• No results found

Rannsóknir á starfshugsun (occupational conceptualisation) eru fræðilegt sjónarhorn þessarar rannsóknar, en þær beinast að því að greina hvernig fólk hugsar um eða skynjar störf (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2004; Sharf, 2002). Starfshugsun er talin vera grundvallarþáttur í þróun starfsferilsins og er talið að þessi hugsun komi skipan á ytri veruleika starfanna (Shivy, Rounds og Jones, 1999). Þá er starfshugsun einnig talin vera undirstaða starfsáhuga og starfsþróunar (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2004; Shivey, Rounds og Jones, 1999). Samheiti við starfshugsun er starfsskynjun og á hún við hugsunina um störf almennt í samfélaginu.

Innan bæði sálarfræði- og félagsfræði hafa þau viðhorf verið ríkjandi að allir hugsi í aðalatriðum eins um störf og við sjáum störfi á svipaðan hátt (Goldthorpe, Hope, 1974; Gottfredson, 1994). Guichard, Devos, Bernard, Chevalier, Devaux, Faure, Jellab og Vanesse (1994) og Guðbjörg Vilhjálms- dóttir (2003) hafa þó gagnrýnt þessa sýn og byggt á habitus kenningu franska félagsfræðingsins Bourdieu.

Hin síðari ár hafa fræðimennirnir (Stead, 2004; Savickas og Lent, 1994) og (Borgen, 1999; Farmer, 1997; Savickas og Spokane, 1999) gagnrýnt að kenningar í náms- og starfsráðgjöf séu of einsleitar og hvetja til að horft verði með öðrum augum á ráðgjöf með meiri margbreytileika í huga. Líta þurfi meira til þeirra félagslegu þátta sem hafa áhrif á starfshugsun (Guichard og fél., 1994; Swanson og Gore, 2000). Í sama streng tekur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (2003, 2004, 2005) en hún rannsakar habitus íslenskra ungmenna og starfshugsun og kemst að því að þrátt fyrir að úrtakið hafi verið þjóðernislega einsleitt (íslensk ungmenni öll í sama skólakerfi) þá er félagslegur munur til staðar í hugsun ungmenna um störf.

Í dag má því segja að stefnan í rannsóknum á félagslegum áhrifum á starfsþróun sé sú að mörg ólík fræðileg sjónarhorn eru notuð til að skýra þessi áhrif t.d. kerfiskenningin (Patton og McMahon, 1999) og óreiðu- kenningin (Bright og Pryor, 2005). Ein þeirra leiða sem valin hefur verið til að skoða þessi áhrif er kenning félagsfræðingsins Pierre Bourdieu sem þróaði bæði hugtök og aðferðafræði sem hafa reynst notadrjúg í rannsóknum á

82 Félagsfræði Guðbjörg Vilhjálmsd. og Guðrún Á. Stefánsd.

starfsþróun (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2003). Bourdieu taldi raunveru- leikann samanstanda af tengslum og notar andstæðuhugsanir til að varpa ljósi á þessi tengsl. Hugsunin sem formgerir valdi hann að nefna veruhátt (habitus) sem skilgreina má sem hugsanaformgerð af félagslegum toga. Þessi hugsanaformgerð mótar það sem við gerum (þó ómeðvitað sé) og þessi veruháttur endurspeglast í viðhorfum fólks. Hugsanaformgerðin hefur því áhrif á hugsanir einstaklinga, reynslu þeirra, ákvarðanatöku og hvernig þeir skipuleggja og meta stöðu í ýmsum málum (Pierre Bourdieu, 1993), (sjá einnig í Guðbjörg Vilhjámsdóttir, 2004, 2003; Guichard og Casser, 1998; Wacquant, 1992). Habitus eða reynslan sem einstaklingurinn býr yfir gerir það að verkum að heimurinn verður merkingabær í augum hans. Sá sem elst upp í fjölskyldu þar sem iðn-og verkmenntir eru sýnilegar og gert hátt undir höfði er í annarri aðstöðu til að skynja auðkenni og aðgreina starfið frá öðrum störfum. Habitus verður því eins og ómeðvituð félagsleg leikni. Þannig verður hugsunin um störf ólík eftir því hver habitus viðkomandi er (Guðbjörg Vilhjámsdóttir, 2004). Athyglisvert er að nota habitus-hugtakið í náms- og starfsráðgjafarfræðum því það getur varpað ljósi á tengslin milli félagslegrar stöðu ungmenna og þess starfs sem þau velja. Í kenningu Bourdieu er búseta mikilvægur þáttur í habitus og er t.d. fræg rannsókn hans á einhleypum körlum til sveita (Bourdieu, 1962).

