• No results found

Að stuðla að jafnri og samfelldri íþróttaiðkun og hreyfingu

Margs konar aðgerða er þörf til að auka, viðhalda og jafna íþróttaiðkun og líkamlega hreyfingu í samfélaginu. Leggja þarf aukna áherslu á að laða stúlkur að íþróttastarfinu, huga að leiðum til að fjölga kvenþjálfurum og

168 Félagsfræði Rúnar Vilhjálmsson

kvenstjórnendum og auka framboð íþróttagreina. Bæta þarf aðgengi einstaklinga úr barnmörgum fjölskyldum og lágtekjufölskyldum með niður- greiðslu eða niðurfellingu þátttökugjalda. Skipulag íþróttastarfsins í heild þarf einnig endurskoðunar við. Grunnskólar ættu að efla íþróttaiðkun með fjölgun skyldutíma með fjölþættum áherslum og auknu vali nemenda á viðfangsefnum. Allir framhaldsskólar ættu einnig að innleiða íþróttakennslu sem fastan hluta af skólastarfinu. Vegna þess hve skólarnir eru aðgengilegir og ná til margra væri rík ástæða til að bjóða upp á íþróttadagskrá utan skólatíma á vegum skólanna. Þá er mikilvægt að skólarnir tengist starfi íþróttafélaganna betur, en dæmi um slíkt samstarf (sem ástæða er til að efla) er rekstur Íþróttaskólans á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Með því móti er möguleiki á að bjóða skólanemendum upp á fjölbreytt og áframhaldandi tækifæri til íþrótta og annarrar líkamlegrar hreyfingar. Íþróttafélögin þurfa einnig að gera sér grein fyrir að hefðbundnar keppnis- hópíþróttir mæta ekki þörfum allra. Einstaklingar hafa áhuga á íþróttum og líkamlegri hreyfingu af mörgum ástæðum, svo sem til að auka getu á tilteknu sviði, efla líkamlegt form, styrkja tiltekna vöðva, viðhalda tengslum við aðra, eða vegna ánægjunnar af leiknum eða æfingunni (Baranowski o.fl., 1997). Í hverju sveitarfélagi ætti helst að standa til boða fjölbreytt úrval keppnis- og almenningsíþrótta og hreyfingarkosta á einstaklings- eða hópgrundvelli til að gefa sem flestum færi á reglulegri hreyfingu og virkum lífsstíl (American Academy of Pediatrics, 2000b).

Sveitarfélög koma með ýmsu móti við sögu íþrótta og hreyfingar í samfélaginu, svo sem með því að standa að uppbyggingu á íþróttaaðstöðu í grunnskólum og fjölgun íþróttatíma í skólunum, með niðurgreiðslu á þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi og líkamsrækt utan skólanna, með uppbyggingu aðstöðu til hreyfingar á útivistarsvæðum og með samgöngukerfi sem gerir ferðir til og frá íþrótta- og útivistarstöðum auðveldar (Baranowski o.fl., 1997; CFLRI, 2005).

Hvatningarkerfi íþróttanna þarf einnig að endurskoða. Fullorðnir hafa mikil áhrif á allt samhengi íþróttaiðkunar meðal ungs fólks, einkum foreldrar, þjálfarar og stjórnendur íþróttafélaga. Þótt hinir fullorðnu meini vel skapa þeir unga fólkinu ekki endilega aðstæður sem fallnar eru til að viðhalda íþróttaiðkun og hreyfingu frá bernsku til fullorðinsára. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að íþróttastarfið ýtir ekki nægilega undir innri hvatningu til þátttöku. Frá sjónarhóli kenninga um áhugahvötina skiptir máli að uppbygging íþróttastarfsins styðji við sjálfræði, nánd og sjálfbundið mat á getu. Sennilega kreppir skórinn helst þegar kemur að sjálfræði iðkendanna. Miklu getur skipt að leyfa börnum og unglingum að hafa meira að segja um

