• No results found

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að makaofbeldi er líklegra til að eiga sér stað þar sem eru ung börn á heimilinu, sérstaklega börn undir fimm ára aldri (Fantuzzo, Boruch, Beriama, Atkins og Marcus, 1997). Því er mikilvægt að skoða aldur barna hér á landi sem tilkynnt er um að verði vitni að ofbeldi milli foreldra, tíðni og eðli slíkra tilkynninga og þá þjónustu sem börn og fjölskyldur fá í kjölfar slíkra tilkynninga.

190 Félagsráðgjöf Freydís Jóna Freysteinsdóttir

Makaofbeldi er hægt að skilgreina sem líkamlega árás á líkama maka. Makaofbeldi getur einnig falið í sér tilfinningalegt ofbeldis, s.s. hótanir og ógnanir (Jouriles, Norwood, McDonald, Vincent og Mahoney, 1996). Kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt ofbeldi eru einnig dæmi um birtingar- myndir makaofbeldis (Kvennaathvarf, 2006). Það að verða vitni að ofbeldi getur falið í sér að sjá eða heyra atburðinn sjálfan eiga sér stað, eða verða vitni að afleiðingum hans. T.d. gæti barn heyrt annað foreldrið öskra niðrandi orð að hinu foreldrinu og það gæti heyrt grátur í hinu foreldrinu. Það gæti jafnvel heyrt hluti brotna, þó barnið sjái ekki ofbeldið eiga sér stað. Einnig gæti barnið orðið vitni að afleiðingum ofbeldis, t.d. mar eða aðra áverka, blóð, brotið gler eða aðkomu lögreglu (Aron og Olsen, 1997).

Ekki hefur verið rannsakað til hlítar hver tíðni og eðli makaofbeldis er hér á landi eða barna sem verða vitni að slíku. Samkvæmt spurningalistakönnun hafa 20% barna orðið vitni að ofbeldi inni á heimili sínu (Guðbjörg Hildur Kolbeins, 2005). Ekki kom þó fram hvort um foreldra hefði verið að ræða eða aðra aðila eins og t.d. systkini. Tíðni komu kvenna og barna til Kvenna- athvarfsins gefur auk þess einungis óljósa mynd af vandanum. Á árinu 2005 leituðu 283 konur til athvarfsins og dvöldu 92 konur í athvarfinu um skeið. Af þessum 92 konum voru 47 með barn/börn og dvöldu 76 börn í athvarfinu á árinu (Kvennaathvarf, 2006).

Íslensk rannsókn unnin árið 1979 úr sjúkrahúsgögnum, sýndi að af 101 einstaklingum sem höfðu hlotið áverka af völdum ofbeldis voru 62 konur sem höfðu hlotið áverka eftir maka. Algengustu áverkarnir voru mör, sár og beinbrot. Algengustu svæðin sem áverkarnir voru á, voru andlit og höfuð (Hildigunnur Ólafsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir, 1982).

Spurningalistakönnun var unnin árið 1996. Um var að ræða spurningalista sem sendir voru til lagskipts tilviljunarúrtaks sem samanstóð af 3000 manns. Svarhlutfall var hátt eða 74%. Rannsóknin sýndi að tæplega 14% kvenna höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka og 7% höfðu orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Tæplega 4% karla höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka og 1% höfðu orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Marktækt fleiri fráskildar konur höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka, heldur en aðrar konur. Auk þess kváðust 30% kvennanna vera hræddar um öryggi barna sinna (Dómsmála- ráðuneytið, 1997).

