• No results found

Að afla gagna um einstaklinga og hópa

Af umræðu okkar er ljóst að til þess að skoða áhrif makróþátta þarf rannsakandinn að afla samanburðargagna um einkenni á félagslegum heildum, eða hópum. Á hinn bóginn er oft erfitt að finna gögn sem henta í þessum tilgangi. Fyrirliggjandi gögn sem safnað er af opinberum aðilum (t.d. Hagstofu Íslands, Ríkislögreglustjóra) og samtökum innihalda þó venjulega mælingar á heildum (t.d. samsetning mannfjöldans, atvinnuleysistíðni, morðtíðni). Vandinn við gögn af þessu tagi er aftur á móti sá að þau eru oft takmörkuð þegar kemur að því að skoða nánar þau félagslegu ferli sem kenningar okkar fjalla svo mikið um. Þannig eru yfirleitt aldrei neinar mælingar í opinberum gögnum á „mýkri“ fyrirbærum sem félagsfræðingar hafa oft sérstakan áhuga á að skoða (sjá umræðu í Þórólfur Þórlindsson og Þóroddur Bjarnason, 1998). Í svona gögn vantar til að mynda yfirleitt mælingar á gildismati, normum, félagslegum tengslum, samskiptum og öðrum þáttum hins daglega lífs. Jafnframt gefa opinber gögn nær aldrei færi á að tengja mælingar á félagslegum fyrirbærum beint við hegðun einstaklinga (Robinson, 1950).

Ein lausn við þessum vanda er að nota upplýsingar úr spurningalista- könnunum til þess að smíða mælingar á ýmsum hinna „mýkri“ eiginleikum félagslegra heilda. Ofangreind rannsókn okkar á afbrotum íslenskra unglinga er einmitt dæmi um þessa aðferð (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson, 2006). Í þeirri rannsókn gátum við lagt saman svör unglinga eftir skólahverfum og þannig smíðað mælingar á ýmsum þáttum í félagsgerð

Spurningalistakannanir og smættun félagslegra fyrirbæra 145

hverfanna. Upplýsingar af þessu tagi má jafnvel oft tengja við opinberar upplýsingar. Sampson og Groves (1989) notuðu gögn úr viðamikilli spurningalistakönnun í Bretlandi (N = 10.905) til þess að smíða margvíslegar mælingar á félagsgerð yfir 200 breskra nærsamfélaga (communities). Þeir gátu síðan skoðað hvort þessar mælingar hefðu fylgni við opinberar tölur um afbrotatíðni nærsamfélaga. Sampson og Groves komust til dæmis að því að í nærsamfélögum þar sem tengslanet milli íbúa eru gisin er afbrotatíðnin hærri. Vandinn við þessa aðferð er aftur á móti sá að gríðarlegan fjölda þátttakenda þarf til þess að smíða áreiðanlegar mælingar á hópastiginu.

Önnur nýlunda í félagsvísindarannsóknum er að samgreina spurninga- listagögn og hópagögn með svokallaðri fjölstigagreiningu (multi-level analysis; Bryk og Raudenbush, 1992). Svona greining krefst þess að rannsakandinn afli mælinga bæði á einstaklingsstiginu (reynsla/viðhorf/- hegðun) og á einkennum þeirrar heildar/hóps sem hver einstaklingur tilheyrir. Yfirleitt er notast við spurningalistakönnun fyrir mælingar á einstaklingsstiginu en mælingar á hópastiginu geta aftur á móti komið úr ýmsum áttum, oft eru þetta opinber/skráð gögn. Mikilvægur styrkleiki þessarar nálgunnar er að unnt er að skoða svokölluð samhengisáhrif (contextual effects) sem vísa til þess þegar einstaklingshegðun er undir áhrifum tiltekins félagslegs eiginleika hópsins, burtséð frá því hvort einstaklingurinn hefur umræddan eiginleika sjálfur.

Gott dæmi um þessa aðferð er rannsókn Moores og Vannemans (2003) á tengslum kristinnar bókstafstrúar og íhaldssamra viðhorfa til kynhlutverka í Bandaríkjunum. Í rannsókn þeirra var notast við spurningalistakönnun á slembiúrtaki yfir 6.000 hvítra Bandaríkjamanna, þar sem þátttakendur voru spurðir um bæði trúarskoðanir og viðhorf til kynhlutverka (einstaklingsgögn). Jafnframt fengu rannsakendur aðgang að upplýsingum um hlutfallslegan fjölda kristinna bókstafstrúarmanna í hverju fylki Bandaríkjanna (hópagögn). Niðurstöður rannsóknarinnar voru einkar athyglisverðar. Hefðbundinn míkrósamanburður leiddi ljós, eins og við var að búast, að bókstafstrúaðir hafa íhaldssamari viðhorf til kynhlutverka. En félagslegt samhengi fylkisins reyndist líka hafa áhrif á viðhorfin. Einstaklingar sem bjuggu í ríkjum þar sem hlutfallslegur fjöldi bókstafstrúarmanna er mikill höfðu íhaldssamari viðhorf en aðrir, þótt stjórnað væri fyrir þeirra eigin trúarhugmyndum. Með öðrum orðum hafði hlutfallsleg samsetning trúarhópa í ríkinu umtalsverð áhrif á viðhorf einstaklingsins, burtséð frá hans eigin trúarhugmyndum.