Í þessari rannsókn er horft til habitus-kenningarinnar og litið svo á að hugsunin um störf byggi á hugsanaferlum sem eigi sér rætur í félagslegu umhverfi og er sjónum sérstaklega beint að áhrifum búsetu.

Aðferð

Þátttakendur

Þátttakendur í rannsókninni var hentugleikaúrtak 911 ungmenna í 10. bekk í 26 grunnskólum. Annarsvegar úr 13 sjávarplássum (n=413) víðsvegar að af landinu og hinsvegar af höfuðborgarsvæðinu (n=498). Úrtakið á lands- byggðinni var valið með hliðsjón af því að í bæjum og þorpum úti á landi er meginuppistaðan í atvinnulífinu sjósókn og fiskvinnsla. Þetta var gert til að skoða áhrif nánasta umhverfis á uppbyggingu og þróun starfshugsunar.

Gögnum var safnað haustið 1996. Brottfall var óverulegt eða um 2% og nær úrvinnslan því til 883 ungmenna.

Búseta – verkmenning – virðing starfa 83

Mælingar

Þátttakendur fengu lista með ellefu störfum sem þeir áttu að segja álit sitt á. Hvert starf var metið á 12 tvískauta kvörðum, t.d. var virðing sjómanns- starfsins metin með spurningunni: Að þínu mati er sjómannsstarfið: virðingarvert – ekki virðingarvert. Þátttakendur mátu síðan virðingu starfsins með því að merkja við á sjöskiptum kvarða. Störfin voru metin á tvípóla kvörðum, dæmi: Áhugavert – ekki áhugavert

Störfin sem spurt var um voru hvoru tveggja faglærð og ófaglærð störf, almenn störf og sérfræðistörf og kvenna- og karlastörf. Eftirtalin ellefu störf voru valin til athugunar: Bifvélavirki, flutningabílstjóri, grunnskólakennari, hjúkrunarfræðingur, læknir, rafsuðumaður, rafvirki, ritari, sjómaður, sölumaður og verkfræðingur. Sömu kvarðar og starfsheiti voru notaðir í þessari rannsókn og fyrri rannsókn Guichard og félaga (1994), utan tveggja starfsheita sem bætt var við þann lista. Störfunum sem bætt var við þeirra lista voru sjómaður og flutningabílstjóri og var það gert með íslenskan vinnumarkað í huga, sérstaklega úti á landi.

Úrvinnsla

Úrvinnsla gagnanna var í þrepum. Fyrst voru gögnin greind með Correspondence þáttagreiningu (Correspondence Factor Analysis/CFA) til að fá yfirlit yfir innbyrðis tengsl á milli starfa og kvarða. Hver kvarði fyrir sig var skoðaður með margbreytudreifigreiningu (MANOVA). Ekki er rúm til að greina frá niðurstöðum á öllum kvörðunum 12, en valdir þeir 6 kvarðar þar sem mestur búsetumunur kom fram í hugsun um störf.

Hægt er að sjá töluverðan mun á áhuga á störfum eftir því hvort ungmennin búa á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu (mynd 1). Starfshugsun ungmennanna var mæld á tvíhliða skölum. Dæmi um spurningu: Að þínu mati er þetta starf: áhugavert – ekki áhugavert?