Hlutfall kvenna á Íslandi sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka virðist vera svipað og í Finnlandi, en lægra heldur en í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Nýleg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð sýndi að

Barnaverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra 191

28% kvenna höfðu verið beittar líkamlegu ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka og 7% af núverandi maka (Eva Lundgren, Gun Heimer, Jenny Westerstrand og Anne-Marie Kalliokoski, 2002). Rannsóknir sem unnar hafa verið í Svíþjóð sýna að u.þ.b. 10% barna hafa orðið vitni að ofbeldi á heimili sínu (Katarina Weinehall, 2005). Nýleg rannsókn sem gerð var í Finnlandi sýndi að 9% kvenna hafði upplifað ofbeldi (tilfinningalegt/líkamlegt/kynferðislegt) af hálfu fyrrum maka og 10% af hálfu núverandi maka. Fjölmargar rannsóknir hafa verði unnar í Bandaríkjunum á þessu sviði og gefa niður- stöður þeirra til kynna að um 25% kvenna verði fyrir ofbeldi af hálfu maka (Zink o.fl., 2004). Auk þess eru konur tífalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi af hálfu maka í Bandaríkjunum en karlar, samkvæmt landskönnun á þolendum glæpa (Kernic, Wolf og Holt, 2000). Mismunandi félagsmálastefnur hafa mögulega áhrif á þennan mun. Félagsmálastefnur á Norðurlöndum styðja jöfnuð meðal foreldra í því að annast barn (Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2005; Maria Eriksson, 2005; Minna Piispa, 2002) og konur og börn fá þannig meiri stuðning af hálfu ríkisins á Norðurlöndunum miðað við Bandaríkin (Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2005). Hins vegar fellur tíðni ofbeldis í parsamböndum í Svíþjóð ekki vel að þessari skýringu.

Í spurningalistakönnuninni sem gerð var hér á landi fundust engin tengsl milli menntunar kvennanna og þess að vera beittar ofbeldi af hálfu maka. Hins vegar höfðu fleiri karlar með grunnskólamenntun verið beittir ofbeldi af hálfu maka, heldur en karlar með hærra menntunarstig. Bæði konur og karlar í lágum eða háum tekjuhópi voru líklegri til þess að hafa orðið fyirr ofbeldi af hálfu maka, heldur en karlar og konur í miðtekjuhópi (Dómsmála- ráðuneytið, 1997). Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal allra fylkja í Bandaríkjunum af Yllo og Strauss árið 1990 en þær voru túlkaðar á athyglisverðan hátt. Í lágtekjustétt er vald talið vera notað til þess að viðhalda hefðbundnum kynhlutverkum. Hins vegar hefur staða kvenna er varðar menntun, atvinnu og stjórnun hækkað hratt í sumum fylkjum Bandaríkjanna á skömmum tíma og hefur því verið haldið fram að karlar upplifi þessa breytingu sem ógnun við stöðu sína sem leiði til aukins ágreinings í samböndum karla og kvenna (Neman og Grauerholz, 2002).

Við ofantalda túlkun er leitað til femískra skýringa sem byggja á hugmyndum um feðraveldi. Í feðraveldi felst að konur eru kúgaðar af körlum og beita karlar valdi ef á þarf að halda til að viðhalda yfirburðarstöðu sinni hvort sem er innan fjölskyldunnar eða samfélagsins (Smith, 1990). Álags- kenningin (Strain theory) skýrir ofbeldi gagnvart maka meðal lágtekjufólks á annan hátt. Samkvæmt þeirri kenningu leiða ójöfn tækifæri innan