Skipulagt íþróttastarf meðal ungs fólks: Áhrifaþættir og afleiðingar 169

þær ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við æfingar, leiki og keppni, svo sem um val æfinga, eða röð eða þyngdarstig þeirra. Þá ætti að vera unnt að leyfa ungmennum að hafa áhrif á reglurnar og framkvæmd þeirra (til dæmis lengd leikja, stærð valla og innáskiptingar og notkun varamanna í hóp- íþróttum). Þá er einnig ástæða til að gefa gaum að samskiptaþættinum, enda er viðhald tengsla við jafningja og vini mikilvæg ástæða fyrir íþróttaiðkun ungs fólks (Weiss og Petlichkoff, 1989). Börn og unglingar ættu að fá að fylgja félögum og vinum lengur eftir gegnum íþróttirnar en oft er raunin á. Þetta mætti til dæmis gera með því að raða ekki of snemma eða stíft í lið eftir getu, og leyfa þátttakendum að hafa áhrif á val og liðsskiptingu leikmanna. Þá geta tækifæri til samskipta utan vallar aukið enn á nándina og haft hvetjandi áhrif á íþróttaiðkunina. Loks væri ástæða til að stuðla að jákvæðri afstöðu iðkenda til eigin getu í íþróttum. Eins og áður hefur komið fram lækkar oft mat íþróttamanna á getu sinni með aldrinum þegar þeir fara að bera sig saman við aðra í harðnandi samkeppnisumhverfi. Þjálfarar ungra íþrótta- manna ættu að leggja áherslu á að styrkja sjálfbundið mat þeirra á frammistöðu sinni og getu, sem byggir á bættum tökum þeirra á íþróttinni og eigin framförum. Þá benda nýlegar rannsóknaniðurstöður til að sérhæfing íþróttamanna hefjist stundum of snemma og geti haft neikvæðar afleiðingar, meðal annars fyrir áframhaldandi íþróttaiðkun og hreyfingu. Fjölbreytt tækifæri til íþróttaiðkunar á ungum aldri auðvelda þátttakendum að velja og iðka þá grein íþrótta og þá tegund hreyfingar sem best hentar þeim á hverjum tíma. Þar með verður brottfall úr íþróttunum minna og iðkun og hreyfing samfelldari.

Niðurlag

Þegar á heildina er litið virðist sem ýmis ávinningur fylgi þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi. Íþróttaiðkunin fer fram í félagslegu umhverfi sem gefur lífi einstaklinga merkingu og veitir þeim stuðning og aðhald. Þjálfunaráætlanir efla líkamlega færni og þrek iðkenda. Í íþróttastarfinu er mælt með hollustuháttum og gegn áhættuhegðun, meðal annars vegna þeirra árangursmarkmiða í íþróttastarfinu sem í húfi eru. Með þátttöku sinni tengjast iðkendur hver öðrum og mynda félagstengsl. Af öllum þessum ástæðum má halda því fram að útbreiðsla og viðhald íþróttaiðkunar í skipulögðu íþróttastarfi ætti að vera hluti af aðgerðum samfélagsins til eflingar lýðheilsu. Almenn, jöfn og viðvarandi þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi krefst stjórnvaldsaðgerða sem felast meðal annars í eflingu

170 Félagsfræði Rúnar Vilhjálmsson

skólaíþrótta og fjárhagslegu og landfræðilegu aðgengi að íþróttastarfi utan skólanna. Þá benda rannsóknir til að starfsemi íþróttafélaga þurfi að endurskoða með það fyrir augum að auka áherslu á fjölbreytni og jafna tækifæri til æfinga, þjálfunar, leikja og keppni. Loks virðist ástæða til að endurskoða hvatningarkerfi í skipulögðu íþróttastarfi með eflingu innri hvatningar iðkendanna. Slík endurskoðun ætti að beinast að mótunaraðilum, einkum foreldrum og þjálfurum, sem geta haft mikil áhrif á sjálfræði iðkenda, tengsl þeirra við aðra, og mat þeirra á eigin árangri og getu.

Heimildir

American Academy of Pediatrics (2000a). Intensive training and sports specialization in young athletes. Pediatrics, 106, 154-157.

American Academy of Pediatrics (2000b). Physical fitness and activity in schools. Pediatrics, 105, 1156-1157.

American Academy of Pediatrics (2001). Organized sports for children and preadolescents. Pediatrics, 107, 1459-1462.

Baker, J. (2003). Early specialization in youth sport: A requirement for adult expertise? High Ability Studies, 14, 85-94.

Bandura, A. (1986). Social foundations of thought and action: A social cognitive theory. Englewood Cliffs, NJ: Prentice Hall.

Baranowski, T., Bar-Or, O., Blair, S., Corbin, C., Dowda M. ofl. (1997). Guidelines for school and community programs to promote lifelong physical activity among young people. Morbidity and Mortality Weekly Report

(MMWR), 46 (RR-6), 1-36.

Brodkin, P. og Weiss, M. R. (1990). Developmental differences in motivation for participating in competitive swimming. Journal of Sport and Exercise

Psychology, 12, 248-263.

Bryson, L. (1987). Sport and the maintenance of masculine hegemony.

Women’s Studies International Forum, 10, 349-360.