Margbreytugreiningin sýnir marktækan mun á áhuga ungmenna eftir búsetu á störf rafvirkja F (1, 833) = 30,676, p < 0.00, flutningabílstjóra F (1, 833) = 60,003, p< 0.00, bifvélavirkja (F (883) = 30,205, p< 0.00, rafsuðumanna (F (883) = 51,138, p< 0.00, og sjómanna (F (883) = 41,356, p< 0.00. Marktækur munur kom einnig fram eftir búsetu á störf verkfræðinga, ritara og kennara.

Rannsóknin sýndi að landsbyggðarungmennin hafa aðra sýn en borgar- ungmennin á aðgengi að námi nokkurra starfa (mynd 2).

84 Félagsfræði Guðbjörg Vilhjálmsd. og Guðrún Á. Stefánsd. 0 1 2 3 4 5 6 Rafvi rki Hjúk runa rfræði ngur Verkfr æðing ur Flutni ngabíl stjóri Bifvé lavirk i Lækn ir Ritar i Rafsu ðum aður Sölum aður Grunn skólak enna ri Sjómað ur Höfuðborg Landsbyggð

Mynd 1. Áhugi á störfum eftir búsetu

0,00 1,00 2,00 3,00 4,00 5,00 6,00 Rafvi rki Hjúk runarf ræðin gur Verkf ræðing ur Flutni ngab ílstjó ri Bifvél avirk i Lækn ir Ritari Rafsuð umað ur Sölum aður Grun nskó lakenn ari Sjóma ður Höfuðborg Landsbyggð

Mynd 2. Mat á hvort starf er auðvelt eða erfitt inngöngu (t.d. auðvelt nám, erfitt nám) eftir búsetu

Margbreytugreiningin sýnir marktækan mun á sýn ungmenna eftir búsetu á aðgengi að námi flutningabílstjóra F (1, 833) = 22,702, p< 0.00, bifvélavirkja ( F (833) = 12,586, p< 0.00, lækna F (1, 833) = 16,842, p< 0.00, ritara (F = (833) = 15,588, p< 0.00, rafsuðumanna F (1, 833) = 24,797, p<

Búseta – verkmenning – virðing starfa 85

0.00 og sölumanna F (1, 833) = 16,179, p < 0.00. Marktækur munur kom einnig fram eftir búsetu á aðgengi að námi sjómanna.

Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu meta að læknisnám sé erfiðara en landsbyggðarungmennin. Landsbyggðarungmennin meta á móti að nám flutningabílstjóra, bifvélavirkja, ritara, rafsuðumanna, sölumanna og sjó- manna sé erfiðara en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu gera (mynd 2).

Á mynd 3 sést að einnig er búsetumunur á því hvernig ungmennin meta virðingu starfa.

Margbreytugreiningin sýnir marktækan mun eftir búsetu á sýn ungmenna á virðingu starfa rafvirkja F (1, 833) = 14,101, p< .00, flutningabílstjóra F (1, 833) = 52,123, p< 0.00, bifvélavirkja F (1, 833) =16,108, p< 0.00, ritara F (1, 833) = 12,748, p< 0.00, rafsuðumanna F (1, 833) = 30,417, p< 0.00 og sjómanna F (1, 833) = 29,502, p< 0.00. Marktækur munur kom einnig fram eftir búsetu á störf kennara.

0 1 2 3 4 5 6 7 Rafvi rki Hjúk runa rfræð ingur Verkf ræðing ur Flutni ngabíls tjóri Bifvéla

virki knir Ritari Rafsu ðuma ður Sölum aður Grun nskó lakenna ri Sjómað ur Höfuðborg Landsbyggð °°

Mynd 3. Mat á virðingu starfa eftir búsetu

Landsbyggðarungmennin virða störf rafvirkja, flutningabílstjóra, bifvéla- virkja, ritara, sjómanna og kennara meira en höfuðborgarungmennin (mynd 3).

Landsbyggðarungmennin meta ábyrgð nokkurra starfa ívið hærra á nokkrum störfum og áberandi er hve höfuðborgarungmennin meta ábyrgð flutningabílstjóra og sjómanna lægra (mynd 4).