192 Félagsráðgjöf Freydís Jóna Freysteinsdóttir

samfélagsins auk þeirrar streitu sem fylgir fátækt til gremju og skaprauna. Þessi streita getur orðið yfirþyrmandi og brotist út í ofbeldi gagnvart þeim sem standa viðkomandi næst, þ.e. maka og/eða börnum. Samkvæmt félagstengslakenningunni (Social bonding theory) eru þeir sem eru félagslega einangraðir (fremur en eingöngu fátækir) líklegir til að beita sína nánustu ofbeldi. Samkvæmt þessari kenningu eru þeir sem eru í meiri félagslegum tengslum, t.d. íþróttahreyfingum eða öðru tómstundarstarfi, ekki eins líklegir til þess að beita maka sinn ofbeldi heldur en þeir sem ekki eru í slíkum tengslum, þar sem þeir eiga þá á hættu að tapa slíkum tengslum. Hindurnar- kenningin (Deterrence theory) útskýrir hins vegar ofbeldi gagnvart fjölskyldumeðlimum sem hegðun sem borgar sig, þar sem litlar líkur eru á því að gerandinn sé tekinn fastur og jafnvel ef til dóma komi, séu refsingar vægar. Þannig er lögð áhersla á áhrif formlegra félagslegra þátta (dómskerfið) í hindrunarkenningunni en hina óformlegu félagslegu þætti (félög, samtök) í félagstengslakenningunni (Miller-Perrin og Perrin, 1999).

Ýmsar erlendar rannsóknir hafa sýnt að það að verða vitni að ofbeldi milli foreldra getur valdið hugrænum, félagslegum (Fantuzzo og Mohr, 1999; Stiles, 2002)og tilfinningalegum vandkvæðum (Anderson og Cramer- Benjamin, 1999; Berkowitz, 2005; Hannele Forsberg, 2005). Mikilvægt er því að skoða nánar slík tilfelli hér á landi, stöðu barnanna og þá þjónustu sem veitt er í slíkum málum.

Aðferð

Könnuð var tíðni og innihald allra barnaverndartilkynninga sem bárust til þriggja sveitarfélaga á árinu 2004. Sveitarfélögin voru Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður. Um lýsandi rannsókn var að ræða. Gögn barnaverndaryfir- valda voru innihaldsgreind. Öll mál sem fólu í sér barnaverndartilkynningu um ofbeldi milli foreldra á árinu 2004 í þessum þremur sveitarfélögum voru innihaldsgreind og var þeim fylgt út árið 2004.

Innihaldsgreining gagna felur í sér umbreytingu eigindlegra gagna í megindleg gögn. Þegar þessi aðferð er notuð er skráningareyðbulað þróað og skráningarleiðbeiningar sem felur í sér upplýsingar um það hvernig eigi kerfisbundið að kanna og skrá innihald texta, sem tengist rannsóknar- spurningunni (Rubin og Babbie, 2004). Eftir þjálfun aðstoðarmanneskju, las aðstoðarmanneskja rannsakanda yfir öll gögnin og fyllti út skráningar- eyðublað fyrir hverja fjölskyldu. Rannsakandi fór einnig yfir 21% málanna sem valin voru tilviljanakennt með það að markmiði að skoða áreiðanleika

Barnaverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra 193

skráningarinnar. Ein breyta reyndist hafa óviðunandi samræmi (Κ> 0,21) og var því ekki tekin með í umfjöllun um niðurstöður. Níu breytur höfðu ágætt samræmi (Κ = 0,41-0,60). Allar aðrar breytur höfðu gott (Κ = 0,61-0,80) eða

mjög gott (Κ = 0,81-1,00) samræmi (Altman, 1991). Þess má þó geta að

lægsta samræmið meðal þeirra breyta sem höfðu ágætt samræmi var 75%, sem telst nokkuð gott, ekki síst þar sem upplýsingarnar sem voru skráðar voru mjög dreifðar í barnaverndargögnunum.

Heildarfjöldi mála sem voru skráð og uppfylltu skilyrði fyrir rannsókn þessa voru 39, 23 þeirra tilheyrðu Reykjavík, 12 Kópavogi og 4 Hafnarfirði. Flest málanna innifólu líkamlegt ofbeldi milli foreldra (36) en þrjú þeirra fólu eingöngu í sér hótanir um líkamlegt ofbeldi sem flokkast sem tilfinningalegt ofbeldi, en ekki líkamlegt ofbeldi.

