• No results found

Safnið sem bókasafn Háskóla Íslands

Annað tveggja meginhlutverka Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns samkvæmt lögum (Lög nr. 71/2004) er að vera bókasafn Háskóla Íslands. Í stefnumótunarskjölum safnsins hefur þjónustan við Háskólann verið í fyrirrúmi. Ennfremur voru haldin tvö málþing árin 2000 og 2002 til að skýra betur hlutverk safnsins sem háskólabókasafn.

Nemendafjöldi Háskólans hefur aukist um rúmlega 60% (Háskóli Íslands, e.d.) frá 1994. Rannsóknartengt framhaldsnám hefur einnig aukist verulega og samkeppni við aðra háskóla farið vaxandi. Meiri kröfur ættu því eðli málsins samkvæmt að vera gerðar til bókasafnsins bæði hvað varðar ritakaup

Tvíhöfða risi 33

og þjónustu. Hins vegar virðist sem Háskólinn sýni safninu minni áhuga og kemur það meðal annars fram í því að fjárveitingar til safnsins hafa verið skertar.

Kennararnir voru spurðir hvernig þeim fyndist safnið standa sig sem háskólabókasafn og bókasafn Háskóla Íslands. Eins og áður hefur komið fram nota deildir Háskólans safnið mismikið en það var nánast samdóma álit kennaranna að safnið væri nokkuð gott háskólabókasafn. Þjónustan væri mun betri en hún hefði verið fyrir nokkrum árum en það sem helst skorti væri betri ritakostur. Samt einkenndist sýn sumra kennara á safninu nokkuð af tómlæti í garð þess og virðist safnið því í raun ekki hafa staðið sig nógu vel í hlutverki sínu sem bókasafn Háskóla Íslands. Annar kennarinn í viðskipta- og hagfræðideild sagði: „Ég held að margir kennarar hér hafi ekki mjög mikla skoðun á safninu, eru svona almennt frekar velviljaðir en hafa ekki sterk sjónarmið í neinu hvorki gagnvart einstökum þáttum í starfi þess eða gagnvart framtíðinni.“

Háskólabókasafn var stofnun innan Háskóla Íslands og fékk fjárveitingu sína frá Háskólanum. Hið nýja safn hefur sjálfstæðan fjárhag en hluti af fjárveitingu Háskóla Íslands skal samkvæmt lögum „renna árlega til bóka- safnsins samkvæmt sérstöku samkomulagi milli bókasafnsins og Háskólans“. Landsbókasafn og Háskólinn hafa gert samstarfssamning sín á milli; hann var síðast uppfærður í ágúst 2004. Í samningnum er meðal annars kveðið á um fjárhagsleg tengsl safnsins og Háskólans og þjónustu safnsins við Háskólann (Samstarfssamningur, 2004). Fjárhagslegu tengslin hafa aðallega falist í framlögum frá Háskólanum til ritakaupa og vegna lengds afgreiðslutíma frá 1999. Bókasafnið veitir á móti afslátt af millisafnalánum og leigu á kennslustofu og fyrirlestrasal. Kennarar borga engar sektir og fá, eins og nemendur, lánþegaskírteini án endurgjalds. Ágreiningur hefur verið undan- farið um greiðslur vegna afgreiðslutímans. Háskólaráð samþykkti í mars 2004 að hætta að greiða fyrir lengdan afgreiðslutíma safnsins (Háskólaráðsfundur 25. mars 2004) og síðan hefur málið verið leyst til bráðabirgða á þann hátt að greitt er fyrir lenginguna að hluta til, í mesta lagi til eins árs í einu. Núverandi samningur gildir einungis út árið 2006. Þó að kennararnir tíu væru allir fylgjandi löngum afgreiðslutíma voru þeir sömuleiðis allir á móti því að Háskólinn stæði einn undir greiðslum til safnsins, meðal annars vegna þess að safnið væri opið öllum, væri landsbókasafn. Þeir voru í meirihluta sem vildu að fjárveiting kæmi annaðhvort frá ríkinu eða aðrir háskólar leggðu einnig eitthvað til.