Margbreytugreiningin sýnir marktækan mun á sýn ungmenna á ábyrgð starfa eftir búsetu á störf flutningabílstjóra F (1, 833) = 27,613, p< 0.00 og sjómanna F (1, 833) = 21,497, p< 0.00. Marktækur munur kemur einnig fram

86 Félagsfræði Guðbjörg Vilhjálmsd. og Guðrún Á. Stefánsd.

eftir búsetu á sýn ungmenna á þá ábyrgð sem felst í störfum verkfræðinga, bifvélavirkja og rafsuðumanna. 0 1 2 3 4 5 6 7 Rafvi rki Hjúk runa rfræði ngur Verkf ræðing ur Flutni ngab ílstjó ri Bifvél avirki kn ir Ritar i Rafsuð umað ur Sölum aður Grun nskól akenna ri Sjómað ur Höfuðborg Landsbyggð

Mynd 4. Mat á ábyrgð starfa eftir búsetu

Sýn ungmenna á atvinnutekjur starfa er þó nokkuð breytileg eftir búsetu og meta landsbyggðarungmennin almennt tekjur hærra en ungmenni á höfuðborgarsvæðinu (mynd 5). 0 1 2 3 4 5 6 7 Rafvi rki Hjúkr unarf ræðin gur Verkf ræðin gur Flutn ingabí lstjór i Bifvé lavirk i Lækn ir Ritar i Rafsu ðuma ður Sölum aður Grun nskól aken nari Sjóma ður Höfuðborg Landsbyggð

Búseta – verkmenning – virðing starfa 87

Margbreytugreiningin sýnir marktækan mun á sýn ungmenna eftir búsetu á tekjur starfa rafvirkja F (1, 833) = 18,233, p< 0.00, flutningabílstjóra F (1, 833) = 25,523, p< 0.00, bifvélavirkja F (1, 833) = 15,287, p< 0.00, rafsuðumanna F (1, 833) = 14,002, p< 0.00 og kennara F (1, 833) = 21,284, p<0.00. Marktækur munur kom einnig fram eftir búsetu á tekjur hjúkrunar- fræðinga. Landsbyggðarungmennin meta tekjur yfirleitt hærri en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar sýn ungmenna á atvinnuöryggi starfa er skoðuð kemur fram munur eftir búsetu (mynd 6).

Margbreytugreiningin sýnir marktækan mun á sýn ungmenna eftir búsetu á atvinnuöryggi starfa rafvirkja F (1, 833) = 25,720, p< 0.00, bifvélavirkja F (1, 833) = 15,631, p< 0.00 og sjómanna F (1, 833) = 23,324, p< 0.00. Marktækur munur kom einnig fram eftir búsetu á sýn ungmenna á atvinnu- öryggi rafsuðumanna. 0 1 2 3 4 5 6 Rafvirk i Hjúk runar fræðing ur Verkfr æðing ur Flutnin gabíls tjóri Bifvé lavirk i Lækn ir Ritari Rafsuð umað ur Sölum aður Grunn skólake nnari Sjóma ður Höfuðborg Landsbyggð

Mynd 6. Mat á atvinnuöryggi starfa (trygg ráðning/ótrygg ráðning) eftir búsetu

Umræða

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna búsetumun í því hvernig hugsað er um störf, s.s. hve áhugaverð þau eru eða hve mikil virðing er borin fyrir þeim. Þessar niðurstöður gefa til kynna að kerfisbundinn munur er á viðhorfum ungmenna eftir því hvort þau búa á höfuðborgarsvæðinu eða á

88 Félagsfræði Guðbjörg Vilhjálmsd. og Guðrún Á. Stefánsd.

landsbyggðinni og að starfshugsun þeirra er ólík við lok grunnskóla. Þetta er í ósamræmi við þá hugmynd að að starfshugsun sé eins fyrir alla þjóðfélagshópa (Gottfredson, 1994, Stead, 2004; sjá einnig í Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2004; Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Arnkelsson, 2003). Þessar niðurstöður falla því vel að kenningu Bourdieu (1993) en hann taldi að búseta væri ein meginvíddin í félagslegum veruhætti (habitus) fólks (Bourdieu, 1962) og að gildi fólks og smekkur væri ólíkur eftir stöðu í samfélaginu (Bourdieu, 1984). Guðbjörg Vilhjálmsdóttir hefur komist að sömu niðurstöðu um íslensk ungmenni (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2003; Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Guðmundur B. Arnkelsson, 2003).