Niðurstöður

Eins og þegar hefur komið fram var um 39 barnaverndartilkynningar sem fólu í sér ofbeldi milli foreldra að ræða til Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar á árinu 2004. Af þessum 39 málum, bjuggu börnin hjá báðum líffræðilegum foreldrum í 15 tilfellum. Í 10 tilfellum bjuggu börnin hjá móður og stjúpföður og í 14 tilfellum bjuggu börnin hjá móður eingöngu. Í flestum tilfellum vantaði upplýsingar um menntun foreldra eða í 74% tilfella hjá mæðrum og í 87% tilfella hjá feðrum. Í þeim tilfellum sem menntun foreldra var skráð, hafði fremur hátt hlutfall foreldra lokið hærra menntunarstigi heldur en grunnskólamenntun eða 60% kvenna og 80% karla. Upplýsingar um atvinnu foreldra vantaði í u.þ.b. helming tilfella eða 43% tilfella hjá mæðrum og 56% hjá feðrum. Í þeim tilfellum sem atvinna var skráð, var meiri hluti mæðra, eða 68% í launaðri vinnu og flestir feður einnig eða 88%.

Þessar 39 fjölskyldur áttu samtals 69 börn, 34 stúlkur og 35 drengi. Í flestum fjölskyldunum var eitt barn eða í 19 þeirra. En í tíu fjölskyldum voru tvö börn og í tíu fjölskyldum voru þrjú börn (M=1,77). Aldur barnanna var á bilinu 0-18 ára. Flest þeirra voru á aldrinum 0-5 ára (33), en svipaður fjöldi þeirra var á bilinu 6-12 ára (14) og 13-18 ára (15). En upplýsingar um aldur sjö barna var ekki skráður.

Ofbeldisatvikin

Í flestum tilfellum (28), hafði eitt atvik sem fól í sér ofbeldi milli foreldra verið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. Í sex málum höfðu tvær tilkynningar borist í málum og í 5 málum höfðu þrjár tilkynningar um ofbeldi milli maka

194 Félagsráðgjöf Freydís Jóna Freysteinsdóttir

borist í sama máli. Í flestum tilfellum eða 32 átti atvikið sér stað á heimili barnsins. Önnur tilfelli áttu sér stað á öðru heimili, í bíl eða á almannafæri.

Í flestum tilfellum varð móðirin fyrir ofbeldi af hálfu maka eða í 29 tilfellum. Í sjö tilfellum varð faðir eða stjúpfaðir fyrir ofbeldi af hálfu móður og í þremur tilfellum höfðu báðir foreldrar beitt hitt foreldrið ofbeldi. Eins og sést í töflu 1 tók líkamlega ofbeldið á sig ýmsar birtingarmyndir. Í 9 tilfellum var um tvær eða fleiri birtingarmyndir að ræða.

Tafla 1. Birtingarmyndir líkamlegs ofbeldis milli foreldra Þolandi:

Birtingarmyndir: Móðir Faðir

Tilfinningalegt 3 Lamið 5

Sparkað í 1

Lamið með hlut 3

Hent hlut í 1

Stungið með eggvopni 1

Kyrkingartak 1 Annað 1

Tvær gerðir 4 1

Þrjár gerðir 1 1

Fjórar gerðir eða fleiri 2

Á ekki við 10 29

Ekki skráð 11 3

Samtals 39 39

Skráðar voru nánari lýsingar á atvikunum. Ofbeldið gat verið mjög hrottafengið eins og eftirfarandi dæmi sýnir: „Faðirinn dró móður út úr bíl, hendir henni og setur vindil á hægri kinn hennar. Móðir fékk brunasá á kinn og mar á handlegg.“ Í nokkrum tilfellum var um ofbeldi að ræða af hálfu beggja aðila. Eftirfarandi dæmi lýsir einu slíku atviki: „Faðir sló móður og móðir lamdi föður með pott í hausinn. Eftir það tókust þau meira á. Faðir var með sýnilega áverka á enni og aftan á hnakkanum. Ekki vitað um áverka móður. Mikið blóð á heimili.“

