). Sótt 2. ágúst 2006 á

http://www.ifla.org/VII/s1/index.htm.

Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns

(2004). Sótt 22. mars 2006 á http://www.hi.is/page/samningur_HI_Lbs- Hbs.

Stefnumótun fyrir Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn (Nóvember 1999).

Aðgengi fjarnema að upplýsingum og