Það er athyglisvert að sú hugsun sem býr að baki náms- og starfsvali ungmenna mótast af búsetu þeirra og á sér greinilega félagslegar rætur. Áhrifamáttur umhverfisins er því mikill og er það umhugsunarefni að það eru sérstaklega verkamanna- og iðnaðarstörfin sem ungmennin líta ólíkum augum. Samkvæmt hugmyndum Bourdieu um félagslega ákvörðuð hugarferli bendir þetta til að ungmennin forðist eða laðist að ákveðnum störfum á grundvelli félagslegra áhrifa á starfshugsun þeirra. Einnig er athyglisvert að ungmennin meti háskólamenntuð störf með svipuðum hætti óháð búsetu.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ungmenni af landsbyggðinni aðgreina betur þau störf sem um var spurt en ungmenni á höfuðborgar- svæðinu. Ungmennin líta iðnaðar- og starfsmenntastörfi ólíkum augum eftir því hvar þau búa. Ungt fólk á landsbyggðinni hefur mun meiri áhuga á verkamanna- og iðnaðarstörfum og meta þau störf meira en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er athyglisvert að ungmennin meta háskóla- menntuð störf og þjónustustörf með svipuðum hætti óháð búsetu. Ungmennin voru mun meira sammála í mati sínu á störfum kennara, verkfræðinga, sölumanna, ritara og hjúkrunarfræðinga. Ungmenni á höfuð- borgarsvæðinu mátu þó læknastarfið með öðrum hætti. Þeir mátu aðgengi að læknanámi mun erfiðara og á kvarðanum þar sem spurt var um frítíma mátu þeir frítíma lækna mun minni en jafnaldrar þeirra á landsbyggðinni. Skýring á þessu gæti verið sú að í þorpssamfélaginu er læknirinn aðgengilegri og nálægari.

Þessar niðurstöður ríma saman við það sem fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós um námsval nemenda á landsbyggðinni. Leiða má líkum að því að þeir velji frekar iðn- og verkmenntabrautir í framhaldsskóla vegna þess að sýn þeirra á iðn- og verkmenntastörf er jákvæðari samanborið við unglingana á höfuðborgarsvæðinu.

Nærtækt er að leita skýringa á ólíkri sýn á verkamanna- og iðnaðarstörf með því að verkmenning á landsbyggðinni sé ólík því sem gerist á höfuð-

Búseta – verkmenning – virðing starfa 89

borgarsvæðinu. Landsbyggðarungmennin sem tóku þátt í rannsókninni eru frá sjávarbyggðum víðsvegar um landið. Ef reynt er að velta fyrir sér hvaða félagslegir þættir aðrir eru hér að verki má hugsa sér að ungmenni á landsbyggðinni séu í meiri tengslum við atvinnulífið og í meiri nálægð við fyrrgreindar starfsstéttir og hafi meiri vitneskju um hvað felst í þeirra störfum. Skynjun þeirra á þessi störf er því jákvæðari og félagslegar hugsanaformgerðir þeirra eða habitus gerir þeim kleift að skynja ýmsar hliðar á t.d. iðnaðarstörfum sem unga fólkið af höfuðborgarsvæðinu gerir ekki. Eins má benda á ríka verkmenningu á landsbyggðinni og þá hefð að unga fólkið taki þátt í störfum þeirra fullorðnu frá unga aldri, þó nú sé að verða breyting þar á.

Sá sem elst upp við frumhópatengsl í umhverfi þar sem störfin eru sýnileg er í annarri aðstöðu til að skynja auðkenni og aðgreina eitt starf frá öðru. Þannig verður hugsunin um störf ólík eftir því hvar viðkomandi býr. Þessu sýn er því spennandi viðfangsefni fyrir náms- og starfsráðgjafarfræðin og getur varpað ljósi á tengslin milli félagslegrar stöðu ungmenna og þess starfs sem þau svo velja sér..