Í 10 tilfellum var móðir með áverka eftir ofbeldið. Í einu af þessum tilfellum var móðirin með áverka á þremur líkamshlutum og í fjórum tilfellum var móðirin með áverka á tveimur líkamshlutum. Tvær mæður voru með áverka í andliti, tvær á hálsi og ein á maga. Í fáum tilfellum var um mjög

Barnaverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra 195

alvarlegar afleiðingar að ræða. Í einu tilfelli var móðirin með beinbrot eftir ofbeldið og í öðru tilfelli voru bæði móðir og faðir beinbrotin eftir atvikið. Ein móðirin lést af völdum áverka sinna. Í fjórum tilfellum fékk faðir áverka, þar af í tveimur tilfellum á tveimur líkamshlutum og í tveimur tilfellum fékk faðirinn áverka á höfuð. Vopn voru notuð í 9 tilfellum, þar af hnífur í tveimur tilfellum. Dæmi um önnur vopn eða áhöld sem voru notuð eru; skrúfjárn, flaska og herðatré. Afleiðingar ofbeldisins voru sýnilegar á heimilinu í fimm tilfellum, t.d. brotin húsgögn, brotið gler og blóð.

Börn sem urðu vitni að ofbeldi milli foreldra

Í 24 tilfellum var vitað að barn/börn hefðu verið heima þegar ofbeldisatvikið átti sér stað. Í 15 tilfellum var vitað að barn/börn urðu vitni að atvikinu. Í tveimur tilfellum hringdi barn í neyðarlínu af þeim 12 símtölum til neyðarlínu sem áttu sér stað. Í tveimur tilfellum varð barn fyrir beinu ofbeldi á meðan á ofbeldi milli foreldra stóð. Í öðru tilfellinu var um barn á unglingsaldri að ræða en í hinu tilfellinu var um nokkra mánaða barn að ræða, sem dó nokkrum dögum eftir atburðinn.

Aðrar gerðir misbrests í uppeldi

Í 25 tilfellum (64%), höfðu ein eða fleiri tilkynning borist barnaverndar- yfirvöldum um annars konar misbrest í uppeldi heldur en ofbeldi milli foreldra. Eins og sjá má í töflu 2, var vanræksla algengasta gerðin. Í sex tilfellum hafði barnið/börnin orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og verið vanrækt, auk þess sem þau bjuggu við ofbeldi milli foreldra. Í einu tilfelli hafði barn/börn verið beitt kynferðislegu ofbeldi og verið vanrækt og í tveimur tilfellum hafði barn orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, auk þess að búa við ofbeldið milli foreldra. Í einu tilfelli var ekki skráð um hvers konar ofbeldi eða vanrækslu var að ræða.

Tafla 2. Aðrar gerðir misbrests í uppeldi

Tegund misbrests í uppeldi Tíðni

Vanræksla 15

Líkamlegt ofbeldi -

Kynferðislegt ofbeldi 2

Líkamlegt ofbeldi og vanræksla 6

Kynferðislegt ofbeldi og vanræksla 1

Ekki vitað 1

196 Félagsráðgjöf Freydís Jóna Freysteinsdóttir

Marktæk tengsl voru ekki milli endurtekinna tilkynninga um ofbeldi milli foreldra annars vegar og aðrar gerðir misbrests í uppeldi hins vegar (t=0,510).