CFLRI (Canadian Fitness and Lifestyle Research Institute) (2005). 2004

physical activity monitor. Sótt 27. ágúst, 2006 á slóðinni:

http://www.cflri.ca/cflri/resources/pub.php

Coakley, J. (1992). Burnout among adolescent athletes: A personal failure or social problem? Sociology of Sport Journal, 9, 271-285.

Coakley, J. (1998). Sport in society: Issues and controversies (6. útg.). Boston: McGraw-Hill.

Coakley, J. og White, A. (1992). Making decisions: Gender and sport participation among British adolescents. Sociology of Sport Journal, 9, 20-35.

Skipulagt íþróttastarf meðal ungs fólks: Áhrifaþættir og afleiðingar 171

Deci, E. L. og Ryan, R. M. (1985). Intrinsic motivation and self-determination in

human behavior. New York: Plenum.

Deci, E. L. og Ryan, R. M. (1991). A motivational approach to self: Integration in personality. Í R. A. Dientsbier (Ritstj.), Nebraska Symposium

on Motivation: Perspectives on motivation (38. bindi, bls. 237-288). Lincoln,

NE: University of Nebraska.

Delaney, W. og Lee, C. (1995). Self esteem and sex roles among male and female high school students: Their relationship to physical activity.

Australian Psychologist, 30, 84-87.

Duke, J., Huhman, M. og Heitzler, C. (2003). Physical activity levels among children aged 9-13 years: United States, 2002. Morbidity and Mortality

Weekly Report (MMWR), 52 (33), 785-788.

Durkheim, E. ([1897] 1951). Suicide. New York: Free Press.

Eder, D. og Parker, S. (1987). The cultural production and reproduction of gender: The effects of extracurricular activities on peer-group culture.

Sociology of Education, 60, 200-213.

Gould, D. Feltz, D., Horn, T. og Weiss, M., (1982). Reasons for attrition in competitive youth swimming. Journal of Sport Behavior, 5, 155-165.

Leonard, W. M. (1993). A sociological perspective of sport. (4. bindi). New York: Macmillan.

Lever, J. (1978). Sex differences in the complexity of children's play and games. American Sociological Review, 43, 471-83.

Merton, R. K. (1957). Social theory and social structure. Glencoe, IL: Free Press. Nicholls, J. (1984). Achievement motivation: Conceptions of ability,

subjective experience, task choice, and performance. Psychological Review,

91, 328-346.

Pate, R. R., Trost, S. G., Levin, S. og Dowda, M. (2000). Sports participation and health-related behaviors among US youth. Archives of Pediatric and

Adolescent Medicine, 154, 904-911.

Pelletier, L. G., Fortier, M. S., Vallerand, R. J. og Briere, N. M. (2001). Associations among perceived autonomy support, forms of self- regulation, and persistence: A prospective study. Motivation and Emotion,

25, 279-306.

Ryan, R. M. og Deci, E. L. (2000). Self-determination and the facilitation of intrinsic motivation, social development, and well-being. American

Psychologist, 55, 68-78.

Scanlan, T. K. og Passer, M. W. (1978). Factors related to competitive stress among male youth 
sports participants. Medicine and Science in Sports, 10, 103-108.

Scanlan, T. K. og Passer, M. W. (1979). Sources of competitive stress in young female athletes. Journal of Sport Psychology, 1, 151-159.

172 Félagsfræði Rúnar Vilhjálmsson

Snyder, E. og Spreitzer, E. (1983). Social aspects of sport. Englewood Cliffs, NJ: Prentice-Hall.

Ullrich-French, S. og Smith, A. L. (2006). Perceptions of relationships with parents and peers in youth sport: Independent and combined prediction of motivational outcomes. Psychology of Sport and Exercise, 7, 193-214. Vilhjalmsson, R. og Kristjansdottir, G. (2003). Gender differences in physical

activity in older children and adolescents: The central role of organized sport. Social Science and Medicine, 56, 363-374.

Vilhjalmsson, R. og Thorlindsson, T. (1992). The integrative and physiological effects of sport participation: A study of adolescents. The

Sociological Quarterly, 33, 637-647.

Vilhjalmsson, R. og Thorlindsson, T. (1998). Factors related to physical activity: A study of adolescents. Social Science and Medicine, 47, 665-675. Wang, C. K. J. og Biddle, S. J. H. (2001). Young people’s motivational

profiles in physical activity: A cluster analysis. Journal of Sport and Exercise

Psychology, 23, 1-22.

Wieting, S. G. og Civettini, N. H. W. (2006). How sport preserves cultural memory

in performance and autobiography: Elite women gymnasts in China, Romania, Russia, and the US. Erindi flutt á 23. ráðstefnu norrænna félagsfræðinga í

Breytt tekjuskipting Íslendinga