Hvað ritakostinn varðar fannst sjö kennurum hann allt of lítill, tveir voru tiltölulega sáttir og einum kennara fannst ritakosturinn ekki slæmur miðað

34 Bókasafns- og upplýsingafræði Áslaug Agnarsdóttir

við mörg önnur söfn. Einn kennari sagði: „Manni finnst að ef að Ísland ætlar að vera málsmetandi þjóð, samkeppnisfær en ekki bara einhver fáránleg þjóð úti í hafsauga, þá þurfum við að eiga eintak af öllum bókunum. Ég segi ekki öllum, en öllum svona innan gæsalappa. Svona þorrann af öllum vísinda- bókum. Og við eigum ekki að kaupa inn fyrir einhverjar 30, 40, 50 milljónir á ári. Við eigum að kaupa fyrir 500 milljónir. Það væri miklu meiri skynsemi í því.“ Flestar deildir hafa samt skorið niður ritakaupafé til safnsins á þessu ári þrátt fyrir aukið námsframboð á meistara- og doktorsstigi (skv. upplýsingum frá fjárreiðusviði Háskólans). Félagsvísindadeild er stærsta deildin og nemendur hennar nota bókasafnið mest allra og voru í síðustu notenda- þjónustukönnun tæp 40% safngesta (Áslaug Agnarsdóttir, 2005). Félags- vísindadeild er jafnframt meðal þeirra deilda sem hafa lagt mest til ritakaupa og hefur féð runnið bæði til kaupa á bókum, tímaritum og rafrænum gagna- söfnum. Nemendur og kennarar hugvísindadeildar taka aftur á móti flest rit í lán en deildin var í sjöunda sæti af ellefu varðandi ritakaupafé fyrir árið 2006. Staðsetning safnsins á jaðri háskólasvæðisins er óheppileg og virðist vera ein af orsökum þess að dregið hefur úr notkun kennara á safninu. Einungis tveimur kennurum fannst hún ekki skipta máli. Hinir töldu allir að staðsetningin hefði áhrif á hversu oft þeir kæmu á safnið. Almennt er mælt með að háskólabókasöfn séu staðsett miðsvæðis á háskólalóðinni (Edwards, 1990). Í töflu 2 sést viðhorf þátttakenda til þjónustu safnsins almennt, ritakosts, staðsetningar og rafræns aðgangs að gagnasöfnum og tímaritum. Tafla 2. Þjónusta, ritakostur, staðsetning og rafrænn aðgangur

Deild Þjónusta Ritakostur Staðsetning aðgangur Rafrænn 1 Viðsk/hagfr. Góð Rýr Slæm Góður 2 Viðsk/hagfr. Góð Rýr Slæm Góður

3 Lagad. Góð Hlutlaus Slæm Hlutlaus

4 Lagad. Góð Góður Slæm Hlutlaus

5 Hugvísindad. Góð Rýr Slæm Hlutlaus 6 Hugvísindad. Góð Rýr Góð Hlutlaus

7 Félagsvís. Góð Góður Slæm Góður

8 Félagsvís. Góð Rýr Góð Góður

9 Raunvísindad. Góð Rýr Slæm Góður

10 Raunvísindad. Góð Rýr Slæm Góður Kennararnir voru spurðir hvort þeim fyndust útibú yfirhöfuð æskileg og hvort dreift kerfi gæti hugsanlega verið góð lausn á bókasafnsmálum Háskóla

Tvíhöfða risi 35

Íslands. Eins og við mátti búast var nokkur munur á skoðunum kennara eftir deildum og voru kennarar í lagadeild áhugasamastir hvað útibú varðar. Þegar fleiri skólar fóru að kenna lögfræði lenti lagadeildin í mikilli samkeppni við þá um ritakost sinn og árið 2004 tók hún þá ákvörðun að hætta öllum útlánum úr útibúinu nema til 4. og 5. árs nema í lagadeild auk kennara við deildina. Útibúið nýtist því lagadeildinni vel. Flestum kennurum fannst annars útibú úrelt.