Vandkvæði barnanna

Nákvæm greining eða mat fór ekki kerfisbundið fram á börnunum í kjölfarið á barnaverndartilkynningum um ofbeldi milli foreldra. Mikilvægt er að hafa það í huga, þegar vandkvæði sem börnin upplifðu eru skoðuð. Líklegt er að fleiri börn hafi upplifað vandkvæði þó að upplýsingar um það hafi ekki komið fram. Auk þess voru mörg barnanna mjög ung og því koma ekki fram vandkvæði sem koma fram hjá sumum þeirra eldri eins og t.d. vímuefna- misnotkun eða skemmdarverk. Eins og sést á mynd 1, upplifðu börnin sem bjuggu á heimilum þar sem ofbeldi milli foreldra á sér stað, ýmsar gerðir vandkvæða. Vandkvæði tengd skóla voru þó algengust. Þess ber að geta að sama barn getur upplifað fleiri en eitt vandkvæði, en alls voru 22 börn skráð með eitt og upp í átta vandkvæði í gögnunum. Samkvæmt upplýsingum úr gögnum barnaverndarstarfsmannanna upplifðu 14 börn eitt vandkvæði en 8 börn tvö eða fleiri vandkvæði. Marktæk tengsl voru ekki milli endurtekinna tilkynninga um ofbeldi milli foreldra annars vegar og vandkvæða sem börnin upplifðu hins vegar (t = 0,954). Marktæk tengsl fundust heldur ekki milli fjölda vandkvæða hjá börnum annars vegar og tilkynninga um ofbeldi milli foreldra og tilkynninga um annars konar misbrest í uppeldi hins vegar (t = 0,122). Hins vegar má vera að tengsl hafi ekki verið nógu sterk til þess að vera marktæk, þar sem úrtakið var smátt og um fá börn að ræða.

Aðgerðir barnaverndaryfirvalda í kjölfar tilkynninga um ofbeldi milli foreldra

Í einungis þriðjungi tilfella var veitt einhvers konar þjónusta í kjölfar barnaverndartilkynningar um ofbeldi milli foreldra. Í langflestum tilfellum var um eina gerð þjónustu að ræða eða í níu tilfellum. Í sex tilfellum var um tvær til fjórar gerðir þjónustu eða úrræða að ræða eftir að barnaverndar- tilkynning hafði borist um ofbeldi milli foreldra. Athyglisvert er að ekki virtist vera tekið viðtal við foreldrana af hálfu barnaverndarstarfsmanna í öllum málum, en það virtist hafa verið gert í 30 þeirra. Í einungis einu máli var þess getið að sett hefði verði nálgunarbann og í einungis einu máli var þess getið að móður hefði verið bent á að leita til Kvennaathvarfsins. Í þeim tilfellum sem þjónusta eða úrræðum var beitt, var þeim í langflestum tilfellum beint að foreldrunum. Í einungis þremur málum var úrræðum beitt beint til viðkomandi barns og var þá um að ræða í öllum tilfellum stuðning

Barnaverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra 197

sem fólst í vistun barns utan heimilis. Í einu tilfelli fór barnið reglulega til stuðningsfjölskyldu, í öðru tilfelli í tímabundna vistun og í þriðja tilfelli í tímabundið fóstur.

Mynd 1. Vandkvæði barna sem bjuggu við ofbeldi milli foreldra

0 2 4 6 8 10 12 14 Óynd i Þung lynd Kvíði Athy glisbr estur Nám sörðu gleika r Hegð unarv andk væði Árás arhne igð Ofbeld ishegð un Vímu efna misno tkun Sjálfsk aðan di heg ðun Skemmd arver k Anna ð

Umræða

Mikilvægt er að hafa í huga að ein af megin takmörkunum þessarar aðferðar er sú staðreynd að hún afmarkast af þeim upplýsingum sem er að finna í þeim skjölum sem eru innihaldsgreind. Ljóst er að þar sem grunnupplýsingar vantar í mörgum tilfellum um lykilþætti eins og t.d. menntun foreldra, er líklegt að jafnframt vanti nákvæmari upplýsingar í mörgum tilfellum um stöðu barnanna og þ.á.m. þau vandkvæði sem þau upplifa. Þó er ljóst af niðurstöðum þessarar rannsóknar að nokkur hluti barnanna upplifir alvarleg vandkvæði sem eiga ýmsar birtingarmyndir.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna jafnframt að ofbeldið er í sumum tilfellum afar gróft og í flestum tilfellum beinist ofbeldið að mæðrum. Þó er athyglisvert að í þeim tilfellum sem mæður beittu feður ofbeldi voru þær líklegar til að beita hlutum eða vopnum, en líkamlegur styrkleikamunur kynjanna gæti hugsanlega verið skýringarþáttur. Meiðsli voru í flestum tilfellum ekki alvarleg en í nokkrum tilfellum voru þau mjög alvarleg og leiddu til dauða einnar móður og líkur benda til þess að þau hafi leitt til dauða eins barns einnig. Þegar um alvarlegt ofbeldi er að ræða, er líklegt að