Samkvæmt nýjustu kenningum í starfsþróunarfræðum (Savickas, 2004, 2006) þurfa skýringarlíkön um starfsval að taka bæði umhverfið og merkingarmyndun með í reikninginn. Ekki er lengur nægileg skýring á náms- og starfsvali að skoða eiginleika einstaklinga og eiginleika starfanna og athuga hver passar í hvaða starf. Niðurstöður þessarar rannsóknar renna einmitt stoðum undir þá skoðun að störfin hafi mismunandi merkingu eftir því hvert umhverfið er.

Niðurstöður gefa tilefni til að endurskoða náms- og starfskynningar sem ungu fólki er boðið upp á. Skoða þarf með ungmennum hvað er í boði í nánasta umhverfi þeirra og kynna sérstaklega þau störf sem ekki eru sýnileg. Leggja þarf ríkari áherslu á að kynna iðn- og starfsnám, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og ljóst er að hér er verk að vinna fyrir náms- og starfsráðgjafa í landinu og svo þá sem sinna fræðslu á vegum iðnaðar- og starfsmenntafélaganna og stjórnendur menntamála í landinu.

Heimildir

Borgen, F. H. (1999). New horizons in interest theory and measurement: Toward expanded meaning. Í M. L. Savickas & A. R. Spokane (Ritstj.),

Vocational interests: Meaning, measurement, and counseling use (bls. 383-411).

90 Félagsfræði Guðbjörg Vilhjálmsd. og Guðrún Á. Stefánsd.

Bourdieu, P. (1993). Sociology in question. London: Sage.

Bourdieu, P. (1962). Célibat et condition paysanne. Etudes rurales 5/6, 32-136. Bourdieu, P. (1984). Distinction. A social critique of the judgement of taste. London:

Routledge.

Bright, J. E. H. og Pryor, R. G. L. (2005). The chaos theory of careers: A user’s guide. Career Development Quarterly, 53, 291–305.

Byggðastofnun (e.d.). Byggðaþróun og byggðaaðgerðir: Menntamál. Sótt 30. desember 2004 af http://www.byggdastofnun.is/Byggdathroun-Byggda- adgerdir/nr/125.

Collett, I (1997). Implication of Rural Location on Career Development. Í W. Patton & M. McMahon (Ritstj.), Career Development in Practice:A System

Theory Perspective (bls. 71-82). Sydney: New Hobson Press.

Farmer, H. S. (1997). Introduction. Í H. S. Farmer og félagar (Ritstj.),

Diversity & women&#8217s career development: From adolescence to adulthood

(bls. 3-13). Thousand Oaks, CA: Sage.

Gerður G. Óskarsdóttir (2000). Frá skóla til atvinnulífs. Reykjavík: Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands: Háskólaútgáfan.

Gerður G. Óskarsdóttir (1995). The forgotten half: Comparison of dropouts and

graduates in the early work experience: The Icelandic case. Reykjavík: Félags-

vísindastofnun Háskóla Íslands: Háskólaútgáfan.

Gottfredson, L. S. (1996). Gottfredson's theory of circumscription and compromise. Í D. Brown, & L. Brooks (Ritstj.), Career choice and development

(3. útg.), (bls. 179-232). San Francisco: Jossey-Bass.

Giddens, A. (1991). Introduction to sociology. New York: WW Norton College Books.

Goldthorpe, J. H./Hope, K. (1974). The Social Grading of Occupations. A New

Approach and Scale, Oxford: Clarendon Press.

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (2005). Habitus íslenskra unglinga. Í Friðrik H. Jónsson (Ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum VI. Fyrirlestrar af ráðstefnu

viðskipta- og hagfræðideildar og félagsvísindadeildar (bls. 77−86). Reykjavík:

Félagsvísindastofnun - Háskólaútgáfa.