146 Félagsfræði Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson

Samhengisáhrif þessa tiltekna makróþáttar hefðu aldrei komið fram í

hefðbundinni spurningalistakönnun.2

Lokaorð

Eitt af meginmarkmiðum félagsfræðinnar hefur alltaf verið að skoða og skilja hvernig makró-þjóðfélagslegir þættir móta líf fólks (Durkheim, [1895] 1982; Lieberson, 1985; Mills, 1959; Weber, 1930). Þetta er þó aðeins hægt sé þess gætt að gögnin séu á sama greiningarstigi og kenningin. Því miður gerist það allt of oft að makrókenningar eru prófaðar með aðferðum sem takmarkast við einstaklingsstigið. Þetta á ekki síst við um spurningalistakannannir. Eins og komið hefur fram eru hefðbundnar spurningalistakannanir oft ekki vel til þess fallnar að skoða áhrif makróþátta á lífshætti og lífsgæði fólks. Hættan sem felst í vinsældum þessarar aðferðar er sú að rannsakendur horfi kerfisbundið framhjá mikilvægi makróþátta í greiningu á félagslegum fyrirbærum. Ekki er nóg að hyggja aðeins að hefðbundnum grundvallar- atriðum svo sem réttmæti og áreiðanleika mælitækja heldur er einnig nauðsynlegt að huga vel að því hvort mælitækin séu á sama greiningarstigi (level of analysis) og þær kenningar sem verið er að prófa. Sé það ekki gert getur skapast rof á milli kenningar og rannsóknaraðferðar. Eins og við höfum bent á hér að framan geta slík vinnubrögð leitt til villandi eða beinlínis rangra niðurstaðna. Ógagnrýnin notkun spurningalista getur hæglega ýtt undir þá tilhneigingu að skýra félagsleg fyrirbæri fyrst og fremst með vísan í atferli, reynslu og hugsanir einstaklinga. Þetta er mikilvægt málefni í ljósi þess að eitt af meginþemum félagsfræðinnar er einmitt að sporna við þeirri tilhneigingu að útskýra samfélagsleg fyrirbæri með skírskotun til þess sem einstaklingar segja og gera. Eins og við höfum bent á má þó oft leysa vandann með að búa til hópgögn úr spurningalistagögnum eða með því samgreina spurningalistagögn og hópagögn með hjálp fjölstigagreiningu. Eins er hægt að tengja gögn sem safnað er með spurningalistum við annarskonar gögn, svo sem opinber gögn. Notkun tveggja eða fleiri rannsóknaraðferða í einni og sömu rannsókninni er reyndar alltaf æskileg og leiðir oft til bætts rannsóknarstarfs.

2 Hliðstæð dæmi þar sem samhengisáhrif eru skoðuð með fjölstigagreiningu er að finna í nýlegum rannsóknum okkar (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson, 2005; Þóroddur Bjarnason, Þórólfur Þórlindsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Welch, 2006; Þórólfur Þórlindsson og Jón Gunnar Bernburg, 2004).

Spurningalistakannanir og smættun félagslegra fyrirbæra 147

Heimildir

Bryk, A. S. og Raudenbush, S. W. (1992). Hierarchical linear models: Application

and data analysis methods. Newbury Park, CA: Sage Publication.

Durkheim, E. (1982 [1895]). The rules of sociological method. London: Macmillan. Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson (2006). Það þarf þorp...:

Félagsgerð skólahverfa og frávikshegðun unglinga. Uppeldi og menntun,15, 65-84.

Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson (2005). Violent values, conduct norms, and youth aggression: A multi-level study in Iceland. The

Sociological Quarterly, 46, 455-476.

Lieberson, S. (1985). Making it count: The improvement of social research and theory. Berkely, Los Angeles, London: University of California Press.

Liska, A. E. 1990. The significance of aggregate dependent variables and contextual independent variables for linking macro and micro theories.

Social Psychology Quarterly, 53, 292-301.

Messner, S. F. og Sampson, R. J. (1991). The sex ratio, family disruption, and rates of violent crime: The paradox of demographic structure. Social

Forces, 69, 693-713.

Mills, C. W. (1959). The sociological imagination. New York: Oxford University Press.

Moore, L. M. og Vanneman, R. (2003). Context matters: Effects of the proportion of fundamentalists on gender attitudes. Social Forces, 82, 115- 39.

Neuman, W. L. (2003). Social research methods: Qualitative and quantitative

approaches (fifth edition). Boston: Pearson Education, Inc.

O’Brien, R. M. (1992). Levels of analysis. Í E. Bogatta og M. Bogatta (Ritstj.),

Encyclopedia of sociology, Vol. 3 (bls. 1591-1596). New York: Macmillan.

Robinson, W. (1950). Ecological correlations and the behavior of individuals.

American Sociological Review, 15, 351-57.

Sampson, R. J. og Groves, W. B. (1989). Community structure and crime: Testing social-disorganization theory. American Journal of Sociology, 94, 774- 802.

Weber, M. (1930). The protestand ethic and the spirit of capitalism. New York: Routledge.

Þóroddur Bjarnason, Þórólfur Þórlindsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Welch, M. R. (2005). Familial and religious influences on adolescent alcohol use: A multi-level study of students and school communities. Social Forces, 84, 375-390.

148 Félagsfræði Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson

Þórólfur Þórlindsson og Jón Gunnar Bernburg (2004). Durkheim’s theory of social order and deviance: A multi-level test. European Sociological Review,

20, 271-285.

Þórólfur Þórlindsson og Þóroddur Bjarnason (1998). Modeling Durkheim on the micro level: A study of youth suicidality. American Sociological Review,