198 Félagsráðgjöf Freydís Jóna Freysteinsdóttir

börnin upplifi mikla skelfingu. Í tveimur tilfellum hafði barn hringt á neyðarlínu og í tveimur tilfellum hafði barn orðið fyrir ofbeldi á meðan á ofbeldi milli foreldranna stóð. Auk þess hafði verið tilkynnt um annars konar misbrest í uppeldi heldur en ofbeldi milli foreldra í 60% málanna, sem er svipað eða í hærri kanti þess hlutfalls sem fram kom í yfirlitsrannsókn Edleson’s (1999).

Það vekur athygli hve takmarkaðar upplýsingar eru skráðar í gögnum barnaverndarstarfsmanna og er nauðsynlegt að framkvæmt sé ítarlegri greining á aðstæðum fjölskyldna í kjölfar atburða sem fela í sér ofbeldi milli foreldra. Jafnframt vekur athygli að einungis skuli vera veitt þjónusta eða úrræði í kjölfar tilkynninga um ofbeldi milli foreldra í þriðjungi mála og að í einungis þremur tilfellum beinist slíkur stuðningur beint að barninu. Mikilvægt er að ráða bót á þessu og þróa sértæk úrræði sem beinast að þolendum heimilisofbeldis og þá sérstaklega að mæðrum annars vegar sem beinum þolendum og börnum hins vegar sem óbeinum þolendum.

Heimildir

Altman, D. G. (1991). Practical statistics for medical research. New York: Chapman and Hall.

Anderson, S. A. og Cramer-Benjamin, D. B. (1999). The impact of couple violence on parenting and children: An overview and clinical implications.

The American Journal of Family Therapy, 27 (1), 1-19.

Aron, L. Y. og Olsen, K. K. (1997). Efforts by child welfare agencies to address domestic violence. Public Welfare, 55 (3), 4-13.

Barnaverndarlög nr. 80/2002. Reykjavík: Félagsmálaráðuneytið.

Barnaverndarstofa (2004). Ársskýrsla 2003. Reykjavík: Barnaverndarstofa. Berkowitz, C. D. (2005). Recognizing and responding to domestic violence.

Pediatric Annals, 34 (5), 395-401.

Dómsmálaráðuneytið (1997). Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir umfang og

afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. Reykjavík:

Dómsmálaráðuneytið.

Edleson, J. L. (1999). The overlap between child maltreatment and woman battering. Violence Against Women, 5 (2), 134-154.

Eriksson, M. (2005). A visible or invisible child? Professionals’ approaches to children whose father is violent towards their mother. Í Maria Eriksson, Marianne Hester, Suvi Keskinen og Keith Pringle (Ritstj.), Tackling Men’s

Violence in Families: Nordic Issues and Dilemmas (bls. 119-135). Bristol: The

Barnaverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra 199

Fantuzzo, J. W. og Mohr, W. K. (1999). Prevalence and effects of child exposure to domestic violence. The Future of Children, 9 (3), 21-32.

Fantuzzo, J., Boruch, R., Beriama, A., Atkins, M. og Markuc, S. (1997). Domestic violence and children: Prevalence and risk in five major U.S. cities. Journal of the American Academy of Child og Adolescents Psychiatry, 36 (1), 116-122.

Forsberg, H. (2005). „Talking feels like you wouldn’t love dad anymore“: Children’s emotions, close relations and domestic violence. Í Maria