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (2004). Ólík hugsun um störf eftir kynferði. Í Úlfar Hauksson (Ritstj.) Rannsóknir í félagsvísindum V. Fyrirlestrar af ráðstefnu

viðskipta- og hagfræðideildar og félagsvísindadeildar (bls. 313–326). Reykjavík:

Félagsvísindastofnun - Háskólaútgáfa.

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (2003). Social group differences in occupational

conceptualisations: The relationship to career decision making and the relevance of careers education. University of Hertfordshire. Óbirt doktorsritgerð.

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Guðmundur B. Arnkelsson (2003). The interplay between habitus, social variables and occupational preferences.

Búseta – verkmenning – virðing starfa 91

Guichard, J. og Cassar, O. (1998). Social fields, habitus and cognitive schemes: Study streams and categorisations. Revue internationale de

psychologie sociale, 1, 123 − 145.

Guichard, J., Devos, P., Bernard, H., Chevalier, G., Devaux, M., Faure, A., Jellab, M., & Vanesse, V. (1994). Diversité et similarité des représentations professionnelles d'adolescents scolarisés dans des formations differents. L'Orientation Scolaire et Professionnelle, 23, 409 – 437. Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal (2002). Ungt fólk og framhalds-

skólinn:rannsókn á námsgengi og afstöðu ’75 árgangsins til náms. Félagsvísinda-

stofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan.

Jón Torfi Jónason (1995). Baráttan á milli almenns bóknáms og starfs- menntunar á framhaldsskólastigi. Í Friðrik H. Jónsson (Ritstj.), Rannsóknir

í félagsvísindum. Fyrirlestrar af ráðstefnu viðskipta- og hagfræðideildar og félagsvísindadeildar (bls. 277-285). Reykjavík: Félagsvísindastofnun og

Háskólaútgáfa.

Jón Torfi Jónason (1992). Þróun framahaldsskólanáms: Frá starfsmenntun til almenns bóknáms. Uppeldi og menntun 1, 173-189.

Jón Torfi Jónason og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir (1992). Námsferill í

framhaldsskóla. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir

menntamálaráðuneytið.

Hartung, P. J., Porfeli, E. J. og Vonderacek, F. W. (2005). Child vocational development: A review and reconsideration. Journal of Vocational Behavior,

66, 385-419.

Patton, W. og McMahon, M. (1999). Career Development and Systems Theory: A

new relationship. Pacific Grove, CA: Brooks/Cole.

Námsmatsstofnun (e.d.) Písa rannsókn 2003. Sótt 20. júní 2006 af http://www.namsmat.is/vefur/rannsoknir/pisa2003

Savickas, M. L. (2006). Career construction theory. Í J. Greenhaus & G. Callahan (Ritstj.), Encyclopedia of career development, (1), bls. 84-88. Thousand Oaks, CA: Sage.

Savickas, M. L. (2004). The theory and practice of career construction. Í Brown, S. D. og Lent, R. W. (Ritstj.), Career development and counseling.

Putting theory and research to work (bls. 42−70). Hoboken, NJ: Wiley.

Savickas, M. og Spokane, A. R. (1999). Vocational interests: Meaning,

measurement, and counseling use . Palo Alto, CA: Davies-Black.

Savickas, M. L. og Lent, R. W. (1994). Convergence in career development theories:

Implications for science and practice. Palo Alto, CA : CPP Books.

Sharf, R. S. (2002). Applying career development theory to counseling. Brooks Cole. Shivy, V. A., Rounds, J. og Jones, L. E (1999). Applying vocational interest

models to naturally occurring occupational perception, Journal of Counseling

92 Félagsfræði Guðbjörg Vilhjálmsd. og Guðrún Á. Stefánsd.

Stead, G. B. (2004). Culture and career psychology: A social constructionist perspective. Journal of Vocational Behavior, 64, 389-406.

Stefán Ólafsson (1997). Búseta á Íslandi: Rannsóknir á orsökum búferlaflutninga. Reykjavík: Byggðastofnun, Prentsmiðjan Oddi.

Swanson, J. L. og Gore, P. A. (2000). Advances in vocational Psycology: